Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVI. árg. Roykjayík, 1.—15. sopt. 1922. 20.—21. tbl. ))Pjer eruð konunglegl prestafjelag — til pess að pjer skuluð viðfrœgja dáðir hans, sem kallaði gður frá mgrkrinu til síns undursamlega tjóssa. (I. Pjet. 2, 9.). Leikmannastarfsemi að trúmálum hefir til skamms tíma verið lítt kunn á landi voru. Menn hafa alment litið svo á vor á meðal að það væri hlutverk klerkastjettar- innar einnar að vinna að trúmálum. Þá sjaldan leikmenn hafa verulega reynt að taka þátt í trúmálaslarfi, hefir það til skamms lima verið tal- in óþörf og óviðeigandi hlutsemi, og þeir menn hafa af mörgu.m verið kendir ýmist við sjertrúarkreddur eða við trúarofsa. En á hinn bógiun vit- um vjer allir, sem ofurlítið erum kunnir kirkjumálum annara þjóða, að þar starfa leilunenn víða að trú- málum engu siður en prestar og sumstaðar ber jafnvel svo mikið á leikmannastarfsemi, að íslendingur, sem þangað kemur beina leið að heiman, furðar sig meira á því, en á stóru heslunum í Leith, sem vekja þó undrun flestra landa, er sjá þá í fyrsta sinn. — Já, meira að segja, öllu þarlendu fólki þykir sjálf- sagt að áhugamenn tali um trúmál engu síður en um önnur almenn mál- efni, og þótt menn kunni að vera þeim alveg ósammála, dettur engum fullvita manni í hug að bera þeim geðbilun á brýn fyrir þenna ábuga. því »frjálslyndi« hafa sumir áhuga- samir leikmenn mætt hjerlendis, og hafi þeir verið geðríkir að lunderni og enga skilningsríka alúð hlotið hjá prestunum, sem þeir þektu, þá er ekki furða, þótt þeir hafi lent í ein- hverjum öfgum. Tveir menn geðbilaðir og 2 eða 3 öfgamenn sanna ekki að »svona sjeu þeir allir«. Enda segir reýnslan eitt- hvað annað fjær og nær, — og ritn- ingin sjálf sömuleiðis. Hjá Gyðingum voru prestar skoð- aðir milligöngumenn milli Guðs og þjóðarinnar, þeir einir rnáttu fara í helgidóm musterisins, og þeir voru aðalmennirnir við allar fórnfæringar Staða þeirra var arfgeng og talin sjer- staklega helguð Guði. Reynslan sýudi samt að margoft voru það aðrir menn, spámennirnir, sem í raun og veru stóðu nær Guði, heyrðu betur rödd hans og fluttu erindi hans betur, en prestarnir, — slundum voru þeir að vísu presta- æltar, eins og Jeremía, en alloftast vilum vjer ekki annað en að þeir væru leikmenn eins og t. d. Amos fjárhiröir. Enda hafði Drottinn sagt forðum fyrir munn Móse: »F*jer skul- uð vera mjer prestaríki og heilagur I lýðnr«. (II. Mós. 19, 6). Krislur stofnar enga meðalgang- arastjett. Postularnir hans voru ekki af prestaællum heldur óbreyttir al1 þýðumenn, og þótt hann fæli þeim að vera farandprjedikarar, sýnir N.-T. hvergi að með því hafi verið sett á stofn ný meðalgangarastjett mitli Guðs og manna. Hitt er margsýnt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.