Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 3
B JARMÍ 15 Jeg veit hveit jeg vil fara. Jeg vil fara til fagnaðarerindisins, til hans, sem fæddist á heilöguiu jóluin, tii Jesú, sem á undursamlegan hátt er kominn í heiminn, af þvi að hann átti þangað sjerstakt erindi, að frelsa heiminn. Jeg tigna hann, jeg elska hann, jeg lilbið hann, af því að hann átti hingað það erindi að frelsa mig. — JÞess vegna get jeg ekki haldið jól, nema jeg heyri talað um og tali um gföfina. Veit jeg vel, að mörgum falla þessi orð ekki vel í geð. Þeir vilja heyra eitthvað hugðnæmt, eitthvað elsku- legt og jólalegt, og það er sem jeg sjái suma vini mína hrista höfuð sín og kalla þetta of æsingakent. En vinn það ei fyrir vinshap manns að víkja frá götu sannleikans. En gætum nú að. Eru þeir ekki margir hjer í bæ, sem vilja heyra um gjöfina? Jú. Þess vegna hefir veriö hátíðarþröng í Guðs húsi. En af hverju? Vegna fæðingar hins guð- dómlega frelsara. — Jeg er þó ekki svo barnalega einfaldur að halda, að það sje mjer að þakka, að kirkj- an var troðfull á aðfangadagskvöldið. — í*að er að þakka aðdráttarafli gjafarinnar. t*ess vegna hafa menn sungið jólasálma í kirkjum og á heimilum. Nú hefir verið talað um gjöfina. Þess vegna var fagnaðarómur í jólasöngnum. En nú er 2. jóladagur. í dag hljómar alvarlegt orð til þeirra, sem vilja ekki að eins heyra um, heldur einnig taka á móti gjöfinni. í gær heyrðum vjer um gjöfina. í dag heyrum vjer heilagar kröfur. Nú segir Jesús: Hver sem hegrir um mig, hann er minn lærisveinn. Segir hann þetta? Nei. Hann segir: »Hver sem kannast við mig«. Það eru fjölda margir, sem kann- ast við jólin. En það er eins og jóla- ljósiö brenui niður rður en 2. jóla- dagur kemur. Menn gleðjast um stund í birtunni, en gleyma aivörunni. það eru margir, sem kannast betur við jól- in en við Jesúm En nú segir einhver: Ertu svo þröngsýnri, ertu svo óbil- gjarn að halda því fram, að menu kannist ekki við Jesúm? Þekkjum vjer ekki æfisögu hans? Eigum vjer ekki heima í kristnu landi? Jú, menn kannast við Jesúm. Hvernig ætti annað að vera? Hvert barnið kannast við hann. — En er það þetta, sem stendur í guðspjallinu i dag? Er þar talað um að kannast við hann, eins og vjer könnumst við ýms mikilmenni sögunnar? Hvað segir Jesús? »Hver sem því kannast við raig fgrir mönnununui. þetta er krafan, sem fylgir gjöfinni. Þessa væntir Jesús af þjer — og það með rjettu — að þegar þú heldur jól með söngvum og sálmurn, og kannast við Jesúm, þá viljir þú einnig koma út í dagsbirtuna og játa Jesúm, kannast við hann fyrir mönnunum. Það ætti þó að vera svo sjálfsagt fyrir alt, sem vjer eigum gjöfinni að þakka. Jeg hefi haldið jólaræður í gær og í fyrrakvöld, já, á þessum stað hefi jeg haldið jól í 17 ár. Jeg hefi i ga’r og í fyrrakvöld, eins og á undan- förnum árum, talað um jólin, jól heimilanna, jól hinna glöðu og hinna sorgbitnu. Jeg hefi bent á jólafögnuð handa þeim, sem í náttmj'rkri sitja. Jeg hefi bent á jólagjöfina. Og nú er jeg kominn hingað á 2. jóladegi. Pað er meiri kyrð og annar blær yfir þessum degi en liðn- um jólastundum. í*að logar ekki á eins mörgum hátíðaljósum. En eru þá jólin enn í hjartanu? Á að draga úr vitnisburðinum, þó að Ijósunum fækki?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.