Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 15
BJARMI
75
Afi og amma.
Söguþættir
eftir
Guðrúnu Lúrusdóttur.
Hann leit vitanlega ekki viö mjer,
jeg kngsaði til Helgu, sein var skamt
á undan okkur.
Eins og jafnan fer þegar mörgum
reiðhestum lendir saman í hóp tók
hver að keppa við annan svo sprett-
urinn varð harður og langur. Jeg sá
að Skjóni herti á sprettinum, eftir
því sem Björn færðist nær, en þá
beygðist vegurinn til hliðar og hvarf
fyrir stóran mel. Eg vonaði með
sjálfum mjer að Helga mundi hleypa
karlinum á undan sjer og biða min
við melshornið, jeg hægði þess vegna
á sprettinum og Ijet piltana, sam-
ferðamenn Björns, komast kippkorn
á undan mjer. Þeir riðu í loftinu á
meðan jeg sá til ferða þeirra.
Eftir stutta stund bar mig fyrir
melshornið, og þar sá jeg sjón, sem jeg
seint mun gleyma. Helga lá þar hreif-
ingarlaus, auðsjáanlega eins og hún
hafði fallið af hestinum, en hann sá
jeg hvergi. Jeg þarf sjálfsagt ekki að
geta þess að þá flýtti jeg mjer. Hún
svaraði engu, þegar jeg kraup við
hlið hennar og hrópaði í angist minni
á hana, sem var mjer þó svo nærri.
Jeg hljóp að lækjarsprænu, sem seitl-
aði undan melnum og náði i
vatnssopa í hattinn minn, og vætti
höfuð hennar og andlit úr vatninu
sem þvi miður var hálfvolgt af sól-
skininu. Hugsanir minar stóðu allar
blýfastar á þessum eina verustað lífs
míns og gæfu, því hún var alt það,
sem jeg unni, og án hennar hlaut
líf mitt að verða kalt og snautt og
vegferðin eyðumerkurganga. Augna-
blikin liðu. Angist min óx. Var hún
að deyja í höndunum á mjer? Jeg
færði mig úr treyjunni, braut hana
saman og lagði undir höfuð hennar,
svo kraup jeg við hliðina á henni
með spentar greipar og mændi tár-
votum augum á andlit hennar, svo
fölt en svo fagurt, — Helga, Helga —
ýmist hvíslaði jeg eða hrópaði, þarf
jeg að geta þess að mjer virtist augna-
blikin óendanlega löng? Jeg býst við
að fæstir geti lýst þess konar stund-
um æfi sinnar, jeg reyni það heldur
ekki, nje heldur gleði minni, þegar
hún lauk upp blessuðum augunum
sínum og leit á mig. Allra fyrst var
augnaráðið óskýrt, og likast var eins
og hún væri að reyna til að ryfja upp
fyrir sjer gleymdan atburð, en með-
vitundin glæddist og augnaráðið
sltýrðist, svo að ekki leið á löngu
áður en hún gat greint mjer frá með
hverjum hætti byltan varð.
jiÞað var ekki Skjóna að kenna«,
sagði hún, alveg eins og hún hefði
lesið í huga minn.
»Þú veist að það má aldrei slá í
hann, en það gerði Björn einmitt. Um
leið og hann kleypti hestinum fram
með Skjóna, sló hann með svipunni
um þverar lendar hans, og þá trylt-
ist Skjóni og hentist yfir hvað sem
fyrir varð, samt hefði það ekki komið
að sök, ef reiðinn á söðlinum hefði
ekki slitnað, og mun jeg hafa kastast
aftur fyrir söðulsveifina, jeg man það
reyndar ógerla, því jeg misti meðvit-
undina allra snöggvast. En hitt man
jeg þeim mun betur, hvað Björn var
svipljótur. Jeg er viss um að hann
hefði verið fús til að deyða mig á
brúðkaupsdaginn minn«.
»Segðu það ekki, Helga« sagði jeg.
»Svo vondur er hann þó ekki«.
»Þú hefðir átt að sjá hann. Þú
hefðir átt að sjá illmensku svipinn á
honum. — En honum varð ekki káp-
an úr því klæðinu!«
Jeg gat ekkert sagt. Jeg fann með