Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 30
ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR:
Kertið hennar
mömmu
Það dimmir snemma á Þorláksmessu,
þegar loftið er þungt af snjó, svo að
hvergi sér í bláa rönd af liimni og svo
var þennan dag.
Sveinn í Bjarney var léttur í spori,
þegar hann var að smala saman mönnum
sínum, en ekki eftir því léttur á brúnina.
Það var ekki svo fljótlegt að finna þá í
þorpinu, en nú vildi hann fara að komast
af stað og það undir eins. Það var að
byrja að skyggja, útlitið ófagurt, sjórinn
úfinn og löng leið fyrir höndum, en lieim
vildi hann komast í kvöld. Konan var ein
heima með lasið barnið og lítið um glaðn-
ing til jólanna. Hann hafði lofað litlu
stúlkunni að gefa henni kerti, og það
vildi hann efna, en ekki var víst, að eftir
betra væri að bíða. Nágrannarnir voru
svo sem vísir til að hjálpa með ráðum
og dáð, eftir því sem efnin leyfðu, en
hann vissi, að lítið var til, því að heimil-
isfeðurnir voru emmitt þarna með hon-
um, ætluðu líka að fá eitthvað til jólanna,
og svo vonaðist litla stúlkan hans eftir
honum. Loks voru mennirnir fundnir, allt
tilbúið, bátnum var ýtt frá landi, undið
upp segl. Sveinn settist undir stýri og nú
var lagt á flóann. Það var ágætt leiði og
báturinn skreið drjúgum, en eftir því
sem utar kom í flóann, þyngdi sjóinn og
lá við ágjöfum, en bæði stjórnandi og
bátur voru góðir. En nú komu nokkur
snjókorn og svo fleiri, það hvessti líka
í élið, og bráðum sást ekkert, nema hríð-
armökkurinn og æðandi, snjóhvítar öld-
urnar, sem steyptust yfir bátinn, reiðu-
búnar að keyx-a hann niður í djúpið
dökka. Sveinn kreppti höndina fastar ut-
an um stýrissveifina. Nú varð liann að
duga, úr þessum bardaga varð ekki flú-
ið, og undir kröftum hans og ratvísi var
líf þeirra allra komið. Hann treysti sér
til að finna eyjuna og hann treysti Guði
og bátnum sínum. Það var aðeins að
finna lendinguna og þar mátti svo litlu
muna, því að skerin voru beggja megiu
við innsiglinguna og hún aðeins ein, beint
fram undan bænum hans. Og þegar inn
á voginn var komið, var hlé fyrir öllum
vindum. Heirna í litla bænum beið kon-
an með litlu stúlkunni sinni. Hún hafði
nóg að gera, hún var að hreinsa til 1
174
VORIÐ