Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.10.1928, Qupperneq 7

Bjarmi - 15.10.1928, Qupperneq 7
B J A R M 1 215 brjefsins, 1~8. og 20.') versi, segir hann bæöi um konurnar og börnin, sem hann áminn- ir, aö þau sjeu »í Drottni«, i síðustu ísl. biblíuþýðingunni: »sem Drottni heyra til«. En samkvæmt málvenju þeirra tíma þykir auðsætt að þessi orð; »i Drottni« tákni, að börnin jafnt sem konurnar sjeu talin meðlimir kristna safnaðarins, og »i 20 aldar þýðingu nýjatestam«. enska frá 1902 stendur i fyrgreindu versi í Efesusbrjef- inu: »eins og kristnum börnum ber« í stað orðanna »í Drottni«, og svipuð þýð- ing er í Koloss. 3, 18. og 20. v. Mjer virð- ist það langeðlilegastur skilningur, eins og raörgum öðrura, en þá fer að verða varasaint, að fullyrða »að hvergi sjáist þess merki í nýjatestam. að börn hafi verið skírð á postulatímanum«. En hvað sem um það er, vita allir, sem þekkja kristnisögu fornaldar, að i lok annarar aldar og í byrjun þriðju aldar eftir Krist tala kirkjufeður um barnaskírn, sem gamlan sið kristinna safnaða, og jafn- vel eldri bendingar til um hana. Jústinus píslarvottur (100—165 árum eftir Krist), talar í »lrúvarnarriti«, sem enn er til um »þó nokkra vor á meðal, 60 til 70 ára gamia karla og konur, sem gerðir voru lærisveinar Krists í barnæsku þeirra«. — Hann notar sama griska sagnorðið »gerð- ir voru lærisveinar«, eins og stendur í kristniboðsskipuninni i Matt. 28, 19. og langeöiilegast að skilja orð hans svo, að þetta fólk hafl verið skírt á barnsaldri, en það heflr þá verið fyrir árið 100. íreneus, biskup i Lyon seint á 2. öld. talar um barnaskírn sem gamlan og sjálf- sagðan sið í riti sinu gegn villutrú. En íreneus var fæddur í Litlu-Asíu, hlustaöi á í æsku og ritaði síðan um Polykarpus biskup i Smyrna (ý 155), og segir um hann að hann hafi umgengist Jóhannes »öld- ung« og marga fleiri er sáu Drottin, svo íreneus hafði góðar heimildir. Hippólýtus biskup á ítaliu (f 235) skrif- aði: »Skirðu fyrst börnin. Öll, sem talandi eru, svari sjálf, en foreldrar eða einhver úr fjölskyldunni svari fyrir þau ómálgu«. Órígenes, (f. 185 í Aiexandrlu i Egipta landi, d. 254 í Týrus í Föniku), var lang- lærðasti guðfræðingur um 200, átti ágætan kennara þar sem Alexandríu-Klemens var og stóð síðar í sambandi við alla helstu 1) Að vísu vantar i 20. versið ev (0 í »textus receptus« og þýðingar gerðar eftir honum, en öll bestu handrit halda því. leiðtoga kristninnar. — Hann var sjálfur skírður á barnsaldri, og segir í skýring- um sínum yfir Rómverjabrjefið greinilega, að »kirkjan hafi pann sið frá postulunum að veita einnig ungbörnum skirn«, — og víkur ekki að því einu orði, að nokkur ágreiningur sje um það málefni. Tertúllianus, lögfræðingur og guðfræð- ingur i Karthago, (f um 225) skrifaði bók um skírnina, sem enn er til. Hann var andstæðingur barnaskírnar, en nefnir þó alls ekki að hún sje nýr siður i kristn- inni, þótt sú mótbára hefði vafalaust orð- ið áhrifamest, ef sönn hefði verið. — Nei, ástæður hans eru trúfræðilegar, og eru þessar í fám orðum: »Skírn fylgir fyrir- gefning synda, en slcirn má ekki endur- taka, og því er hver maður í hættu, sem sjmdgar eftir skírnina. Best því að draga hana sem lengst. Ógiftir menn ættu t. d. ekki að skírast fyr en eftir giftingu, og langöruggast að skírast ekki fyr en á banasænginni«. — Pess verður ekki vart að samtíðarmenn Tertúllíanusar fjellust á þcssa skoðun hans. Cgprianus biskup í Kartagó, árin 248—258, sem að ýmsu leyti var lærisveinn hans, skrifaöi um að rjettast væri að skíra börn 3ja nátta göm- ul. En á 4. öld er þessi ótti Tertúllíanusar orðinn svo útbreiddur að fjöldi manna frestaði skirn sinni fram í andlátið. Keis- ararnir, Konstantínus (f 337), Konstantius (f 361) og Peódósíus mikli (f 396) Ijetu ekki skírast fyr en þeir bjuggust við dauða sínum, og sumir þeirra, sem síðar urðu stórmerkir kirkjuleiðtogar um það leyti, tóku ekki skírn, þótt foreldrarnir væru kristnir, fyr en þeir voru komnir svo til vits og ára, að þeir sáu, að þessi kenning Tertúllíanusar var röng. Ambrósíus t. d. ljet ekki skírast fyr en búið var að velja hann til biskups i Mllanó á ltaliu árið 374. Enn er til ræða eftir Jóhannes Gull- munn erkibiskup í Miklagarði, (ý 407), þar' sem hann varar alvarlega við að draga svona skírn sina. Ágústínus kirkjufaðir (f. 354, d. 430), átti mikinn þátt í þvi að þessi óvenja, að draga skírn til banalegu, liætti aftur, og bæði hann og fleiri kirkjuleiðtogar á 5. öld komu því til vegar að barnaskírn komst alment aftur á í kristnum söfnuð- um, enda þótt fullorðna skírn lijeldi á- fram við kristniboð, eins og enn á sjer stað. — En engin almenn kirkjuskipun var þá komin um hvað snemma skyldi

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.