Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 6

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 6
54 BJ ARMI. verðum óhæfir til að leiða þá til Krists, sem utan safnaðarins ern. Gefum gaum að þessu! Og hvers vegna skyldu lærisveinar Ivrists eigi vera allir eitt. Hvað get- ur þeim borið á rnilli? Þar sem þeir þó eru »einn líkami og einn andi«, allir kallaðir lil sömu vonar og »einn er drottinn«, ein trú, ein skirn, einn guð og faðir allra, sem er yfir öllu, um alt og í öllu, eins og postulinn segir (Efes. 4, 4—fi). Postulinn gefur oss í skyu með undanfarandi orðum orsakirnar til sundurlyndisins með þessari áminn- ing: »IIegðið yður, eins og hæíir þeirri köllun, sem þér eruð kallaðir, með mesla líiillœti, Iwgvœrð og um- burðarlyndi, að þér umberið hver annan í kœrleika og lcappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarinse. Það er þetta, sem vér hljótum að vanrœkja meira eða minna, þegar sundrung verður vor á meðal. Oss skortir iítillæti, þykjumst vera hver öðrum meiri, oss vantar hógværð, getum eigi þolað að lítið tillit sé til vor tekið, og brestur kærleika lil að leiðbeina hver öðrum, eins og sannir hræður, vísum heldur bróðurvorum frá kristilegu starti, heldur en að vér styðjum hann og styrkjum mcð kærleika til að halda því og brjót- um oft samíæringu hans á Jiak aft- ur með valdi, og látum hann þjóna vorri sannfæringu, — þá er band frið- arins slilið, einnig andans rofin. — Og þetta getur átt sér stað, »þó vér höfum einn drottinn og eina trú«. Lærisveinar Krists geta orðið mis- sáttir út af þvi einu, hvernig þeir skuli vinna að eflingu guðs rikis, af þvi að þá brestur kærleika til að leiðbeina hver öðrum með hógværð og lítillæti til að vera hver annars þjónn. Fari einhver af bræðrum vorum vilt í starfsaðferð sinni, að þvi er oss virðist, þá megum vér, aldrei neyða liann með valdi til þess að hafa hið sama vinnulag ogvér, held- ur laða hann til þess með kærleika. Og um íram all verðum vér J>á að íhuga það vandlega, hvort oss skjátlast eigi sjálfum í aðferð þeirri, sem oss sýnist réttust vera. Aldrei má hrapa að þessu, því vér vinnum sjálfum oss og málefni kristindóms- ins ómetanlegt tjón með allri sundr- ung. Kristur vegsamast ekki og vér verðum óhæíir til að leiða aðra menn til Iírists. Hvað er meira tjón en það? Hólabyskup. Ræöa llutl a alpingi °/3 ’O!) af <1r. Jóni Porkelssgni. Nii held ég, að ég megi búast við því, að einliverjir menn, sem orð mín heyra í dag, kunni að súpa hveljur eða taka andköf, þegar svo djúpt er tekið ár í sjó, að þeim gelur að heyra talað um það, að stofna eigi nýtt byskupsdæmi, er kosta eigi á ári landið 4000 kr., þó að ekki sé ællast til, að til þessa sé tekið fyrri en næst verða byskupaskifti hér á landi og það enda þótt verja eigi fé þessu lil eflingar sjálfstæði, sóma og dýrð guðs- kyrkju hér á landi voru. Það situr nú að vísu ekki á mér að ganga hér fram fyrir skjöldu, berj- asl einn fyrir sæmdarauka kristninn- ar á Iandi hér, úr því þeir hávirðu- legu »prelátar«, sem með mér voru í nefndinni um varabyskupinn, treystu sér ekki lil að fylgja mér, né hötðu djörfung til að hefja nú með mér upp merki hins forna Hólastóls. En ég fæ þó eigi að mér gert, úr því ég varð við mál þetta riðinn, fæ elcki

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.