Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 56
„Viljið þér ekki gera svo vel að akýra þetta
nánar?“ spurði majórinn.
„Þetta er ákaflega einfalt mál,“ mælti Paga-
nel. „Ég kef vaðið í villu í þessu efni, ég hef
lifað í falskri trú, eins og þér, þar til nýrri
hugsun laust eins og eldingu niður í huga minn,
er ég heyrði Ástralíu nefnda.“
„Hvað?. . . “ mælti Glenvan. „Þér haldið
því fram, að Henry Grant. . . ?“
„Ég fullyrði/ ‘ mælti Paganel, „að orðið
„austral", sem kemur fyrir í skeytinu, er ekki
neitt sjálfstætt orð, eins og við héldum, heldur
orðið Australien“ (Ástralía).
„Þetta er athyglisvert,“ mælti majórinn.
„Hvernig/1 hélt Glenvan áf ram með tor-
tryggnissvip, „vogið þér yður með þetta blað
í hendinni að halda því fram, að „Britannia"
hafi strandað við strendur Ástralíu?"
„Ég er sannfærður um það,“ mælti prófess-
orinn.
„í Sannleika sagt,“ hélt Glenvan áfram,
„verð ég að segja, að þessi fullyrðing yðar
kemur mér mjög á óvart.“
„Hvers vegna?" spurði Paganel.
„Vegna þess, að þegar þér fulllyrðið, að orð
þetta beri að lesa sem Australíu, verðið þér að
hafa það í huga, að þarna er einnig minnzt á
Indíána, en ég hef ekki lieyrt, að þeir byggðu
þá heimsálfu.“
Paganel lét sér hvergi bregða. Hann bjóst
auðsjáanlega við þessari athugasemd og mælti
brosandi:
„Kæri Glenvan, þér skuluð ekki vera svo
sigurvissir. Ég slæ yður algerlega af laginu.
Það er hvergi minnzt á neina Indíána í þessu
margumtalaða skevti, eins og það er heldur
hvergi minnzt á Patagoníu. Orðbrotið „indi' ‘
merkir ekki Indíáni, heldur „indigenes' ‘, sem
þýðir innborinn. Og þér ætlið þó ekki að halda
því fram, að engir innbornir menn séu í Ástra-
líu?“
Glenvan starði á Paganel orðlaus af undrun.
„Ágætt, Paganel,“ hrópaði majórinn.
„Fallizt þér á þessa skoðun mína, herra
greifi ?‘ ‘
„Já,“ svaraði Glenvan, „ef þér sannfærið
mig um, að orðið „gonie“ geti merkt eitthvað
annað en Patagonía."
„Já, það er auðvelt. „Agonie“ þýðir skelfing
eða dauðans angist. Annars hefur þetta orð
enga úrslitaþýðingu, og ég legg það ekki á
200
mig að vera að brjóta heilann um merkingu
þess. Aðalatriðið er, að orðið „austral" merkir
Ástralía, og það lítur út fyrir, að við liöfum
verið haldnir einhverri blindu, er við sáum
þetta ekki þegar í byrjun. Ef þessi rangi skiln-
ingur hefði ekki þegar legið fyrir, er skjalið
kom í mínar hendur, hefði ég aldrei fallizt á
þessa túlkun.“
Þrefalt húrrahróp kvað við, þegar Paganel
hafði mælt þessi síðustu orð. Á eftir þeim komu
hamingjuóskir og fagnaðarlæti. Austin, háset-
arnir báðir og þó umfram allt Eóbert kepptust
um að heiðra hinn lærða prófessor. Og jafnvel
Glenvan var að gefa upp alla vörn fyrir rökum
landfræðingsins.
„Mig langar aðeins til að bæta enn við þetta
einu orði, elskulegi prófessor, og það verður
væntanlega mitt síðasta orð, áður en ég beygi
mig fyrir skarpskyggni yðar og lærdómi.“
„Gerið svo vel, greifi.“
„Hvernig raðið þér orðum skeytisins saman
eftir þessum nýja skilningi yðar, og hvaða
heildarhugsun fáið þér út úr nefndu skeyti?“
„Það er mjög fljótlegt að skýra frá þv'i
herra greifi,“ mælti Paganel, um leið og hann
rétti greifanum blaðið, sem hafði verið skoðað
og lesið með slíkri athygli og áliyggjum.
Nú ríkti djúp þögn nokkra stund, mcðan
Paganel hugsaði sig um. Hann fylgdi línunum
með fingrunum orð fyrir orð, on að því búnu
las hann:
„ . . . Hinn 7. júní 1862 rak þrísigluna
„Britannia' ‘ . . . ja, við gætum sett þarna
„tvo eða þrjá daga“, eða „miklar skelfingar'S
það skiptir engu máli ... „á land á strönd
Ástralíu. Tveir liásetar og skipstjórinn reyndu
að komast í land“ . . . eða „komust í land á
meginlandinu, þar sem grimmir, innbornir
menn tóku þá höndum.' ‘ Því næst hafa t,cir
varpað flöskunni í sjóinn o. s. frv. Er þetta
nægilega ljóst?“
„Þetta er rétt, svo framarlega sem rétt er að
tala um meginland Ástralíu, sem í raun og veru
er eyja,“ mælti Glenvan.
„Má ég vekja athygli yðar á því, kæri
greifi,“ mælti Paganel, „að lærðustu land-
fræðingum hefur komið saman um að nefna
þessa miklu eyju meginland Ástralíu."
„Jæja, vinir rnínir," sagði Glenvan, „þá er
það aðeins eitt, sem ég á ósagt: „Við siglum
VORIP