Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1919, Síða 6

Bjarmi - 01.05.1919, Síða 6
70 BJARMl Altaf á þetta að vera í huga henn- ar: »Það er Drottinn, sem sendir mig«. En um leið og hún minnist þess, hver hefir sent hana, þá hrokast hún ekki upp, en auðmýkist, því að hún finnur til þess með sorg, hve lítið er um einingu. Það vantar svo mikið á einingu. Skiftist ekki kirkjan í ýmsar deildir, og hver deild aftur í marga smærri flokka? Á þelta er oft bent, og menn hafa marga dóma á reiðum höndum. En Ickum ekki augunum fyrir því, að þrátt fyrir alt er samt eining, sú eining kemur fram, er hinir kristnu mæta sameiginlegum á- rásum vantrúarinnar, þá taka iúterslcir og kaþólskir, reformertir og metheo- distar eftir því, að allir kristnir trúarflokkar byggja á sameiginlegum grundvelli, sem heitir Jesús Kristur. Þá sjá menn meir en aðgreining og sundurlyndi, þeir sjá, að skifting- in í deildir er um leið verkaskifting. í stórri byggingu eru mörg herbergi, menn skifta með sjer verkum, eru hver við sína slarfsgrein á ákveðnum stað. í*að er oft nauðsynlegt vegna starfsins, að allir starfi ekki í sama salnum. En þegar þeir svo mætast úti á ganginum, þurfa þeir ekki að rjúka hver á annan með deilum, þá eiga þeir að mætast sem bræður, sem tala um sín sameiginlegu áhuga- mál, og þeir gjöra það, sem betur fer, oft; þó að þeir skifti sjer niður i herbergin, geta þeir haft sameiginlegl herbergi, þar sem þeir lofsyngja Guði. Hver er grundvöllur hinnar sönnu einingar? Það er Jesús Kristur, hinn krossfesti og upprisni. Enginn getur annan grundvöll lagt. »Hann er orð- inn oss vísdómur frá Guði, bæði rjettlæti, helgun og endurlausn«. Þetta er kristindómur postulans. Og hvar sem slíkur kristindómur er, þar á að vera eining og andleg samvinna. Jesús bað fyrir slíkri einingu. »Jeg bið ekki einungis fyrir þess- um, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra, allir eiga þeir að vera eitt, eins og þú, faðir, erl í mjer og jeg í þjer, eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimur- ipn skuli trúa, að þú hafir sent mig«. — Þetta er grundvölíur og markmið einingarinnar. Eitt i Jesú Kristi, það er grundvöllurinn. En maikmiðið, að heimurinn trúi að Guð hafi senl Jesúm, til þess að frelsa sálir vorar. Þá verður um einingu og sam- vinnu að ræða. Þá vil jeg inæta öðr- um á þessum grundvelli, þó að margl beri á milli i skoðunum og lundar- fari. Játum, hve mikið oss vantar, hve litið þarf til þess að sundurdreifa. Munum, að allir kristnir eiga að vera eitt. Byrjum hjer. Störfum í einingu innan kristinnar kirkju, sem bræður og systur, svo að heimurinn sjái afl kristindómsins. Verum í kirkju Krists, ekki af sjálfbyrgingsskap, heldur af auðmýkt. Þessi dagur á erindi til kirkjunnar. En hann á einnig um leið erindi til vorrar eigin sálar. Vjer þurfum á þeirri auðmýkt að halda, sem segir: »Sjá, jeg er ambátt Drottins«. Auðmýktin á að haldast í hendur við gleðina. Iljá oss er fjársjóður í brothættu leirkeri, og gleðinni líður best í sambúð við auðipýktina. Æfi margra líkist hinu brothætla leirkeri, sjúkdómar, sorg og vonbrigði sækja manninn heim. En fjársjóður veitisl hinum mæddu, þegar sál þeirra seg- ir: Sjá, jeg er ambátt Droltins. Ekki ambátt hins blinda lögmáls, heldur Drotlins, sem alt gjörir vel. Hann leggur ekki þyngri byrði á oss en hann sjer oss fært að^ bera. Föstu- þrautin getur mætt oss, og hún hefir

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.