Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 3
BJARMI 155 ur vel, þrátt fyrir öll dýrtiðar-útgjöld. í fyrra vetur voru nemendur lians 63, 36 piltar og 27 stúlkur. — Kennarar skólans komandi vetur eru þrír. Sra Runólfur Marteinsson skólastjóri, kennir kristin fræði og islensku, ungfrú Salome Halldórsson, kennir tungumál og ungfrú May Anderson, kennari i stærðfræði og náttúruvís- indum. Safnaðafólkið greiðir megin- hluta kostnaðarins með frjálsum gjöf- um, og nú er verið að safna í hús- byggingarsjóð. Árni Jónsson frá Mo- zart lofaði t. d. að gefa I þann sjóð 500 dollara, ef 9 aðrir legðu til ann- að eins fyrir næstu áramót. Gamalmannahælið, Betel á Gimli, sem skipað er tómum íslenskum gamalmennum, er óskabarn allra góðra manna, og fær stuðning úr ýmsum áttum. Prestaskortur er enn tilfinnanlegur, og enginn íslenskur námsmaður að búa sig undir prestsstöðu. Er það raunalegur voltur þess, að prests- staðan sje ekki eftirsóknarverð í aug- utn ungra manna, og veldur því sjálfsagt fleira en slæm launakjör. frúmála-áhugi unga fólksins er yíir- leitt sorglega lítill, en þó samt svo Onikill skilningur og virðing fyrir kristindómi, að flestir vita, að áhuga- íausir menn eiga ekkert erindi í prests- stöðu, — þólt þeir kynnu að geta flutt sæmileg erindi um siðferðismál. Von hvað samt vera um að sra Carl Olson, sem gerðist Metódista-prestur, gangi aftur i kirkjufjelagið, og bætist Þá við góður starfsmaður. Ágreiningsinálin við söfnuði þá er tylgdu sra Friðrik Bergmann hvíla S1g að mestu leyti, en ekkert befir Þó orðið af, að neinn þeirra safnaða Sengi í kirkjufjelagið, veldur þvi vafa- laust talsvert tortrygni frá baráttu- árunuuj. Sra Páll Sigurðsson, áður í Bolungarvík, er eini prestur þessara safnaða. Heyrst hefir, að von sje á sra Rögnvaldi Pjeturssyni, únítara-presti í Winnipeg, til að fá tvo »únítara- presta« hjeðan frá íslandi. Vegna Tjaldbúðar málaferlanna hafði hann samt ekki gétað komið þvi við í sumar sem leið. Nú hefir yfirdómur nýlega gert út um það mál. Slaðfesti hann undirdóminn, og dæmdi Tjald- búðarkirkju þeim safnaðarlilutanum, sem hallast að kirkjufjelaginu en frá Úniturum. Má þvi ætla, að sá söfn- uður renni saman við kirkjufjelagið, en samt eru eftir 8 söfnuðir, sem gengu úr kirkjufjelaginu fyrir 10 ár- um, og munu sjerstaklega þeir söfn- uðir, sem sra Jakob Krislinsson þjón- aði, búast við að fá prest frá íslandi. Iiristniboða kirkjufjelagsins, sra Óctavíus Thorlákssyni, blessast vel kristniboðið í Japan; leggur kirkju- félagið bonum 1000 dollara árlega, en sameinaða lúlerska kirkjan bitt. Annar Ameríku-íslendingur, A. M. Loflsson, er orðinn krislniboði. Hann kom á kirkjuþingið á leið sinni til Kína, þar sem hann ætlar að starfa á vegum ensk-ameríkansks fjelags. Enn fremur er ung stúlka úr Reykjavík í kristniboðsskóla í New- York. Hún heitir Margrjet, og er dóllir Jóns Sveinssonar og Bergljótar Guðmundsdóttur, sem lengi bjuggu í Gróubæ í Reykjavík. Hún fór til Vesturheims fyrir nokkrum árum og kyntist trúuðu fólki þarlendu, sem styður hana til náms. Skrifari kirkjufjelagsins, sra Frið- rik Hallgrímsson, birlir stutla saman- burðarskýrslu yfir hag fjelagsins síð- ustu 10 árin. 1909 1919 Tala safnaða . . 39 62 Fólksfjöldi . . . 5297 7479

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.