Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 4
52
6 JARMÍ.
meballagi, en þar á móti var hann af-
arbráðlyndur og reiddist oft illa. Hann
var líka drambsamur í meira lagi og
kom það eigi sjaldan niður á undir-
mönnum hans.
Hann átti eina dóttur, og var hún
17 ára, þegar saga þessi gerðist. Kona
hans dó að þessari dóttur, og hafði
systir hans „Berta frænka", sem hún
var kölluð, staðið fyrir búi hans síðan.
Þessi systir hans leit miklu meira á
sig en hann hafði gert og lifði í fögr-
umdraumumum hðnatímann, en hugsaði
minna um framtíðina. Hún gat sér-
staklega aldrei gleymt því, aðhúnhafði
alist upp með heldra fólki um alllangt
skeið af æskuárunum. Endurminning-
arnar frá þeim tíma svifu eins og gull-
ský á draumahimni hennar og hún
notaði hvert tækifæri, sem henni gafst
til að rifja þær upp fyrir sór; og hún
gerði það nú reyndar oft, þó ekkert
sérstakt tilefni væri til þess.
Jafnframt þessu þóttist hún vera
komin á snoðir um, að hún væri af
aðalsbergi brotin, langfeðgatal hennar
mætti jafnvel rekja fram í miðaldirnar
til þýzkrar furstaættar. Það var reynd-
ar ekki hægt að færa neinar sannanir
fyrir því, enn sem komið var, því að
inn í ættartöluna vantaði marga liði;
en samt sem áður var hún sannfærð
um það með sjálfri sér, að þetta væri
nú svona.
Mikið hafði hún haft fyrir þvi, að
leita uppi þessa ættliði, sem hana vant-
aði; en það kom fyrir ekki, enn sem
komið var, en hún lifði samt í voninni
um það, og í þeirri von hélt hún leit-
inni áfram með óþreytandi elju. Henni
lét ekkert, eins vel og að rýna í gamlar
ættartölur og handrit, og fékk hún þau
ýmist að láni eða keypti þau.
Ilún sat nú einmitt inni í dagstof-
unni sinni og var að lesa gamalt hand-
rit, frá dögum Friðriks II. Danmerkur-
konungs; henni hafði verið sent það frá
herragarði nokkrum á Sjálandi. Dag-
stofan hennar var við hliðina á skrif-
stofu Lúðvígs.
Það var auðséð, að bréflð sem Lúð-
vík Vind var að lesa, var að einhverju
leyti eftirtektarvert, því að hann var
altaf að ræskja sig og tauta eitthvað
fyrir munni sér, á meðan hann var að
lesa það. Af því mátti sjá, að hann var
hálfhissa á brófseíninu.
„Aldrei hef ég nú þekt aðra eins
heimsku og þetta — nú — nú — þarna
kom það, — einmitt það — þetta var
dáfalleg uppgötvun — Berta!“
„Já, hvað er nú“, svaraði Berta í
dagstofunni, afar mjóróma.
„Berta“, grenjaði Lúðvig Vind, svo
að undirtók í öilu húsinu.
„Já—já, já—já — ég kem, hvað
gengur á?“
„Berta! komdu undir eins“.
„Já—já, kallaðu ekki svona óskóp
hált, þú ættir þó að vita, að ég er ekki
heyrnarlaus. Hana, nú er ég kornin".
Berta stóð í dyrunum. Ilún var
elliieg, grannvaxin, hrokkinhærð og
höfuðbúnaðurinn fornfálegur. Quil-
spanga-gleraugu, greypt perJumóður,
hengu niður með hliðinni á henni.
„Berta, komdu hingað, þá skal églofa
þér að heyra dálítið skrítið".
Gamla konan settist, á hægindastólinn
heldur en ekki forvitin og setti upp
gleraugun og starði á bróður sinn.
„Hvað er um að vera hjá þér, Lúðvig,
þú gerðir mig dauðhrædda?"
„Á, gerði ég það? Já, satt að segja
er ég hálf-smeykur sjálfur. Heldurðu
að þú getir gizkað á, hvað bann Har-
aldur heflr skrifað mér?“
„Hann Haraldur? Það er þó vænti
óg ekki eitthvað í ó efni með hana
Jenny enn á ný — eða verzlunina?"
„Nei, bara það væri nú það — ligg-
ur mér við að segja — íyrirgefðu — nei,
það er miklu verra. — Það er okkur
háðum viðkomandi, Berta, þér og mér,