Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 2
14 B JARMI frernur að hlusta eftir siðferðiskröf- um hans heldur en að hlusta á út- listanir kirkjunnar um persónu hans, enda sjeu þær á misskilningi bygðar. Nú skyldu menn ætla, að þá kæmu miklu fleiri í kirkju, þegar lagt er út af fjallræöunni, og að fáir kæmu, til þess að hlusta á jólaboðskapinn. — En sannleikurinn er sá, að þó að reynt sje að taka hið guðdómlega burt, já, reynt aö slökkva á jólaljós- unum, þá er þó ekkert, sem befir annað eins áhrifavald yfir hjörtum mannanna eins og boðskapurinn um hina óumræðilegu gjöf. Á jólunum sjást áhrif hinnar heil- ögu sögu, sem segir frá englum, er prjedikuðu í dýrðarbirtu fyrir fátæk- um hirðum. f*eir segja frá hinum mikla fögnuði, að nú sje fætt barn, sem verða muni siðferðisprjedikari, er gefi heiminum siðareglur. Er jóla- boðskapurinn á þessa leið? Nei. — En englarnir flytja hinn mikla fögnuð: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn. I’eir fluttu ekki boðskap um barn, sem mundi eignast trú og verða höf- undur siða- og trúarkerfis. — Þeir sögðu frá barni, sem nú í dag er fætt, og þetta barn er frelsarinn. Vilja menn hlusta á þenna gleöi- boðskap, að það hafi ekki að eins verið fátækt barn, sem fæddist, heldur frelsarinn, sem var ríkur, en gerðist fátækur? — Já. Einmitt þá eru kirkj- urnar sóttar af miklum fjölda fólks, og þessi boðskapur nær tökum á hjörtum mannanna. En mjer hefir oft dottið í hug, og einnig nú á þessum jólum: Hvernig væri, að boðskapurinn frá þessum tveim hliðum væri fluttur skýrt og hiklaust, og að áhrifin fengju svo að sjást frá tveim hliðum. Peir, sem trúa jólaguðspjallinu, þeir prjediki það, þeir prjediki skýran gleðiboð- skap, — en þeir, sem ekki trúa því, þeir prjediki sinn boðskap skýrt, svo að lúðurinn gefi skýrt hijóð. En þá vonast jeg eftir svo mikilli hrein- skilni, að þeir lesi ekki upp á heil- agri stund hið gamla jólaguðspjall. Já, jeg vil að menn sjeu sannir frá báðum hliðum. Jeg vona, að þeir, sem ekki trúa jólaboðskapnum, hætti aö nota sálma með t. d. orðum einsog þessum: »Signuð mær sou Guðs ól«. Að þeir hælti að láta syngja þessi orð: Son Guðs eilífur, sjáum vjer, sannur Guð, vafinn reifum er. Móðurfaðmurinn felur hann, fela veröld, sem öll ei kann; hann er nú orðinn ungur sveinn, öllum sem hlutum ræður einn. Hvers vegua að lifa á gömlum lánum? Hvers vegna ekki að vera á þessu svæði í samræmi við sína sannfæringu? Hvers vegna að taka til láns hugtök, sem mcnn geta ekki tileinkað sjer og ætla ekki að halda að öðrum? Verum sannir. Látum ekki alt vera í þoku, svo að menn vili ekki hvar vjer stöndum. Þeir, sem játa Krist, fæddan á undursamlegan hátt, játa hann sem Guðs son og frelsara, þcir játi hann hiklaust. — Þeir, sem ekki trúa á hinn guðdómlega frelsara, þeir tali einnig hiklaust. En þá spyr jeg: Hvert verður þá eftir nokkur ár leitað á heilagri jóla- nótt? Hvert fara menn með börnin sin, til jólaguðspjallsins eða þangað, þar sem það ekki er? Hvert fara menn með sína hátíðlegu gleði, hvert fara menn með andvörp sin, sorg og neyð? Hvar verður lofsöngurinn? Hvar verður öryggi trúarinnar? Hvert vilt þú sjálfur fara? Hvert vilt þú fara með barnið þitt? Til játningarinnar eða afneitunarinnar?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.