Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 6
158 BJARMI kristindómsmálum og kristilegum verk- efnum innan kirkjufjelags sins. f*etta eru öll »ósköpin«, sem margir íslendingar eru svo smeykir við og halda að munu sá eldi og eimyrju, ofstæki og ofsóknum yfir þessa vesal- ings þjóð, ef ekki sje heitið á Þór og Óðinn, indverska töframenn og fram- liðna sómamenn til sóknar og varnar! Hitt er rjett, að þetta heimatrúboð leggur alstaðar áherslu á trúarvakn- ingu, boðar afturhvarf og trúarvissu fyrir Jesúm Krist og hann krossfestan, leggur áhersiu á samfjelag guðs barna, bibiíutraust og ieikmannaslarf að trú- málum, og myndar við það sjerstaka stefnu gagnvart þeim, sem í því kirkju- fjelagi siá siöku við þessi alriði. En þrátt fyrir þetta, sem sameigin- iegt er, er þó blærinn oft dálítið mis- munandi. Ólík þjóðerniseinkenni, af- staða klerka, staðhaittir, verkefni og ýmsar sögulegar ástæður vaida þvi. Sumstaðar er fjeiagsskapurinn svo fastbundinn að meðlimir hans verða að skrifa undir sjerstaka yfirlýsingu, og velja sjer síðan stjórnarnefnd, ann- afsstaðar (t. d. í Danmörku) er eng- inn meðlimur skrásettur nema aðal- stjórnin, sem sjálf fyllir skörð sín og ræður fasta starfsmenn, en þeir, sem vel sinna störfum þeírra, eru þá kall- 'aðir heimtrúboðsmenu, þótt engar skýrslur geti sýnt nákvæmlega, hvað þeir sjeu inargir. Sumstaðar gætir mest prestanna (t. d. i Danmörku, Gnaðauersam- bandið þýska, og »Evangelisk-Foster- landsstiftelsen« svenska), annarsstað- ar gætir leikmanna meira (víða í Norvegi, i Brandenburger-samband- inu þýska og Missiónar-sambandinu svenska o. v.). Sumstaðar vilja sjáifboðaliðarnir ekki kenna sig við »inuri missión« af sögulegum ástæðum eða til að geta betur aðgreint sig,, eins og t. d. víða á f*ýskalandi, og Grundtvigs- sinnar danskir. En auðvitað er nafn- ið ekkert aðalatriði heldur hvað gert er og hvernig það er gert. Á vorum dögum er alstaðar við- urkent í evangeliskum löndum, nema hjá hákirkjuiegustu prestum, að uud- ir eins og verulegur áhugi vaknar á trúmálum hjá söfnuðum, sje alveg sjálfsagt að safnaðarfóikið láti þaö sjást í fleiru en góðri kirkjurækni og skilvísri greiðslu presls- og kirkju- gjalda. Menn fara að hittast sjer- staklega til að laia saman um trú- inál og myndast þá biblíusamicstrar og bænafundir. En jafnframt vex á- byrgðarlilfinning gagnvart kærulaus- um og vanlrúuðum og þá fara ein- hverjir að reyna að v’itna fyrir þeim, og reynslan hefir margsýnt að Guð heíir blessað slarf þeirra miklu frekar i en flestir eða allir höfðu búist við. Er nú svo komið i flestöllum evangeliskum löndum, að sá söfnuð- ur er talinn áhugalaus og dauðvona, sem hefir ckkert sjálfboðastarf að kristindómsmálum með höndum, og sá prestur, sem heill heiisu vinnur ekki að trúinálum frckar en hægl er að skylda hann lil með lögum, er talinn vantrúaður vonarpeningur, til lítils gagns kirkju Jesú Kiists. — Meira að segja, Grænlendingar hafa töluvert sjálfboðastarf inn á við og út á við síðan trúarvakningin kom þangað fyrir 10 árum, — enda þótt þar sje strjálbygð og samgönguleysi miklu ineira en á Islandi. Sumir lítt mentaðir leikmenn hafa orðið eða eru svo áhrifamiklir prje- dikarar að fáir prestar komast ná- lægt því, og má þá nefna: Hauge bjá Norðmönnum, Moody og Billy Sun- day hjá Bandarikjamönnum, Robert Ewan í Waies, Sadhu Sundar Singh hjá Indverjum o. m. fl. Sömuleiðis mælti minna á það, að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.