Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.10.1928, Qupperneq 6

Bjarmi - 15.10.1928, Qupperneq 6
214 tí J A K M 1 „Norðurljósið“ og barnaskírnin. Nl. Skírnin er, að J»ví er ytri athöfn snertir, eldri en kristindómurinn. — Dultrúar- flokkar heiðnir og sömuleiðis gyðingaleg- legir sjertrúarflokkar, sem Essenar nefnd- ust, Ijetu þá laugast með sjerstakri viðhöfn, sem í flokkinn gengu, og köiluöu það skirn. Essenar voru uppi fyrir og um daga Krists; hafa pví sumir ætlað að Jóhannes skírari hafi lært af þeim að skíra. En það kemur ekki heim við nýjatestam. (Sbr. Matt. 21, 25; og Jóh. 1. 33.). Gyðingar skírðu heiðna menn, er tóku Gyðingatrú, og gera svo enn í dag; átti sú niðurdýfingarskírn að tákna að við- komandi segði skilið við öll fyrri andleg óhreinindi og villu. »Jóhannesar-skírnina« má telja milliliö milli þessara skirnarathafna og kristilegr- ar skírnar. Jóhannes heimtaöi iðrun og syndajátningu af þeim, sem, hann skírði. Sú skírn lærisveina Jesú, er guð- spjöllin segja frá, (t. d. Jóh. 3, 22 og 4. 2.) var vafalaust eins háttað. Hún hjelst við eitthvað eftir daga Krists, eins og sjá má i Postulasögunni 19, 1—12. En Pall hik- aöi ekki við að skira kristilegri skirn þá »lærisveina«, sem tekið höfðu Jóhannes- ar-skírn. Jóhannesi skírara duldist heldur ekki sjálfum að munurinn var mikill. »Jeg skiri yður með valni til iðrunar, en eftir mig mun sá koma, er mun skíra yður með heilögum anda og eldi, sagði hann« (sbr. Matt. 3. 11. — Jeg bendi á þetta hjer af því mjer finst, að stundum sje talað svo um skírn kristinna manna, sem hún væri tákn eitt og ekkert annað en iðrunarskírn Jóhannesar skírara; þótt nýjatestam. veiti enga heimild tii þess. — En þar sem hjer er eingöngu rædd saga skírnarinnar verð- ur ekki frekar talað um áhrif kristilegrar skírnar. Jesús skírði engan sjálfur, en fól post- ulum sinum það, er hann var að skilja við þá. Kristniboðs og skirnarskipun frelsarans i Matt. 28. 19. hljóðar svo orð- rjett islenskuð úr griskunni: »Farandi þá gerið allar þjóðir að lærisveinum, skír- andi þá í nafni föðursins, og sonarins, og hins heilaga anda, keunandi þeim að halda allþað,sem jeg hefi boðiðyður«.— Jeg get ekki sjeð, að andstæðingar barna- skirnar hafi nokkra ástæðu til að styðja sina skoðun við þau orð. Miklu fremur getum vjer hinir sagt: »Börnin eru hluti þjóðanna jafnt og fullorðnir og úr því að Kristur segir: »allar þjóöir«, þá eru þau ekki undanskilin fremur en konur eða aðrir einstaklingar þjóöanna, og er því hjer skipun um að skíra jafnt börn sem fullorðna«. Ýmsir trúaðir vísindamenn, t. d. pró- fessor Odland í Osló, — líta svo á, að skírnin hafi verið eitt af því. sem Jesús talaöi um við postulana eftir upprisuna og lauslega er minst á í Postulas. 1. 3. og þá hafi hann stofnsett kristna skirn. Pess vegna hafi þeir siðar talað svo ákveðið um blessun hennar og þýðingu. (Sbr. t. d. orð Pjeturs í Post. 2. 58. og I. Pjet. 3. 21. og Páls í Efes. 5. 26 ). Hitt er eðlilegt að wkristniboðskipun- in« tali um kensluna, ókristin heimili skifta ekki um trú undirbúningslaust, en jafn eðlilegl og sjálfsagt að hörnin fylgdu foreldrum sinum inn í kristna kirkju. Kristniboðar fyr og síðar snúa boðskap sínum fyrst og fremst að fulltiða fólki, og skira ekki börn nema nokkurn veginn sje trygt, að þeim verði síðan kend kristin fræði, og þau fái við það tækifæri til að játa sjálf síðar það, sem foreldrar þeirra eða »guðfeðgin« höfðu áður játað fyrir þeirra hönd. Vjer vitum ekkert um hve nær börn voru skirð kristilegii skírn í fyrsta sinn eða hver það gerði. En mörgum finst ótrúlegt að ekkert barn hafi verið á þeim heimilum, þar sem um er getið í nýja- testam., að »heimilsfólkið« hafi verið skírt. »Lydía var skirð og heiraili hennar«, segir í Post. 16. 15, og Pall segir í I. Kor. 1. 16.: »Jeg skýrði líka heimili Stefanasar«, — En auðvitaö bar þá, sem enn í dag i kristniboðslöndum, mest á skirn fulltíða fólks og því aðallega um hana talað, stundum eins og talið sjálfsagt, að »heima- fólkið« værí skírt með húsbændunum. Ef börn kristinna foreldra í frumsöfnuðun- um hefðu öll verið óskírð, mætti búast við, að einhversstaðar væri að því vikið í postulabrjefunum, að þau ættu síðar að taka skirn og ganga í söfnuöina, en þess verður hvergi vart. í byrjun 6. kapitula Efesusbrjefsins skrifar Páll: »Pjer börn, hlýðið foreldr- um yðar í Drottni«,‘) og í 3. kap. Kólossu- 1) Orðin »i Drottni® hafa fallið brott i isl. biblíuþýðingunni síðustu.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.