Bjarmi - 15.10.1920, Qupperneq 5
BJARMI
157
Það er gamall orðskviður, að »þar
sem Drottinn byggir kirkju, reisi Sat-
an sjer »kapellu« um leið«.
Og andatrúin er einmitt sú »kap-
ella«, Satans sem hjer er um að ræða.
Menn þrá að vita, hvort nokkurt
líf sje til eftir þetta og hvort þeir
geti fengið að sjá ástvini sína aftur.
Þessari þrá fullnægir andatrúin
fyllilega fyrir þá sem treysta önd-
unum.
Og svo er hún svo blessunarlega
væg og mannúðleg í sjer. Hún kennir,
að vegirnir til himins sjeu jafnmargir
og mennirnir. Þar er enginn ræningi
i nokkrum skógi, engin Satan, eng-
in glötun. Og þá stendur á sama
hver gatan er gengin til himins. Þá
gengur hver þá götuna, sem honum
er hægust, því að allir þiggja ljett-
fellið.
Það eru nú alls eigi skrípamyndir
andatrúarinnar, sem jeg er hjer um
að tala, hvorki höggin, sem andarnir
láta dynja eða lilgangslaus borðdans
nje hjegómlegar andasæringar.
Nei, jeg trúi því fastlega, að á bak
við þessa trú felist sterk andleg öfl,
er gægjast út í miðlafarganinu, þegar
bjúpurinn er dreginn af þeim; og
eitthvað svipað má finna í æðistryll-
ingi ýmsra trúarvinglsmanna innan
kirkjunnar.
Og jeg trúi því jafnframt fastlega,
að þessir kraftar, sem hjer er um að
ræða, sjeu myrkravöld, Satans anda-
her, eða jafnvel Satan sjálfur í ljóss-
engils líki (2. Kor. 11,14) og þá er
hann ávalt hættulegastur.
Og sannanirnar fyrir þessari slað-
hæfingu og sannfæringu minni, finn
jeg ekki að eins í því, að andatrúin
lekur svo »vægt« á öllu og gjörir
hverjum manni göluna til himins
greiðfæra og hæga, heldur framar öllu
öðru í þvi, að hún afneitar friðþæg-
ingardauða Krists á krossinum. Sú
afneitun er tilraunin gamla af Satans
hálfu til þess að hann fái numið
dýrðarljómann af höfði Drottins Jesú,
til þess að himin sá, sem mennirnir
þykjast hafa höndum tekið án Krists,
skuli reynast þeim »hverful hylling
og hugarburður manns«.
Það er krossinn, sem um er bar-
ist. Þú getur ekki með nokkru móti
fengið öndunga til að »krjúpa Jesú
krossi hjá«. Þeir geta eigi tilbeðið
hann, sem lambið Guðs, sem ber
synd heimsins. En með því votta
þeir berlega, að það eru myrkravöld,
sem skapa andatrúna. Hún er ambátt
Satans til að villa menn og blekkja.
Ó, hve jeg vildi, að mönnum gæti
skilist þettal B. J. ísl.
f— " - ■ ^
Heimilið.
Deild þessn annast GuOrún L&rusdóttlr,
VS ... —-o
Hvar er bróðir þinn?
Saga eftir Guðrúnii Lárusdóllur.
I.
Hjá prestinum.
Loksins birti í lofti svo að sá til
sólar; hún hafði verið hulin óveðurs-
skýjum vikum saman. En jafnframt
frysti, og jörðin varð brátt hulin ísa-
lögum, sem gjörði mönnum erfitt
fyrir að mörgu leyti. Gamla fólkið,
sem var að staulast um götur bæj-
arins fjekk að kenna á því. Það var
ekki trúlt um að sumir sem yngri
voru og hugsunarlillir hentu gaman
að göngulagi þess á fljúgandi hálk-
unni.
Tveir ungir menn gengu leiðar
sinnar fram hjá konu einni, sem með
veikum burðum fetaði götuna hægt
og varlega.