Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1921, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.04.1921, Blaðsíða 14
78 B JARMI Helgri í lotning heimsins lýðir hneygja þessari dýrðlegu stund; himins friðstraumar huggunar blíðir hrekja angur úr þjakaðri lund. Guðs son Jesús grafar af beði gekk í almættis hátignar dýrð, hjörtun fyllast af himneskri gleði honum þakkargjörð jafnan sje skýrð. Allar tungur einum hljómi alheims kristninnar lofgjörðar mál, dauðans sigrara dásemdir rómi, Drottinn lofum af hjarta og sál. Ódauðleikinn í ljós er leiddur lífið eilíft í sælunnar bygð. Skuggi dauðans og ótti er eyddur engum framar hann búa skal hrygð. Óttalaust því áfram keppum oss þó þrengingar mæði og kross þá aö æfinni endaðri hreppum arfleifð himinsins frelsara hnoss. Bnjnjólfur Björnsson. (? ..:,^=.... ...........-CS Raddir almennings. Úr brjefi frá organleikara. »Ekki finst mjer vanpörf á að Bjarmi tæki sig til og vandaði um hvernig kirkjusöngur- inn er farinn að verða hjer á landi bæði til sveita og í sumum kauptúnum. Pað er pó ekki prestunum að kenna hvernig hann er vanræklur, jeg er viss um að pað er mikil orsök til messufallanna oft og einatt. Úað purfa að opnast augun á almenn- menningi og organistum yfirleitt, til pess að laga petta eitthvað. Organistarnir eru of margir áhugalausir á að vanda silt starf og glæða pað að unglingarnir læri sálmalögin, svo peir geti stutt sönginn í kirkjunni, pví fer nú öllu svona linign- andi sem að kirkjusöng lýtur* svo vantar svo tílfinnanlega kenslu, t. d. námsskeið handa kirkjuorganistum, sem ætti að vera í Reykjavík, svo peir gætu par öðlast bæði fræðslu og uppörfuu i grein sinni. Pað dugir ekki að bíða eftir hljómlista- skólanum með petta. Pví hætt er við að pjóðin liafi ekki efni á að stofna hann á næstu árum. Jeg hefi sjálf dálitla reynslu fyrir mjer í pví, að pað má glæða kirkju- sókn mikið með pví að hlynna að söngn- um í kirkjunni. Pað var stofnaður fastur söngflokkur lijer við kirkjuna í fyrra- vetur og hefir brugðið svo við, að petta ár liefir oft verið messað, en áður mátti heita að messur hjer væru gjörsamlega úr sögunni nema á stórhátíðum og við fermingu á vorin«. Bóndi íSlrandasýslu skrifar: uMjer er blaðið yðar mjög kærkomið og tel pað án efa allra parfasta inálgagnið sem út kemur á voru móðurmáli. Pað er hrein- asli voði á ferðum að komast óskemdur út úr pvi trúarstefnumoldviðri sem nú er að slinga liötðinu upp og á jeg par við andatrú, guðspeki og nýguðfræði sem að vísu eru skyldar, en pó meira og minna sjálfurn sjer sundurpykkar, veita enga fullnægju nje frið en taka.ógn mjúkum höndum á okkur brotlegum mönnum, pykjast alt vita og byggja á óraskanlegutn vísindum, bera meistarann frá Nazaret fyrir borð og pá um leið alt endurlausnarstarfið, telja hann að eins góðan mann og að ýmsu eftirbreytnis- verðan. En mjer er spurn: Hvað er eftir af meistaranum ef vjer eigum ekki að trúa kraftaverkunum, endurlausnarkrafti lians á krossinum og upprisunni? Ilvað er pá eftir af honum? Er pað annað en dauð- legur maður, sem maður gæti haldið að hefði verið hinn mesti svikari, og or pá ekki von að Kaifas rifi klæði sin af undrun yíir honuin? En pað sanna er að pessar fyrtöldu tiúarstefnur rifa nú klæði sín eins og Kaifas af pvi pær eru fullar af hroka og sjálfbyrgingsskap. Mjer líkar fyrirlesturinn eftir Árna mætavel og væri óskandi að fieiri slíkir birtustw. B. E. H.hv. o. fl. kvarla um að ekkert sjáist um hjeraðsfundi hvorki í Bjarma nje prestaíjelagsritinu. — Bjarma væri Ijúft að birta ágrip af fundargjörðum peirra, ef prófastarnir vildu fáta honum pær i tje, og sömuieiðis frjettabrjef ein- hvers safnaðarfulltrúans um pá.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.