Bjarmi - 01.04.1921, Blaðsíða 3
BJARMI
67
segja hafa þau á síðustu öldum farið
sigurför um löndin, er lágu í skugga
dauðans. —
Jeg játa það óhikað, að jeg er í
engum vafa um það, hvar hið sjúka
mannkyn getur fengið bót meina
sinna. Mjer er heimilt að vitna þetta.
ekki aðeins í embættisnafni, ekki ein-
ungis frá prjedikunarstólnum, undir
áhrifum sunnudagshelginnar, og ekki
heldur af því, að jeg fæ borgun fyrir
það, nei, jeg vitna þetta vegna þess,
að jeg hefi mætt Jesú sjálfum persónu-
lega í lífi minu; jeg á honum að
þakka frelsi mitt. Og það eiu þúsund-
ir og aftur þúsundir manna í öllum
löndum, sem hafa eignast þá sömu
reynslu og jeg, að þar sem Jesús
fær leyfi til þess að lækna manns-
hjörtu, þar byrjar nýll líf í mönnun-
unum, með krafti eilífrar heilbrigði.
Hann nefndi sig lækni, þegar Farí-
searnir hneyksluðust á þvi, að hann
lók að sjer syndara. Heilbrigðir, sagði
hann, þurfa ekki læknis við, heldur
þeir, sem sjúkir eru. Og ef vjer les-
um rjelt þjáningarsvipinn á andliti
heimsins, þá þarfnast öll mannsætlin
frelsarans frekar en nokkurs annars«.
Vígslubiskupinn, sálmaskáldið síra
Valdemar Briem söng einu sinni um
»guðsríkið«:
í skjóli þess þjóðirnar þreyta sitt skeið
Og þreytur fær hressing á erfiðri leið;
f skjóli þess lirakinn og vesælt fær vörn,.
bar velja sjer athvarf hin saklausu börn.
Það er sem í vitnisburði þessara,
og þúsundir annara manna, og lífs-
sögu þjóðanna, ómi hljómalda frá
löngu liðnum dögum: Komið til mín
allir, sem erfiði og þunga eru þjáðir,
og jeg mun veita yður hvíld.
Jónm. Halldórsson.
Farið varlega. - Dæmið varlega.
»Hver sem þykist standa
gæti að sjer að hann falli
ekki«.
»Enginn lái öörum frekt
einn þó nái falla.
Hver einn gai að sinni sekt
syndin þjáir alla«.
Siðferðismælikvarðinn hefir löng-
um verið fremur stultur vor á meðal.
Engin bót í máli þótt styltri sje hann
bjá sumum heiðingjum og í skugga-
hverfum stórborga. Prestar hafa
drukkið og brotið 6. boðorðið og
samt verið taldir »góðir kennimenn«.
Drykkfeldir og hirðulausir embættis-
menn hafa setið kyrrir óátalið eða
verið fluttir í »æðri staði«. Og »hvað
höfðingjarnir hafast að«. . . Eignar-
rjeltinum er herfilega misboðið og
lítið aðgert. Nýlega sannaðist fyrir
rjetti að heil skipshöfn varð sam-
mála um að stela netum og fiski,
enda þólt þjófsbluturinn yrði innan
við 20 kr., og verjandi telur það
helst til málsbóta að slikur þjófnaður
sje almennur! En nærri má gela
hvort þeir, sem fá ekki staðist freist-
ingu til að vera í þjófafjelagi um svo
lítinn »ágóða«, mundu standa hjá,
ef færi væri til að »auðgast« verulega
á þjófnaði. Eu þar sem lauslæti og
þjófnaður leikur lausum hala og
yfirvöldin eru hirðulítil, þar er heill
þjóðfjelagsins alls á völtum fæti.
Fjármálakreppa út á við og atvinnu-
leysi og dýrtíð heima fyrir skapar
engan siðferðisþroska, sjest það best
á þvi að sjaldan eða aldrei hafa jafn-
margar skemtisamkomur verið lialdn-
ar í höfuðstað vorum og þessa »sið-
ustu og verstu« mánuði. Engin fyrir-
hyggja, allur áhuginn er á dansi og
daðri og heimskulegri eyðslusemi.
Margir eru örlátir við fátæka, rangt