Bjarmi - 15.10.1920, Side 16
168
BJAkMl
Sorglegt ef satt væri.
Pjóðin er fjelaus.
Stjórnin ráðalaus.
Skuldin botnlaus.
Skattur takmarkalaus.
Stjórnmálin ærulaus.
Löggjöfin hirðulaus.
Löggæslan sjónlaus.
Kirkjan stefnulaus.
Blöðin kærulaus.
Viðskiftin samviskulaus.
Mentunin mállaus.
Góðsemi gagnslaus.
Sparsemi húsnæðislaus.
Eyðslan hóflaus.
Sannleiksást heilsulaus.
Æskan agalaus. «
Aldraður iðjulaus.
Ellin vonlaus.
Alt af því að
veröldin er guðlaus.
(Tekið að nokkru úr þýsku hlaði).
Hvaðanæfa.
^ --------- „ . jj
Heima.
Greinin »Frá einni villu —« í septem-
berblaði Bjarma hefir vakið talsverða
eftirtekt. Tveir prestar hafa þakkaö liana
brjefiega og ýmsir fleiri munnlega. —
Sumir liafa samt reíðst henni. Tveir
kaúpendur, sambýlismenn við guðspek-
inga, hafa hátíðlega lýst yfir brjeflega: »að
þeir skoði sig lausa við blaðið«. En um
20 nýir kaupendur í Rvík komu í staðinn
i sömu viku. Síra Jakob Iíristinsson, for-
maður guðspekisfjelagsins, skrifaði langa
grein í Tímann gegn þessari grein og
reynir þar sjerstaklega að hrekja það.
sem vjer sögðum ekki. Er það gömul að-
ferð og liandhæg, en ekki að sama skapi
heilladrjúg gagnvart hugsandi lescndum.
Svar kom frá oss, og aftur frá honum,
en óvíst vjer hirðum um að halda þeim
skrifum áfrain. Pað sannfærir livorugur
annan, og sjónarmiðin eru ólík. því lif-
andi kristindóm skrifar liann með »gæsa-
löppum«. — En þó vjer svörum ekki í
sömu mynt, þegar trúmála andstæðingar
ráðast að oss með persónulegum dylgj-
um og illyrðum, þá þurfa þeir ekki að
hugsa, að með þeirri aðferð geti þeir
hrætt oss — og vonandi fáa aðra, — til
að dylja skoðun vora á trúmálastefnu
þeirra. — Sjálfsagt telja það heldur ekki
allir meðmæli með guðspeki, ef læri-
sveinar hennar geta ekki varið stefnu
sína án þess að koma með persónuleg
ónot eða brigslyrði.
Rilstj. Bjarma.
Prentvilla var í einu erindi sra. G. G. í
siðasta tölublaöi: þið fyrir pótl og er þá:
Hjátrúar- þótt verpið óspart -eggjum,
ekkert þeirra verða mun að fugli.
Erlendis.
Theodor Kaftan, fyrv. biskup í Sles-
vík og góðkunnur rithöfundur skrifar í
þýskt tímar. (Der Allgemeinen Evangelicsh
— luth. Iíirchenzeitung 1919, 4) grein er
heitir »Hreinlæti í kirkjunni«, er þar
þessi kafli:
»Enda þótt byltingarnar miklu í þýsku
föðurlandi voru hafi flutt margan sárs-
aukann með sjer, þá má þó með þakk-
læti við Drottinn heilsa þeirri blessun, að
í stormunum hefir hið aunia ríkiskirkju
fyrirkomulag greinilega og jeg vona fast-
lega lirunið til /ulliuislii í rústir.
Siðferðisleg órjettmæt yfirráð rikisins
yfir evangeliskri kirkju eru hætt, Guð
hefir dæmt þau í þessum stormum. Sorg-
legt er það og tjón að slík bylting skyldi
þurfa að verða til að afnema liið löngu
úrelta ríkiskirkju fyrirkomulag. En úr
því hún er komin, ættum vjer ekki að
láta það spilla fyrir oss hinni siðferðis-
legu ánægju yfir þessum dómi, að svo
margt annaö sem oss var kært og mikils-
vert hefir einnig lirunið í byltingunni«.
Lesendurnir eru beðnir að ihuga, að
maður sá sem svo kaldranalega talar um
ríkiskirkju fyrirkomulagið er enginn litt
reyndur nýgræðingur, heldur kominn yfir
sjötugt, og liefir gegnt biskupsstörfum
nál. 30 ár í þessari ríkiskirkju, sem hann
er að kveðja.
Næsta blrn) 15. nóvember.
Útgefandi Sigurbjörn Á. Gíslason.
PrenUmifl]an Gutenberg,