Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1921, Blaðsíða 4
'68 BJARMI væri að gleyma því, en »fjöldinn« gefur ekki nema hann fái að hring- snúast um ástríður sínar, og svo eru haldnar »góðgerðaskemtanir« kvöld eftir kvöld þar sem auglýsingar, húsaleiga, veitingar og prjálið íleyta rjómann af öllum ágóðanum, en fá- tæklingurinn fær wilminn af rjettún- um«, vonir sem reyndust tál. Til Bíóferða og óhollra skemlana er meiru eytt en kostar að gera út nokkra togara, segja kunnugir. Blöðin kveina um dýrtíð og at- vinnuleysi, en þora ekki að amast við skemtanafíkninni, því þá yrðu auglýsingarnar færri, ef hún rjenaði. Loftslagið er orðið svo óholt að enginn veit liver »smiltast« næst, og svo sest tortrygni í hásætið. Þótt flestir ámæli stjórninni eru jafnmargir liræddir um að aðrir yrðu »enn verri«, og því situr alt óbreytt. Ekki er við góðu að búast þar sem kfistin trú er kölluð þröngsýni, og að því stefnt að koma lireinu siðferði í sömu óvirðingu. »Siðferðið er jafnan í hásæti hjá þröngsýnum sálum«, selti annað kvikmyndahúsið hjer í bæ í leikhús- blað sitt í fyrra, er það sýndi fjöl- sótta kvikmynd. Það er dágolt sýnis- horn af því hvert stefnt er á þeim stöðum. Foreldrum þykir það líklega holl leiðbeining fyrir æskulýð. »Fræg- ur« maður þarf ekki að hirða um ;almenl siðferði. Þólt hann láti lausa- leiksbörn sín alast upp við harðrjetti, gerir ekkert, gefi hann eitthvað þörfu •fyrirtæki; þólt hann drekki sig opin- herlega í hel, er lof hans básúnað landshornanna á milli, og bendi nokkur á það, er hann laminn með »spannarkvarða ofstækisins«. Sárast er þó þegar þeir, sem segjasl vera lærisveinar Krists, láta berast með straumnum og gjöra lítinn grein- annun góðs og ills. — »Sall heimsins«, verður þá háðsyrði vantrúaðra, mann- anna, sem ekki lesa um Krist annað en það sem »lærisveinarnir« sýna þeim með breytni sinni. Litlar eru vinsældir trúarkenninga kristindómsins hjá hirðuleysi og van- trú, en óvinsælli eru þó siðferðis- luöfur hans í þeim hóp, og því hlær heimurinn hált þegar trúaður maður gjörist bersyndugur, en lærisveinarnir verða sorgbitnir. Þeir vita að þá fellur . skuggi á ljósið sjálft, svo að hikandi menn snúa að því bakinu og halda að Krislur muni ekki veila meiri siðferðisþrótt en aðrir trúar- liöfundar. Margoft mega og lærisvein- arnir játa, að þeir haíi ekki veilt þeim sem fjell nægan sluðning í tíma. Þeir sáu að hugur hans snerist að varasömum málefnum, en aðvöruðu hann ekki, þeir vissu að hann álti hættulega vini eða var einmana, og hirlu lítið um það. Og þá geta þeir ekki þvegið hendur sínar nje sagt öruggir: »Saklaus er jeg, sjái hann einn fyrir ávirðingu sinni«. Skugginn fellur þá ekki að ástæöu- lausu á fleiri en þann sem íjell. Ekki bætir það vorn málstað, .þólt vjer vörpum steini á fallinn mann. Vjer höfum ekkerl umboð Drottins til að dæma um hvorl trúarjátning lians var hræsni, trú hans tilfinninga- hjóm eða hvort sterkar ástríður kiptu fótum undan óþroskaðri trú lians, Droltni er kunnugl urn það og hann spyr ekki um vorl álit. Hilt ætti að vera oss minnisstælt, að Satan er hug- leikið að fella lærisveina Krists, og röðin getur komið að mjer og þjer, ef vjer höldum ekki stöðugt í gegnum- slungna hönd frelsarans. Kristur sagði: »Englar Guðs tnunu gleðjast yfir einum syndugum sem bætir ráð sitt«, — en er þá ekki rökrjett að bæta við: »Djöflarnir gleðjast yfir hverjum lærisvein Krists sem fellur«-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.