Bjarmi - 15.03.1927, Page 14
74
B JARMI
»Ef þú getur nokkuð, þá hjálpa þú«,
eins og þegar lærisveinar hans eiga i
hlut eða aðrir vandaðir menn. — í
þessu skilur ávalt milli manns og
hans, þess vegna er hann hinn eini
frelsari mannanna. Þess vegna er hann
sannnefnt »hjálpræði allra lýða«. —
Og hjálpræði hans er ekki fólgið í
þvi, að hann gaf oss fyrirmynd til
að breyta eftir, heldur í því, að hann
dó fyrir syndir vorar oss lil lausnar-
gjalds það er í alla staði satt, sem
góður og trúaður vinur minn ritaði
mjer um þessar mundir:
»Ekkert getur haft hollari og sterk-
ari siðferðisleg áhrif en fyrirgefning
syndanna sakir náðar Guðs í Jesú
Kristi. Því að fyrirgefningunni fylgir
æfínlega náð og nýr þróttur til að
gæta ákvæðisins, sem fyrirgefningunni
er ávalt samfara: »Syndga þú ekki
framar«.
Nú hefi jeg rakið það að nokkru
sem B. K. og samlærisveinum hans
hefir kent verið, því jeg geri ekki ráð
fyrir að þeir sjeu fremri meisturum
sínum. Og kjarninn í þeirri kenningu
er þetta:
»Hjálpaðu þjer sjálfur, til þess að
Guð þurfi ekki að hjálpa þjer«. —
Ó, hve þetta er köld speki! Þjóð
vor þarfnast einhvers betra á þessu
skeiði.
Eg hefi nú ritað þetta, ef það mætti
fyrir Guðs náð verða einhverjum til
hjálpar. Jeg veit, að það er heilög
skylda hvers kristins manns að vara
aðra, sem gengið hafa á glapstigu í
trúarefnum. Og ekki veldur sá, er
varir, þó ver fari. —
Jeg vil svo enda þessi orð mín,
með orðum vinar míns, sem jeg gat
nm áðan. Hann segir enn fremur:
»Þjer vitið að Kristur hefir birst
til að taka burtu syndir! Að fyrirgefa
er að afmá eiliflega. Það muntu
sanna, íallir þú að fótum hans sem
tók burtu sekt þína og synd. Þegai
Guð hefir fyrirgefið þjer syndirnar,
varpað misgerðum þínum að baki
sjer, í djúp hafsins, þá er þjer skylt
að gleyma því, sem aö baki er, Hefir
þú þá ljett af þjer allri byrði og er
þá ekkert framar framsókn þinni til
tafar. Vissulega verður þú »ný skepna«.
losnir þú við syndabyrðina. »Hið
gamla varð að engu, sjá, alt er orðið
nýtt«. Svo langt sem austrið er frá
vestrinu, svo langt hefir Kristur fjar-
lægt afbrotin frá þjer, og þú yngist
sem örninn og þreytist aldrei á að
seilast eftir því, sem fyrir framan er.
Viltu ekki fara að leita frelsarans
alvarlega? Kristi var gefið vald til að
fyrirgefa syndir þínar, til að lækna
mein þín og veita þjer styrk til nýs,
Guði þóknanlegs lífernis. Ef þú trúir
á Jesúm Krist, þá segi jeg þjer í nafni
Guðs: Syndir þínar eru þjer fyrir-
gefnar. Vertu hughraustur! Frelsarinn
hefir tekið þig að sjer, þú tilheyrir
bonum, hann ber ábyrgð á þjer.
Treystu náð Guðs í Kristi og breyttu
samkvæmt játningunni.«
Hjer er um »hlýjan straum« að
ræða. Hann kemur frá ungum ís-
lendingi, sem ann þjóð sinni fölskva-
laust vegna Krists.
Það ættum við allir að gera.
»Þá mundi þiðna allur ís og snjór,
en aukast blóm«.
Bjarni Jónsson.
Greiðslur fyrir Bjarma:
Th. Kn. Bedford. 21. árg., E. G. 21. og
J. G. 19.—20. árg. Bredenbury, — E. H.,
P. M. J., Bj. J„ St. B. J. öll 21. árg. og
V. V. Churchbridge 20., — H. Á„ J. B„
M. T. og V. A. Hecla öll 20. árg. — A. A. J_
og J. Kr. Mozart 19.—21„ — G. Br.
Lundar 17.—22. árg„ — A. G. Torshavn
19.—20„ A. F. Friðriksstað 19.-21. 17.—20.
A. A. Hvammi. 18.—20. árg. A. E. Eskifj.
G. J. Æðey og Bægistöðum, H. J. Bakkaseli.