Bjarmi - 01.04.1921, Blaðsíða 1
BJARMI
E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XV. árg.
Reykjavík, I.—15. apríl L92I.
9,—10. tbl.
Jesús sagði: »Jeg cr nppvisan og lifiðu.
Vjer tignum þig —
Vjer tignum þig með tungu og huga
ó tímans faðir, lífs vors þrá,
vjer heitum því með hreysti að duga
í heimsins solli — og víkja ei frá
því takmarki, sem tilselt er
að trúa og lifa einum þjer. —
()g þegar mæða oss sorgar-sárin
og svellur geð við þraut og grát —
og þegar renna ramm-beisk tárin
og reynsla lífs oss gjörir mát —
vjer fögnum samt með frið i sál
og felum þjer vor hjartans mál.
Og þá oss mætir gleðin góða
með geislabros á heitri brá —
og frelsi’ og gæfa oss faðminn bjóða
og fylling gæða’ oss dvelur hjá. —
Það gleður oss, sem gjöf frá þjer
er gefur æ það hentasl er.
Og þegar vantrú veröld sljórnar
og viskuprjál og glys fær laun,
og þegar náðarfrelsi fórnar
fáklædd sál og blæs í kaun —
gef aftur trú og ástar-yl
sem ætíð varst og verður til.
Og þó að margoft seint oss sækist
á sigurleið að vinna hnoss,
og vantrú oft oss fyrir flækist
og freisting mörg sje þungur kross,
lát sigri ná fyrir sonar blóð
og sálarfrelsi vora þjóð.
Víkka og hækka sjónarsviðið
og send oss nýjan bænar-þrótt,
vernda og styrktu litla liðið
er lúið berst í dauðans nótt,
lát helga' oss birtast liimins sýn
ó, bjálpa oss faðir lieim til þín.
Sveitaprestur.
Kom til Jesú, sjúka sál.
Kom til Jesú, sjúka sá),
sár þín vill liann mýkja’ og græða;
lát þig heims ei lokka tál,
lát þig gjálífs spott ei hræða;
haf þú vcikleik holds í minni;
hygg þú vel að spilling þinni.
Krjúp þú Jesú Krossi hjá,
klökk og auðmjúk seg af hjarta:
læknir besli, sár mín sjá;
sjúkleik um jeg hlýt að kvarta;
helgri dreyra-dögg með þinni,
Drottinn eyð þú spilling minni.
Við könnumsl öll við þennan sálm.
Hann er einn af mörgu, dásamlegu
perlunum í sálmabókinni okkar. Og
höfundinn munum við einnig — séra
Helga lector Hálfdánarsson — og
blessum hann og þökkum Guði fyrir
starfsemi hans og gáfur. — Svipuð
hugsun, en víðtækari, kemur fram í
örfáum línum eftir stipiprófast H.
Ussing í Kaupmannahöfn, er mjer
bárust i hendur fyrir skömmu, H.
Ussing farast þannig orð:
»Sál mannsættarinnar er sjúk. Og
sjúkleiksorsökin er sú, að manns-