Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1922, Side 10

Bjarmi - 01.09.1922, Side 10
162 BJARMI Orðsending til kirkju-organleikara. Vjer undirritaðir höfum sent skjal nokkurt prentað til allra prófasta og presta á landinu og beðið þá um að koma þvi í yðar hendur. Pað er und- irbúningur að framkvœmdum, er snerta yður beinllnis og yðar starf. Vjer fórum þessa leiðina, af því að vjer hugðum ókleift að hafa upp á nöfnum og heiinilisfangi yðar allra. Svo að próföstum og prestum sje sem minst ónæði gert með þessu og eins til þess að flýta fyrir, leyfum vjer oss að mælast til þess, að þjer vitjið eða látið vitja ofangreinds skjals, hver til sins sóknarprests, þeir er þvi geta við komið. Reykjavík í júlím. 1922. Sigf. Einarsson, Friðrik Bjarnason, dómkirkju-organl. pjóök.-organl. í Hafn.f. Kjartan Jóhannesson, fríkirkju-organleikari i Rvík. sje skrælingjamerki. Vaninn hefir á hinn bóginn sljófgað tilfinningu flestra íslendinga til siðustu ára í þessu efni, uns sóknarnefnd Reykjavíkur tók í taumana, er kirkjugarðurinn í Rvík var stækkaður, og sendi F. G. utan til að kynna sjer þetta mál. Hefirhann mikinn áhuga á að opna augu kirkju- eigenda út um land í þessum efnum. Betur það tækist. — Sra. M. J. dócent skrifar um Pálsbrjefin, sra Fr. Fr. um aldar-afmæli kristniboðsfjelagsins danska i fyrra, biskupinn um frum- kristni þjóðar vorrar, sra E. Alberts- son um alþýðlegar biblíuskýringar, A. M. Benedictsen um Múhameðs- trúna, fyrirlesturinn fróðlega frásýnó- dus í fyrra. Har. Nielsson, prjedikun um sálarrannsóknir og kirkju Eng- lands.—Ókunnugir halda liklega við þann lestur að ensku kirkjudeildirn- ar sjeu um það bil að snúast til spiritisma, 40— 50 prestar eru »marg- ir prestarct á voru landi, en sárfáir á Englandi, þar sem þjóðkirkjuprestar eru um 24 þúsund og utan þjóð- kirkju yfir 10 þúsund. Margt fleira læsilegt er i bókinni, en hálfgerður miðaldabragur er það, að flytja í ekki stærri bók ársgamlar og tveggja ára fundarskýrslur og langa ársgamla fyrirlestra. Ekkimundi verða deila úr þvi milii gömlu og nýju stefnunnar, þótt nýja stefnan tcmdi sjer að fylgjast betur rneð tím- anum í þcssu cfni. Dóttir kveður pabba sinn. Ung stútka hcfir.sent rilstj. Bjarrcaljóö, scm hún orti cftir föður sinn og sungin voru viö húskvcöjuna. Enda pótt hún mæltist ekki til 'pess, leyfum vjcr oss að birta sýnishorn af peim. Kom huggarinn blíði, oss hugga þú nú, ó, heyröu jeg grátþrungin tala. Kom ljúfasti Guös son í ljósi og trú og liknandi, blessandi aö oss þjer snú, og hjörtunum sorgmæddu svala. Ó, geym þú oss, Drottinn, og gcföu oss friö og græö þú vor hörmunga sárin. Ó, veittu oss blessun og lcgðu oss bð og laða oss til þín, at alhug jeg biö. — Vor Jesús um eilifö og árin! Pú okkur varst svo ástfólginn, etsku hjartans pabbi mínn. Pú annaðíst jafnan okkar hag svo óþreytandi nótt og dag. Pú einatt glæddir andans Ijós, þú aldrei mæddir veika rós, og vinum þínum varstu kær, þeir voru margir fjær og nær. Jcg fiyt nú kveðjur, faðir nunn, jcg flyt þjer þær i hinsta sinn. Þakklæti vort fyrir öll þin ár er nú aö lokum fáein tár.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.