Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.10.1920, Side 8

Bjarmi - 15.10.1920, Side 8
160 BJARMI urinn og nú var rödd hans hörð og köld. »Jeg heíi litil kynni haft af móður minni. En viðvíkjandi erindi minu, er það að segja, að gömul kona liggur i sjúkrahúsinu og bíður yðar með óþreyju, jeg gæti vel trúað því að hún ætti ekki langt eftir. Hún datt i dag á hálkunni og meiddist mikið.« »Jeg skal minnast þess, og reyna til að hafa upp á henni, þótt upplýs- ingarnar sjeuj ekki sem gleggstar«, sagði presturinn. »Og svo ungi vinur minn, eitt orð að skilnaði. Við för- um öll hvert sína leið og eigum öll okkar eigin sögu, og þurfum öll að fá Jesúm Krist fyrir leiðtoga og lausnara«. Honum lá við að hrista af sjer höndina, sem presturinn studdi á öxl hans, á meðan hann sagði þetta, samt gjörði hann það ekki, en sat rjóður og niðurlúlur í sæti sínu og handljek húfuna sina í ákafa. »Það er vani minn, þegar ungur maður verður á vegi mínum, að benda honum á þann leiðtoga, hinn eina, sem getur varðveitt og slutt gegn synd og sorgum. Hvert erindi eigum við prestar annað við fólkið? Sjá Guðs lambið, sem burt ber heims- ins synda. f*að varð þögn um hríð. Þá stóð gesturinn á fætur og bjóst til að kveðja prestinn. Og hvað heitið þjer, vinur minn?« spurði hann. »Jeg heiti — jeg heiti — Brandur«. Það var hálfgjört fát á honum. »Og eigið heima hjer í bænum ?« »Nei«. »Og ókunnugur hjer, er ekki svo?« »Ojú, fremur er það nú«. »Yður er velkomið að hitta mig að máli í annað sinn, Brandur minn. Ætlið þjer að muna það?« Presturinn rjelli lionum hönd, sem var bæði hlý og mjúk. »Þakka yður fyrir, en jeg kem sjaldan til — til heldra fólks«, sagði pilturinn stamandi. »Heldra fólk!« Presturinn brosti. »En við erum bræður, drengur minn, og oft getur eldri bróðir leiðbeint yngri bræðrum sínum«. Piltinum varð algjörlega orðfall. »Verið þjer sælir«, sagði hann loksins, og tók fast utan um hönd prestsins, »þjer hafið verið altof góð- ur og — og alúðlegur við mig----------- jeg — jeg er ekkert góður drengur«, bætti hann við í lágum róm og leit niður fyrir sig. Presturinn þrýsti hendi hans og horfði hlýlega í augu lians. Það augnaráð fylgdi honum út á götuna í myrkrið og kuldann, og kveðjuorð prestsins »Guð blessi yður og hjálpi yður, vinur minn«, hljómaði sífelt fyrir eyrum hans. Fjelagi hans var allur á brott. Honum þólti vænt um það, hann hafði því betra næði til hugleiðinga sinna, — — Þessi prestur, það hlaut að vera reglulega góður maður.--------- Hvað ætli hann hefði sagt, ef jeg liefði sagt honum — — —« Bróðir minn! Betur að svo væri. Ef einhver liefði leiðbeint mjer, þá hefði jeg líklega ekki — — — En til hvers er að hugsa um þelta? Jeg! — — Hann hló stutt og kalt. -- — Einkennilegt hver áhrif hann hafði á mig . . . Svona eru víst Guðs- mennirnir, ekki þeir, sem kalla sig það, heldur þeir sein eru það. — — Þeir eiga víst alstaðar bræður, sem þeir leiðbeina og hjálpa. Væru margir menn svona, þá væru sjálfsagt færri þjófar til — og fantar og illþýði — — og þá væri eflaust skemtilegra að lifa. (Frh).

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.