Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 2
Ö J A R M í Í64 og sagt beinlínis og óbeinlínis, að öllum lærisveinum Krists sje heimilt að snúa sjer til hans og það sje skylda þeirra og einkarjettur allra að vitna um frelsarann og breiða með því út ríki hans. Vjer könnuinst allir við orðin alkunnu (I Pjet. 2, 5 og 9.): »Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar i andlegt hus til heil- ags prestafjelags til að frambera and- legar fórnir« — og: wÞjer eruð út- valin kynslóð, konunglegt prestafje- lag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þj er skuluð víðfrægja dáðir lians, sem kallaði yður frá myrkrinu til sins undursamlega )jóss«. í Opinberunarb. eru kristnir menn nefndir prestar hvað eftir annað. En bitt heyrist hvergi á postulalimanutn að talað sje um söfnuði og presta.— Forstöðumenn eða leiðtogar safnað- anna voru safnaðarmeðlimir eins og aðrir, og það voru miklu fleiri en þeir, sem fluttu ýmislegt til uppbygg- ingar á safnaöarsamkomunum, og boðuðu heiðingjum kristna trú, eins og glögt má sjá í t. d. I. Kor.brjefi og viðar. Smámsaman fækkaði þó náðar- gáfunum, og þá fer að myndast sjer- stök prestastjett, og er þá farið að heimfæra til hennar fóruarstarf líkt og presta gamla sáttmálans, og heið- ingjanna umhverfis. En þegar prest- urinn er orðinn fórnarprestur (ieqsvs sacerdos) að skoðun manna. þá er hann jafnframt meðalgangari milli Guðs og safnaðarins, og sú skoðun var orðin þegar rikjandi á 3. öld e. Krist og hefir haldist fram á vora daga í kaþólsku kirkjunni grísku og rómv. Pótt lengi vel væri mentun flestra klerka mjög fátækleg, lítið meiri en margra leikmanna. Par sem slik skoðun er rikjandi, verður leikmannastarfið annaðhvort ekkert eða fær alveg sjerstakt snið i munka- og nunnureglum og líknar- starfsemi. Siðabótin hafnaði þessari skoðun á sjerstöðu prestanna og taldi hana af heiðnum og gyðinglegum stofni en ekki sannkristilega, þótt hún hins- vegar teldi sjálfsagt, að sjerstökum mönnum væri falin sjerstök hlut- verk i þessu tilliti. Lúter lekur þetta mjög skýrt fram i riti sínu til þýska aðalsins, er hann sendi frá sjer í júli 1520. Hann segir þar meðal annars: »Ef hópur gnð- hræddra kristinna manna væri hand- tekinn og iluttur i óbygðir, og enginn vigður prestur eða bislcup væri með- al þeirra, en þeir kæmu sjer saman um að veija einn úr sínum hóp, giftan eða ógiftan, og feia honum það starf að skira, flytja messur, veila aflausn og prjedika, þ& væri hann sannur prestur engu síður en þótt allir biskupar og páfar hefðu vígt hann«. Og sömuleiðis: »Sje krist- inn maður þar sem engir kristnir menn eru, þá þarf hann enga aðra köllun en þá, að hann er sjálfur kristinn, kallaður andlega og smurð- ur af Guði. Honum er þá skylt að prjedika fyrir villuráfandi heiðingj- um eða ókristnum mönnum, og að kenna fagnaðarerindið samkv. skyldu bróðurkærleikans, þótt enginn maöur kalli hann til þess, því að þegar svo stendur á, lítur kristinn maður af bróðurást á eymdarhag vesalings spiltra sálna, en biður ekki eftir að skipun komi um það frá prestum og biskupum«. Seinna varð Lúther þó mjög var- kár gagnvart leikmannaprjedikun, er hann sá ringlartrúar-aðfarir »Zwick- auer spámannanna« svo nefndu, og því gat hann fallist á að 14.gr. Ágs- borgartrúarjátningarinnar yrði á þessa leið: »Um hina kirkjulegu vígsíu kennum vjer, að enginn eigi opin-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.