Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 3
BJÁRMÍ Í55 berlega að kenna í kirkjunni nje þjónnsta sakramentin nema hann sje kallaður að rjettum kirkjusið«. Rjettrúnaðartímabilið var ekki vin- veitt leikmannastarfi að trúmálum; leikmenn vorn ekki nógu lærðir og fimir i guðfræðilegum úlskýringum aö þeirra líma dómi, til þess að flytja trúrnál, og þegar Spener og Francke seint á 17. öld tóku að vekja fólk og vildu halda guðsþjónuslusamkom- ur svipaðar og gerðust á postula- tímabilinu, mættu þeir mikilli mót- spyrnu frá hálfu klerka, embæltis- bræðra sinna, á Þýskalandi. Hjá pfetistum tóku áhugasamir leikmenn að starfa með prestunum að trúmálum, en þó fyrst og fremst hver á sfnu keimili og hver í sfnum söfnuði, og hefir það haldið áfram síðan sumstaðar á Þýskalandi eink- anlega f Wurlenberg. Þegar skynsemistrúin komst til valda á 18. öld, tók hún ekki mjúk- um höndum á leikmannastarli. Hún þóttist frjálsfynd og »ekki rígbundin við játningarritin«, en 14. gr. Ágs- borgarjálningarinnar var henni mjög kær, og svo var greinin útlistuð þá, að þar væri ekki einungis fyrirboðið að leikmenn flyttu trúareriudi i kirkju- húsunum, helaur að þeir mættu alls ekki flylja kristileg erindi eða prje- dikun opinberlega. Hans Nielsen Hauge (les: Háge) ■^arð að sitja 8 löng ár í fangelsi, 1802—1809 og 1810—1811, af því að hann, ólærður bóndason, ferðaðist fram og aftur um Norveg til að vilna Ur*i frelsara sinn, og hafði meiri á- hrif en nokkur prestur liafði hafl Þar í landi fyr eða sfðar. Norðmenn hefja minningu lians lil skýjanna nú °g kannast við að áhrif hans hafi Verið mikil og góð, og að lærisveiu- ar Hauge hafi orðið forgöngumenn ör'-klu vfðar en f trúmálum. — En svona fóru valdhafarnir með hann meðan hann lifði. Skynsemistrúin »frjálslynda« kunni best við að geyma trúaráhugamanninn í fangelsi. það voru ekki Norðmenn einir, sem ofbeldi beiltu við þá, er störf- uðu að trúmálum um og eftir 1800. Páll (eöa Paavo) Ruotsalainen, sem oft er nefndur »postuli Finn- lands«, og varð Finnum nærri eins þarfur og Hauge Norðmönnum, var ofsóttur og oft stefnt út af því að liann skyldi vera að prjedika. Árið 1838 stefndi t. d. landshöfðinginn í Uleaborg Paavo og 60 vinum hans, þar á meðal 5 prestum. Voru þeir kærðir fyrir að hafa 1) sumparl haldið, sumpart sótt »ólög- legar« guðræknissamkomur, 2) og sömuleiðis hefðu þeir hengt upp sparibauka á heimilmn sfnum til að safna í þá til kristniboðs meðal heið- ingja(II), í hjeraðsdómi urðu fjár- sektirnar út- af þessu »ódæði« alls 3552 rúbiur auk málskostnaðar. — Hæstirjettur færði þær niður, en setti 4 prestana frá embætti misseristima fyrir að hafa tekið þátt í leikmanaa- slarfinu. Svipaðar sögur mætti segja frá ýms- um löndum. Síra Rönne i Lyngby, stofnanda kristniboðsfjelagsins danska, var fyrirboðið af kirkjustjórninni »frjálslyndu«, að hafa sparibauk fyr- ir kristniboðsgjafir á veggnum 1 skrif- stofu sinni, og danskir bændur voru sektaðir, ef þeir báðu bæn upphátt eftir húslestur þar sem gestir voru viðstaddir. Pannig var »frjálslyndi« upplýsingatímans í trúarlegu tilliti þegar það sneri að þeim, sem þóttu trúa oí miklu. En ofsóknirnar fengu ekki kæft leikmannastarfið. Alþýðan smáþrosk- ast á 19. öldinni víða um heim, til meiri þátlöku i öllum almennum mál- um. Hún fær smámsaman meiri þjóð-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.