Bjarmi - 15.10.1928, Síða 3
BJARMI
211
postularnir voru liðnir og trúarhitinn
og andagiftin í rjenun hjá öllum
þorranum, en jafnframt þeim sífjölg-
andi í hríðvaxandi söfnuðum, sem
voru ungir i trúnni og þurftu sjer-
stakrar fræðslu og umhyggju við,
lagðist það á herðar þessara for-
stöðumanna, að hafa sálgæsluna,
uppbj^gginguna og áminninguna meö
höndum. Til þess munu einnig hafa
verið valdir með það fyrir augum,
þeir álitsmestu og reyndustu. Sem
sagt: forstöðumennirnir tóku að erfð-
um hlutverk þeirra, sem andagáf-
urnar fjellu í ríkustum mæli í skaut
i fyrstu: postulanna, spámannanna,
fræðaranna og stjórnendanna. í stór-
um söfnuði urðu auðvitað þessir
menn nokkuð inargir. Við það mynd-
ast nokkurs konar forstöðumanna-
stjett. Síðar skiftist hún í æðri og
lægri flokka innan kirkjunnar, með
sjerstökum yfirmanni i einstökum
hjeruðum. Hún er irumstig andlegu
stjettarinnar, þar sem biskuparnir
eru yfirmenn, og enn er stigmunur á
klerkum og djáknum og öðrum óæðri
safnaðarþjónum. Upphaflega voru
forstöðumennirrir ólaunaðir og senni-
lega valdir rjett um stundarsakir, en
þegar hjer er komið, á annari og
þriðju öld, eru stöður þeirra orðnar
að fastlaunuðum embættum, og menn
vigðir til þeirra með sjerslöknm
hætti. Og vígslan er það framar öllu
öðru, sem skapar þeim virðinguna
og valdið, og greinir þá að fullu frá
leikmönnunuin.
í Hirðisbrjefunum er all-ítarlega
lýst skyldum forstöðumanna safnað-
anna. Og Kirkjusagan ber þess vitni,
að skyldur þjóna safnaðanna hafa í
aðal-dráttunum verið hinar sömu á
öllum öldum og innan allra kirkju-
deilda.
En þessi tel jeg að ætið hafi verið
höfuð-hlutverk prestanna:
1. Að frœda söfnuðina í andlegum
efnum. þeir taka við því af postul-
unum að prjedika orðið, þ. e. að
boða það með lestri hinna helgu rita
og að útskýra það, og jafnframt að
votta áreiðanleik þess. En sjer í lagi
verða þeir að uppfræða þá yngstu i
trúnni, bæði þá, sem ganga inn í
söfnuðina, og unglingana, sem eiga
að geta orðið sjálfstæðir safnaðar-
limir.
2. Prestunum heyrir að vera
ámirmendur. Þeim ber ekki að eins
að ganga á undan með góðu eftir-
dæmi, þeir eiga líka, ef svo mætti
að orði kveða, að vera eftirlitsmenn
með liferni safnaðar-meðlimanna, —
vanda um alt sem aflaga fer, en
stuðla að því, að áhrif keuningar-
innar auglýsist af dagfarinu, að ein-
staklingarnir játi Krist ekki bara
með vörunum, heldur sjeu í raun
rjettri lærisveinar hans.
3. Prestarnir eru huggarar safnað-
arins. Þeir eru skyldir til að reyna
að hugga syrgjendur og færa sjúkum
fró. Þeim ber að vitja allra sem bágt
eiga, hvort heldur í andlegu eða
likamlegu tilliti, og gera sjer far um
að hjálpa þeim.
4. Sakir hinnar sjerstöku vígslu
til embættisins, er venjan sú um
umliðnar aldir og enn í dag, að
prestarnir hafa einkarjett til að út-
hluta hinum heilögu sakramentum og
til að vinna fleiri embættisverk, svo
sem ferming, hjónavígslu, greftrun
o. fl.
5. Laust fyrir lok níundu aldar er
orðið alsiða innan kristninnar, að
allir gangi til skrifta fyrir prestun-
um, áður en þeir neyta hinnar hei-
lögu kvöldmáltíðar, og eins oftar, er
þeir hafa þess þörf. Jafnvel í mót-
mælenda-kirkjum hefir eimt eftir af
þeim sið í breytlri mynd til siðustu
ára. En sem skriftafeður safnaðanna