Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 12
164 BJARMI sjálfir fyrir heiðingjuin. Arið 1920 gerðust 600 stúdcntar í Norður-Ameríku kristni- boðar, og sleptu með pví öllum vonum um »feit embættiw heima. Ekki var þcim kristíboð hjegómamál. Heiðnir Kínverjar eru surnir vel ánægðir yfir kristniboðinu, og segja, að kristindóm- ur sje ágætur i siðferðislegu og menn- ingarlcgu tilliti, en aðrir eru sárgramir, og þvi er þar nýmyndað aandkristið stúd- entafjelag« með því markmiði að berjast gegn kristniboði, fjekk það í vetur ýms heiðin dagblöð i lið með sjer og gefur auk þess út sjerstakt blað sjálft. — Á hinn bóginn taka kristnir Kínverjar höndum saman betur cn áður til sóknar og varn- ar. Hjcldu þeir 10 daga þing í Shanghai í mai, og sóttu það yfir þúsund fulltrúar. Hafði það verið mjög vel undirbúið og lýsti miklum áhuga. Alveg sjerstaka eftir- tekt vakti það að þingið tjáði sig mót- fallið öllum trúflokkaaðgreiningi evan- geliskrar kristni. »Pótt hann kynni að vera nauðsynlegur í Vesturlöndum, hefði hann enga sögulcga þýðingu i Kína, en væri þar ckki til annars en valda ringulrcið og veikja störfin.« »Fyrir því og vegna þess að Jesús hefði beðið um, að læri- sveinar sinir væru allir eitt,« lýsti þing- heimur, að þeir vildu allir sameinast í eina kínverska kirkjudeild, sem gæti al- veg ráðið sjcr sjálf, og skoraði á kristni- boða og slyrklarmcnn þeirra erlendis að hjálpa til að svo mætti verða. Altaris- gestir1) kristu safnaðanna í Ivína árið 1877 vor ekki ncma 14 þúsund, 1890 voru þeir rúmlcga 37 þúsund, en 1922 375 þús., hafa þannig tífaldast á rútnum 30 árum. Verði áframhaldið svipað, verður kornið skarð i heiðnina árið 2000. Þrír kristilegir alþ j óðafu n dir voru haldnir i byrjun ágústmánaðar í Kaupmannahöfn. Fyrst hjelt aiþjóðasam- band K. F. U. M. þriggja daga fund. — Mættu þar um 80 framkvæmdarstjórar frá 29 löndum. Síra Fríðrik Friðriksson kom frá íslandi og verður ytra fram á haust. Forstjórar þingsins voru: formaður al- þjóðasambandsins i’oul des Gouttcs, franskur lögniaður, framkvæmdarstjóri þess dr. Karl Friis, Svíi, búscttur nú i 1) Flestar rclormertar kirkjur telja altarisgesti eina reglulega safnaðarmeölimi. Sviss, Bernadotte Sviaprins og konungs- bróðir, formaður K. F. U. M. í Sviþjóö, dr. John Molt, W. Boutter frá Natal i Suður-Afríku, Alfrcd Marling frá Norður- Amcríku og síra Olfert llikard, formaður K. F. U. M. í Danmörku. Iiann var eini presturinn, hinir forstjórarnir allir »leik- prjedikarar«. Var þessum mönnum öllum boöiö á konungsfund í viðurkenningar- skyni fyrir störf þcirra. Á kvöldin voru ræður haldnar fyrir almenning og er auðsjeð á blöðunum að ræður J. Molls hafa vakið mesta eftirlckt. — En aöra tíma dags voru fulltrúa- og nefndafundir. Meðal annars var þar skýrl frá að i und- irbúningi væri tulltrúaþing í júni að ári, fyrir starfsmenn drcngjadeilda K. F. U. M. um allan heim. Fað þing verður í Ports- chach í Austurríki, á að vera í 10 daga og búist við 600 fulltrúum frá 55 lönd- um. — Sra Fr. Friðrikssyni er boðið þangað. Pingið gcrði 16 yfirlýsingar eða samþyktir. Ameríkumcnn, scm sjcrstak- lega móta alþjóðasamböndin kristilegu, eru svo verkhyggnir að þeir vita, að það cr ckki nóg að linnast og skrafa saman og hlýða á erindi, það vcrður að scgjaat skýrt og ákveðið hvað menn vilja Og að hverju sje stefnt, svo að aðrir geti áttað sig á því. Fyrst og fremst var því lýst yfir, að aðalhlutverk K. F. U. M. væri ákvcðið kristilegt starf (cn ckki íþróttir og trú- laus menning, eins og stundum hefirver- ið borið á fjelögin i Amr. í og eftir ófrið- inn). Sömuleiðis að mörg viðskifta- og atvinnumál meðal ciustaklinga og þjóða væru alveg ókristileg, cn K. F. U. M. teldi skyldu sína að hjálpa til úrlausna slikra málefna í anda Krists. — Næsti fundur á að verða í Helsingfors í Finnlandi að ári. Eftir Ií. F. U. M.-þingið tóku við 2 önn- ur kirkjuþing hvort á eftir öðru, annað kenl við þjóðafrið cn hitt við hjálpsemi við bágstaddar kirkjudeildir. Sóttu þau þing margir biskupar og aðrir aðallcið- togar kirkjudeilda úr ýmsum löndum. Germanos erkibiskup frá Tyatira í Lydíu (sbr. Opinb. 2, 18.) vakti mikla eftirtekt cr hann flutti í fullum biskupsskrúða crindi um liörmungar grisk-kaþólskra inannna í Litlu-Asíu, sömulciðis Kawashiri pró- fessor frá Japan, en annars voru það cnsku og ameríkönsku ræðumennirnir sem mest bar á og þungyrtastir voru um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.