Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 14

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 14
26 B J A R M I Sira Páll í’orleifsson á Skinnastað er eini presturinn undir boðsbrjefinu, hitt eru 2 ungir kandidatar, annar á förum til únítara á Girnli í Canada og svo 9 guðfræðisstúdentar í há- skólanum. — Er ólíklegt að stúdentar hinna deildanna vilji standa að baki prestsefnanna, og ætti þá að mega vænta frá þeim nýrra og auðvitað »frjálslyndra« tímarita um heimspeki, lögfræði og læknisfræði? Annars er það síst að lasla þótt línurnar skýrist og svæsna nýguð- fræðin komi opinberlega fram, söfn- uðurnir vita þá betur hvers þeir mega vænta af yngstu prestunum. Hitt er iiklega ekki til neins að minna þá á ungu stúdentana, að prestsstörfin sjálf hafa kent æði mörg- um efagjörnum ungum presti að fara varlega, og að við sálgæslustörf er margt nauðsyulegra en að kenna fólki biblíukrítik. Síra Jakob Kristinsson form. guð- spekisfjelagsins flytur um þessar mund- ir fjölsótt erindi um komu mann- kynsfræöarans. Trúir hann því að andi Krists hafi m. k. þrisvar birst snöggvast í Indverjanum Krishna- murti og muni bráðlega dveljast leng- ur hjá honum. En ekkert á sú trú skylt við endurkomuvonir kristninn- ar, eins og auðvelt er að sjá í nýja- testamentinu. Er rjett i þvi sambandi að minna á 3 góð rit, sumpait þýdd og sumpart frumsamin af Árna Jó- hannssyni bankamanni: Vormerki, Vökumaður og Endurkoma Krists. í*au kosta ekki nema frá 50 aurum til krónu og fást hjá höf. Prófessor Ágúst H. Bjarnason er byrjaður á fyrirlestrum um trú og vísindi. Eftir fyrsta erindi hans að dæma hefir hann margt að athuga við gamla og nýja guðfræði, guðspeki og andatrú, en mun telja únitaratrúna eina samþýðast vísindunum. Er þá loksins opinskált únítaratrúboð hafið, sem þeir hafa verið að bíða eftir í Ameriku. En óráðið mun hvar hann ætti að fá vígslu fyrsti únftaratrú- boðinn, ef söfnuður skyldi myndast- um hann. Sóknarnefndafundir. Merkur prestur skrifar Bjarma ,7/u. þ.á.: »Mjög þótti mjer vænt um sóknarnefnda- og presta-fundinn ykkar í Reykjavík. Pað er öðru nær en jeg sje ánægður með rit- ið »Kver og kirkja«, þótt jeg velji mjer hið vandaminsta að sitja hjá............ Jeg hefi hugsað um hvernig samskonar trúmálafundir gætu komist á hjer vestra. Vandræðin eru, að hver einstakur vill svo lítið leggja á sig fyrir þau efni, en ef margra kostnaður kemur á einn (t. d. prófast), þá er það honum ofurefli. Fundur, sem ætluð er að eins dagstund, er nærri lak- ari en ekki neitt. Fundarmenn ekki komn- ir fyr eu aö aflíðandi miðjum degi. Pá verður að taka sjer bita, en þegar því er lokið, verður fljótlega að fara að hugsa til heimferðar. Finna menn svo að ferð- in heflr verið svo sem til ónýtis. Sje dval- ið næturlangt til funda, (og það má til að vera svo), þá er erfltt að veita svo mörgum gislingu á sveitaheimili, en dýrt i gistihúsum í kaupstöðum. Ráðið held jeg væri að reyna að fá söfnuðina til þess að skjóta saman aurum i nokkrar krónur handa sendimanni sínum, en prestum eigi vorkunn að kosta sig sjálfirw.---- Þessi brjefkafli er íhugunarverður og sýnir að fleiri hugsa um þassa fundi en nágrannar Reykjavikur. Hentast mun víðast hvar að sóknar- nefndir gangist fyrir málinu. En hlut- verk hennar er þó fyrst og fremst að koma meira lífi í safnaðarfundi, fá t. d. sóknarprestinn eða nágranna- prest til að hefja þar umræður um eitthvert mál, sem menn hafa einhvern áhuga á, t. d. kristindómkenslu barna, heimilisguðrækni, kirkjusöng, vistleg-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.