Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 31

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 31
bænum og svo þurfti hún að sinna skepn- unum, en nú var komið langt fram á kvöld og hún settist inn á rúmið sitt með prjónana sína. Litla stúlkan var sofnuð og hún sat í myrkrinu, til þess að spara olíuna; liún var nærri búin, en Sveinn ffitlaði að koma með olíu, en hún bjóst ekki við honum fyrr en á morgun. Hún Vissi, að í mörgu var að snúast hjá sum- um af þeim, sem með honum höfðu farið, og dagurinn var svo stuttur. Allt í einu vaknaði litla stúlkan og reis upp í rúminu. „Mamma, mamma“, brópaði hún, „kveiktu fljótt lj ós, það er engill að koma til mín kveiktu, kveiktu“, °g litla stúlkan fór að gráta, af því að benni fannst mamma ekki nógu fljót að uá í týruna og kveikja, og þegar mamma setti týruna á borðið, sagði hfin: „Nei, settu það út í gluggann, svo að engillinn sJái það og rati til mín, en mamma, hef- urðu ekki meira ljós 1 Kveiktu heldur á lampanum“. „Það get ég ekki, elskan uun, lampinn er þurr og ég á enga olíu, uema þá, sem er á týrunni“, sagði uiamma, en litla stúlkan fór að gráta. uMamma, mamma, hjálpaðu mér, kveiktu ineira ljós. Engillinn sér ekki svona lítið Ijós, mamma góða, áttu ekkert, sem þú getur kveikt á?“ Mamma var orðin Iirædd við ákafann 1 litlu telpunni. Hún hélt, að henni væri uÓ versna. Hún stóð upp og fór ofan í bistuna sína og eftir dálitla leit tók hún UPP stórt, og fallegt kerti. „Sjáðu, elsk- uu mín“, sagði hún, „ég ætla að kveikja a l'essu kerti og setja það út í gluggann, l’á hlýtur engillinn að sjá ljósið og þá bemur hann til þín og svo skal ég líka Segja þér sögu einmitt um þetta kerti, ef þú verður góð stúlka og leggst nið- Ur • Mamma leit út um gluggann um leið og hún setti kertið þar. Allt kvöldið hafði verið stormur og kafald og var kominn nokkur snjór, en nú var að stytta upp. Svo settist hún á rúmstokkinn og horfði á kertaljósið. „Ætlarðu að segja mér söguna, mamma mín“, sagði litla stúlkan, liún var nú orðin rólegri. „Hún er nú ekki löng. Eg var lítið eldri en þú ert núna, aðeins 9 ára, þeg- ar ég varð að fara lieiman að, frá henni mömmu minni. Yið vorum mörg systkin- in, en pabbi og mamma fátæk. Ég var lánuð til snúninga hjónum, sem bjuggu í næstu sveit. Þau voru ekki slæm við mig og enginn á bænum, en eiginlega skipti enginn sér npitt af mér, nema til þess að senda mig eitthvað eða segja mér eittlivert verk. Æ, livað mér leidd- ist og hvað mig langaði lieim til mömmu, pabba og systkina. Ég held, að ég hafi aldrei sofnað ógrátandi. Svona leið nú samt sumarið og haustið og jólin voru að nálgast. Mig langaði svo mikið til að fá að fara heim um jólin, en ég þorði ekki að hiðja um það. Svo á Þorláks- messu kom maður af næsta bæ og bar böggul til mín. Ég vissi, að hann var frá mömmu, enginn annar sendi mér böggul og ég ætlaði ekki að opna hann fyrr en á aðfangadagskvöldið, en um kvöldið sofnaði ég ekki grátandi, því að ég var með höggulinn í fanginu, og svo kvöldið eftir, þegar ég opnaði hann, voru í honum bryddir sauðskinnsskór og sokk- ar, og svo einmitt þetta kerti og bréf frá mömmu. Eg gat stafað mig fram úr því, og ég man liún sagði: „Þú mátt muna það, elskan mín, að pabbi og mamma elska þig, og svo er líka einn enn, sem elskar þig, og hann er allt af vakandi og verndar þig, það Vorið 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.