Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1923, Side 15

Bjarmi - 01.01.1923, Side 15
BJARMI 11 I brjefum áður hefi jeg dálítið minst á kinverskunámið; fyrsta prófi lauk jeg í vor, og er nú að lesa und- ir annað próf; þriðja og síðasta próf þarf jeg ekki að táka fyr en jeg sjálf- ur kýs. Eins og að undanförnu veiti jeg nú nokkrum piltum tilsögn í orgelspili, og söngæfingar hefi jeg á miðskólanum hjer einu sinni á viku. í norska skólanum hjerna kenni jeg líka 6 tíma á viku. Annars verð jeg að verja öllum stundum til kinversku- náms. En eftir nýár stækkar máske verkahringurinn ofboðlítið, en lijer á við að birta að eins það, sem gert er, en ekki alt sem er ógert. Gleymum þó ekki þvi, sem ógert er í Kína. Ef vér trúum því, að Jesús sje eini vegurinn til lífsins, þá gleym- um ekki miljónunum i Kína, sem aldrei hafa heyrt hans getið. Neyðin er mikil í Kina, og hún stafar öll af því, að þjóðin þekkir ekki Guð og son hans, Jesúm Krist. fó heiðingj- arnir lifðu i allsnægtum og »liði vel« í timanlegu tilliti — en þektu ekki Jesúm, mundu kristnir menn telja það nóga neyð og ljetu ekkert letja sig frá að leggja alt i sölurnar til þess að veita þeim fræðslu um hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Með einlægu þakklæti fyrir fyrir- bænirnar mörgu á árinu liðna, og bæn til Guðs um nýja náð og bless- un yfir sjerhverja starfstilraun þeirra, er elska komu ríkis hans. Laohakow 7. október 1922. Yðar í þjónustu Meistarans Ólafur Ólafsson. Sira R. Sörensen, frá Suðurjótlandi, boðsgestur kristniboðsfjelaga i Rvk og Hafnarf., hefir haldið fjölda fyrirlestra með skuggamyndum i Rvík og nágrenni fyrir fjölda fólks. Meira um pað siðar. Hvaðanæfa. ^ »Frá Danmörku. Snemma í vetur voru par kosnar sóknarnefndir, i 2. sinn, — svo skamt er siðan pær nefndir voru lögboðnar. Voru kosningarnar viða sóttar af kappi, keptu pá bæði trúmála og pjóð- málastefnur og veitti ýmsum betur. Hefir valdsvið sóknarnefnda verið stórum aukið liöið ár; meðal annars er peim ætlað að kjósa biskupa með prestunum. En nú stóð svo einkennilega á, að pað átti að kjósa hvorki meira nje minna en 5 bisk- upa í vetur i Danmörku. Koch biskup í Rípum, sem nýbúið var að veita Fjóns- stifti, andaðist i nóvember. Wegener biskup yfir Lálandi og Falstri sagði af sjer fyrir elli sakir, og auk pess eru 2 biskups- dæmi nýstofnuð, annað erkent við Hróars- keldu og nær yfir alt Sjáland utan Hafn- ar, hitt er kent við Haderslev og nær um Suður-Jótland. í Hróarskeldu-stifti, hinu nýja, eru 12 prófastsdæmi, 204 atkvæðis- bærir prestar og 309 sóknarnefndir með samtals 2076 nefndarmönnum. Er síst furða pótt töluverður undirbúningur hafi verið lijá svo mörgum kjósendum, enda voru sífeld blaðaskrif og fundahöld um biskupsefnin í Danmörku um hríð i vetur. Frá Pýskalandi. Evangeliskt blaða- manna ping, fjölsótt, var haldið í Berlin um miðjan nóv. i vetur. Trúmálablöðin búa par mörg við pröngan kost vegna dýrtiðar — og evangelisk blöð deyja miklu fleiri en kaþólsk. Er fullyrt að kaþólskir menn kunni öðrum fremur að nota áhrif trúmálablaða, og fylgja trúlega skoðunum Piusar páfa X. er mælti: »Pótt pjer reisið kirkjur og skóla unnvörpum, pá mistekst alt saman nema pjer getið komið út blöðunum«. Á pingi pessu var fullyrt, að ekki væri nema um hálfönnur milljón Pjóðverja, sem hlustuðu á prjedikanir að staðaldri, en kristilegu safnaðablöðin næðu aðjafn- aði til II milljóna; og er pá auðsætt hvort er áhrifameira. Trúarbragðakenslan í barnaskól- um hefir verið ákaft deilumál með Pjóð- verjum síðustu árin. Fyrst eftir stjórnar- byltinguna haustið 1918 virtust andstæð-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.