Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1919, Side 16

Bjarmi - 01.05.1919, Side 16
• 80 B JARMI Sálgæsla og alt trúmálastarf presta utan kirkju var honum ókunnugt og »óparft«, og »ósennilegt« að messur fjölguðu. Vilji því prestar i alvöru fá fjárveit- ingarvald þjóðarjnnar til að bæta launa- kjörin — og það er ólíklegt að þeim sje það ekki alvörumál, — þá veitir þeim ekki af að sannfæra »háttvirta kjósendur« um að þeim s eeinnigalvaraaðstarfaaðtrú- máluin fleiri daga ársins en messudagana. Annars kynni svo að fara fyr en varir, að kirkjumálastefna íslenskra kjósenda yrði ekki ósvipuð stefnu Bolsjevika Helgidagaspjöll. Tíminn vítti um daginn í röggsamlegri grein það hneyksli, að stúdentar í Reykjavik skyldu halda dansleik á þriðjudaginn í »kyrru vikunni«, og benti jafnframt á hvað sívaxandi helgidagavinna væri óhæf bæði frá kirkju- legu, heilbrigðislegu og heimilisræknar sjónariniði. Litlu síðar (22. f. m.) skrifar Ól. B. Björnsson Ákranesi, skorinorða umkvörtun út af ferðaáætlun gufubátsins »Skjaldar«, er annaðist flutninga milli Reykjavíkur og Borgarness í velur sem leið. Af 14 áætlunarferöum á hann 7 sinn- um að fara og koma á helgum dögum og sjálfir páskadagarnir þar meðtaldir. Hann segir meðal annars: »Mjer finst það átakanlega leiðinlegt, og mjög svo skammarlegt, hvað virðingar- leysi fyrir lielgidagahaldi er á háu stigi lijá þjóðinni, þvi sú þjóð sem í anda og sannleika er ekki kristnari en það að hún notar hvern helgan dag sem virkan, er alls eigi á þeirri braut að geta, svó vel fari, stjórnað sjer sjálf«. Pví miður er þessi lotningarskortur gamall orðinn sumstaðar í landinu. T. d. mörg ár siðan að dansleikur var haldinn á sjálfan föstudaginn langa í kauptúni á Austfjörðum. Sagt er að sumir nýmæla- menn eða uppskafningar vilji sýna í verki, fyrirlitningu sína á »kirkjutrúnni«, með því að stofna til einhvers »gleðskapr ar« þann dag. Sjálfur fór jeg um norðlenska sveit rjett hjá kaupstað á sunnudegi fyrir fáum árum og sá þar fólk á ellefu stöðum við ýms heyskaparstörf, enda þótt alveg væri þurklaust. Nágrannaprestur, sem jeg mintist á þetta við, sagði: »Furðaðu þig ekki á þvi. Flesta virka daga er þetta fólk í ýmsu kaupstaðar- snatti, — og einhvern tima verður það að bjarga sjer«. En þótt mammonshyggja eða skemt- anafýsn beri trúarþörf ofurliða, ættu menn að muna að líkamskröftum veitir ekki af reglubundnuin hvildardögum, og heimilisgleðin verður fátækleg þar sem helgidagahald er að mestu horfið. — Og þótt Drottinn hvildardagsins sje ríkur að langlundargeði, sýnir reynsla einstaklinga og heilla þjóða, að Drottinn lætur ekki að sjer hæða til lengdar, og syndin er ekki að eins þjóðanna skömm, — hún hefir verið — og verður þjóðanna glötun. Frá Finnlandi. Finskur prestur skrifar ritstjóra Bjarma 21. jan. í vetur meðal annars: »Jag hiilsar Eder hjiirtligt frán várt lilla land bakom stora vattan . . . . . . Nú er ófriðurinn úti. Guði sje lof. Pað var erfiður limi. En Guð hjálpaði oss. Nú eru bræður vorir í Eistlandi i sömu erfiðleikunum og vorir hraustu piltar eru að berjast þar fyrir menningu og manngildi. Guð hjálpi þeim. Bænir vorar og hugsanir eru hjá þeim. Rað eru annars undarlegir tímar nú. — Oss skilst betur en áður, hið mikla likingamál Opinberunarbókarinnar, um riki Guðs og ríki veraldar. (Opinb. 13.) Vjer sjáum rikið, sem sært var sem til ólífis, hljóta græðslu, og halda sama villudýrseðli sem gömlu ríkin. (Opinb. 13.3.) Bolsjevikastefnan sýnir að hún er enn verri en alt annaö stjórnarfar, hún virð- ist jafnvel »skara fram úr« Jesúita stjórn- aríari forðum daga. Guð gefi oss nú augu, sem Guðs andi hefir opnað, að vjer getum greint hvað er frá Guði og hvað er frá heiminum . . . . . Gud vare mcd Eder och över- skygge- Eder lilla Sagornas Ö darborte«. Kaupendur Bjarma fjær og nær sem kynnu að flytja sig búferlum í vor, eru bcðnir að muna eftir að láta afgreiðsluna vita um það sem fyrst, og sömuleiðis þarf afgreiðslan að fá að vita ef áritun ein- hvers kaupanda er ekki rjett. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.