Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.10.1920, Page 13

Bjarmi - 15.10.1920, Page 13
ÍHARMÍ 165 geti notað Ólaf mörgum mönnum til frelsis og eilífrar blessunar, ekki að eins meðal heiðingjanna, lieldur einnig heima fyrir. Pað er mín hyggja, að af íslensku kristniboði muni streyma hlessun Guðs inn yfir landið, með vakningum og aftur- hvarfi margra. Enginn efi er pví, að hið mikla trúarlíf í Noregi nærist hreint ekki lítið af kristniboðinu. Pað fylgir því blessun, að hlýða Guðs orði, bæði andleg og líkamleg. Og Guðs orð segir: »Farið út um allan heim og kunngjörið gleðiboðskapinn allri skepnu«. Minnist þess Guðs fólk. Kristjaníu í seplember. Óskar Sig. Elentínasson. Höfundur ofanskráðrar greinar er al- veg nýkominn heim aftur eftir vetrar- dvöl á bibliuskóla í Kristjaníu, sem hann lætur bið besta af. Ólafur Ólafsson og samlierjar lians eru nú komnir til New-York, dvelja par ár- langt við læknisfræðisnám og fara síðan til Kína. Væri harla æskilegt, að kirkju- fjelagið islcnska í Ameríku sæi sjer fært að bjóða Ólafi að ferðast um meðal safn- aðanna íslensku um tíma næsta vor eða sumar lil að ílytja kristniboðserindi, því hann er bæöi vel máli farinn og harla áhugasamur um öll kristindómsmál. Rilslj. Nýjar bækur. Sögur Breiðablika. Winnipeg 1919. Ólaf- ur S. Tliorgeirsson, ræðismaður íslend- inga og Dana í Manitoba, ætlar að gefa út smámsaman sögur þær er Breiðablik ílutti, og á hann pökk skilið fyrir. Voru pær sögur yfirleitt mjög góðar, eftir fræga höfunda og ílestar prýðilcga pýddar af sra Fr. Bergmann. Fyrsta bókin er um 110 bls., flytur 10 sögur, og er einstaklega eiguieg. Sami útgefandi hefir sent Bjarma 3. fyrstu heftin af tímariti sínu Syrpa. Er Syrpa komin á 8. ár, og fjekk um síðustu áramót nýjan ritsjóra Kapt. Sigtrygg Jón- asson, er fyrir löngu var rilstjóri fyrsta íslenska blaðsins i Anieriku (Framfara) og síðan 7 ár ritstjóri Lögbergs. Syrpa er mánaðarrit, 32 bls. livert hefti og kostar $ 2,50 árgangurinn. Hún flytur sögur og ýmsan fróðleik um menn og málefni, en sneyðir sig hjá deilumálum. Auglýst er að nýir kaupendur geti fengið tímaritið frá upphafi fyrir $ 5,50 og ættu lijerlend lestrarfjelög að liagnýta sjer pað. Utanáskriftin er The Syrpa Publishing Co. 674 Sargent av. Winnipeg, Man. Can. Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelsson- ar í Rvik hefir gefið út í sumar meðal annars: Heilsufrœði eftir Steingrím Matthíasson lækni, 2. útgáfa aukin (um 260 bls.). ágæt bók og pörf að fróðra manna dómi, og Öldur, sjö sögur eftir Benedikt P. Grön- dai, er verður nánar getið síðar. Árin og eilifðin heita nýútkomnar prje- dikanir eftir Har. prófessor Níelsson, (kosta 25 kr. i bandi). Hafa ekki enn verið sendar Bjarma til umsagnar. Bræðralag. Fyrir nokkrum árum var haldinn alþjóðafundur sunnudagaskóia í Jerú- salem. Þegar landstjórinn tyrkneski lieyrði um undirbúninginn og að von væri á 1000 fulltrúum ýmsra krist- inna kirkjudeilda lil fundarins, ljet hann spyrja undirbúningsnefndina hvort hún hjeldi að það væri nóg að hafa 1000 hermenn viðstadda til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar á fundinum! Spurningin stafaði ekki af illkvitni. Landstjóranum var full alvara. Honum var kunnugt um að ólíkir kristnir trúarllokkar þar eystra höfðu oft lent í illdeilum og að í »Grafarkirkjunni« í Jerúsalem varð jafnan að hafa tyrkneskan lierinanna- vörð um páskana til að koma í veg fyrir kandalögmál og vigaferli, er kristnu flokkarnir mættust í kirkj- unni laugardagskvöidið fyrir páska; á »hátíð eldsins lielga«. Því varð hann forviða er svarið var: Engir hermenn, — og hefir líklega dregið saman lið í kyrþey til að vera við öllu búinn. En þegar allir þessir

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.