Bjarmi - 01.09.1923, Síða 13
BJARMI
160
Helgu var orðið svo tamt að leggja
hlustir við sjerhverri stormhviðu, og
hugsa þá jafnframt til sjómannanna,
úti á hafinn. Vindhraðinn óx og frost-
ið steig, og óróakend hugaræsing
gagntók Helgu. Var það storminum
að kenna? Hann fór hamförum i
skammdegismyrkrinu og þeytti hvítu
sjávarlöðri upp að klettóttri strönd-
inni.
Hún settist í hægindastólinn sinn
og ljet hugann reika viða. Horfin
augnablik komu til hennar ýmist til
sælu eða sorgar, og þráin greip utan
um hjarta hennar, þráin, sem ástin
vekur. Hún fól andlitið í höndum
sjer. — Hákon! — Hákon! Henni
var sem hún sæi hann, ungan, fríðan,
hraustan, búinn æskunnar bestu
kostum, — ástrikan og góðlyndan
— uns vínið kom eins og höggormur
inn í Paradís og flúið var á svip-
stund allt hið fagra og góða, sem átti
þar áður heima. Hákon! Hákon! —
Hún hafði elskað haun og gefið hon-
um hönd og hjarta, — sjálfa sig, já
jafnvel samvisku sína og sálarfrið.
Hákon! Hvernig fórstu að svíkja hana
í trygðum? Hvernig gastu látið vín
og vonda fjelaga tæla þig burt frá
þessari tryggu sál?
Hákon! — það var eins og kvala-
full stuna, sem kom frá aðþrengdu
brjósti þeirra konu, sem eitt sinn
unni og var unnað, en var nú gleymd
og ástum horfin. Sjerhver umliðin
stund, liktist blóðugri und, þegar hún
ósjálfrátt og því nær óviljandi fletti
blöðunum í dagbók liðins lífs síns.
Og þó hefði hún kaliað þær aftur,
liðnu stundirnar, ef þess hefði verið
kostur, svo að hún mætti enn þá
einu sinni halla höfði sínu að vinar
brjósti og hlusta á indælt ástarorð,
af vinarvörum. — Og þá ætlaði hún
að segja honum að allt misjafnt væri
horfið úr huganum og grafið í djúp
gleymskunnar, er fyrirgefning, dóttur
ástarinnar, sæti ein að völdum i hug-
ardjúpinu.
Hún hrökk skyndilega upp frá
þessum hugleiðingum við hark mikið
Fyrir dyrum úti stóð hópur sjómanna
sem báðust gistingar. Það voru út-
lendir skipbrotsmenn sem eftir langa
mæðu höfðu loks náð höfn.
Helga heilsaði þeim alúðlega og
bauð þeim til stofu. Þeir báru einn fje-
laga sinn og lögðu liann í legubekkinn
í stofunni. Maðurinn var vafinn sjó-
klæðum og bærði ekkert á sjer. »Hann
er mjög þjakaður,« sagði skipstjórinn
sem mælti vel á danska tungu. »Og
þyrfti að fá sjerherbergi og góða
hjúkrun. Hann meiddist mikið á
höfði. Jeg batt um sárið eftir föngum,
en eins og á stóð vantaði mig eigin-
lega allt sem að umbúðum lítur, jeg
veit þvi að sárið hlýtur að hafast
illa við. Best væri að ná i lækni, en
sje þess eigi kostur, má jeg til með
að biðja yður um að hjálpa mjer
að ganga betur frá meiðslinu«. »Því
miður mun eigi vera unt að ná til
læknis í nótt,« sagði Helga. »Hann fór
að heiman í morgun, og er ekki
kominn aftur, en það er vel komið
að jeg hjálpi yður eftir því sem jeg
get, en er þá ekki best að bera sjúkl-
inginn í rúm? Jeg hefi gott herbergi
handa honum, þar sem hann getur
verið í fullkomnu næði?«
»Þakka yður fyrir,« svaraði skip-
stóri kurteislega, og gerði mönnum
sínum bendingu um að bera fjelaga
þeirra inn í herbergi, sem Helga vis-
aði þeim á.
»Mjer er talsvert ant um þennan
mann,« sagði skipstóri og gekk að
rúminu þar sem sjúklingurinn hafði
verið lagður, »jeg vildi mikið til vinna
að honum gæti batnað.«
Helga fór að losa umbúðirnar af
höfði mannsins. Hár hans var tals-