Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 15
B J A R M I 27 ar kirkjur, eða önnur góð kirkjuleg mál, sem ekki eru svo »háfleig« að fólkinu finnist að þau sjeu eingöngu »fyrir lærða menn«. Pví að jafnaði er stutt inngangserindi með almenn- um umræðum á eftir fremur lífgandi á þeim fundum en langur fyrirlestur. Næsta sporið er að vekja máls á hvort menn vilji ekki stuðla að því, að sóknarnefndir og prestar prófasts- dæmisins geti átt fund saman. Ánægjulegast væri.ef einhver söfnuð- ur bæði um að slíkur almennur sókn- arnefndafundur væri haldinn hjá sjer og byðist til að veila fundarmönnum ókeypis greiða. En varla getur það orðið nema í kaupstað eða töluverðu þjettbýli. Víðast hvar eru samgöngur svo erf- iðar og vegalengdir miklar, að þó nokkrir fundarmanna yrðu að vera 3—4 nætur að heiman, þótt fundur- inn sjálfur stæði ekki nema 2 daga, og skemur má hann ekki standa, er þá tillaga prestsins um einhvern ferða- styrk frá söfnuðunum harla sanngjörn. Að jafnaði þyrfti sá styrkur ekki að vera svo mikill að söfnuðinn munaði nokkuð um, yrðu menn alment samtaka. Væntanlega er flestum próföstum ljúft að stuðla að slíkum funda- höldum, og gæti þá komið til álita, hvort ekki mætti koma þeim í beint samband við hjeraðsfundi. Ættu pró- fastar að vera öðrum kunnugri um hverjir væru áhugamenn um kirkju- leg mál í hjeraðinu, og gælu þeir hvatt þá brjeflega til að afla málinu fylgis, hver í sinni sókn. Ekki er það ráðlegt aö ofhlaða á fundardagana með löngum fyrirlestr- um eða fjölda mála. 2—3 mál á dag er nóg í fyrstu, sjeu þau þannig valin að búast inegi við að fleiri ræði þau en prestarnir einir. Það þarf að veita fundarmönnum nægan tíma til að skrafa saman og kynnast, utan reglulegs fundar. Áhugamennirnir, hvort sem það eru leikmenn eða prestar, geta komið góðum málum á framfæri engu síður á slíkum »frjáls- um« samverustundum en við sjálf fundahöldin. Strjálbýlið og áhugaleysið eru auð- vitað víða erfiðir þröskuldar, en versti þröskulduriuri er vantraustið og svart- sýnið, sem einblýnir svo á erfiðleik- ana að það þorir ekki að hefjast handa. Hugsi söfnuðurnir um að velja bestu kirkjuvini safnaðarins í sókn- arnefndir og finni sóknarnefndir að menn treysta þeim í fleiru en að »rukka« inn kirkjugjöld, þá efast jeg ekki um að þær reynast miklu betur en þar sem þær mæta tómu vantrausti. Reynslan sannar það í höfuðstaðnum og víðar, og á eftir að sanna það betur. Rriðja sporið er að hjeraðsfundir eða safnaðarfundir sendi fulltrúa á sóknarnefndafundinn í Reykjavík. Sá fundur verður eðlilega fjölsóttur og væntanlega áhrifamestur, og frá hon- um ættu að geta borist hollir straum- ar út um land. Hann mun væntan- lega ekki hika við að taka þau kirkju- leg mál til meðferðar, seui á dagskrá eru hjá almenningi, jafnvel þótt veru- legur ágreiningur sje um þau, og geta söfnuðirnir tekið tillit til þess, er þeir senda fulltrúa á fundinn. Búast má við nokkrum andblæstri frá nýguðfræði og öðrum sjerstefnum gegn Reykjavíkur fundunum, þar sem þeir fundir, sem hjer hafa þegar veiið haldnir, hafa eindregið hallast á sveif með kirkjulegri lúterskri stefnu. En velkomið er nýguðfræði vinum, hvort sem það eru prestar eða sóknarnefnd- armenn, að koma á fund vorn og verja skoðanir sínar, ef þeim finst á þær hallsð. Forgöngumenn fundarins eru ekkert feimnir við þá. Væntan- lega getum vjer allir átt samleið í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.