Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 3
BJARMI
51
Sra Bjarni Símonarson,
prófastur ;í Brjánslæk.
Það setti mai'ga hljóða, er síminn
hlutti þær fregnir 17. f. m.: „Síra
Bjarni á Brjánslæk varð bráðkvadd-
ur í gær“. Vinir hans voru margir,
og flestum var kunnugt um, að
hann var þeim mjög kær.
Sunnudaginn 16.
mars var sra Bjarni
á ferð á hestbaki til
að skíra barn á
Krossi, utan til á
Barðaströnd; var
Jón bróðir hans og
2 stúlkur í för með
honum. Skamt frá
bænum Hvammi fór
prófasturinn siðast-
ur litla stund, og
Þegar samferðafólk-
>8 leit við, var hann
hniginn af hestinum
og örendur, er að
var komið. Rjett áð-
ur hafði alt sam-
ferðafólkið gengið
litla brekku, og pró-
fastur þá mælt: ,,Jeg geng ekki
langt“, en annars ekkert minst á
að hann kendi sjer meins.
Hitt vissu kunnugir, að hann
hefir verið venju fremur lasinn.
Minnist hann þess sjálfur í síðasta
brjefi sínu til mín, dags. 17. febr.
s- h, þar segir hann:
,,Jeg hefi í seinni tíð verið mjög
lasinn, einkum í kring um áramót-
Ju, og reyndar síðan nokkuð svo.
Jeg hefi aldrei orðið neitt líkt því
saniur maður síðan jeg veiktist af
brjósthimnubólgu haustið 1917. Vil
helst halda mig sem mest heima
við og fer lítið út af bænum nema
nauðsyn krefji. Að sjálfsögðu fer
jeg messuferðir, þegar jeg treysti
mjer, heilsunnar vegna, og hefi jeg
mjög sjaldan setið heima þegar svo
á stendur, nema nú um tíma“.
Það er í eina skiftið, sem hann hef-
ir minst á heilsufar í brjefum sínum
til mín. — Annars er brjefsefnið ]>á,
sem oftar, sumpart um Bjarma; hann
keypti blaðið handa ýmsu efnalitlu
fólki í prestakallinu,
cg um útvegun rita
og blaða, sem hann
vanhagaði um í bóka-
safn sitt, er var mik-
ið og merkilegt.
En íhugunarvert
er hve skamt við
sjáum. Sú greinin í
Bjarma, sem hann
sjerstaklega, þakkar í
þetta sinn, eru minn-
ingarorðin um sr. Ei-
rík Briem í 2. tbl. þ.
á. — ,,Hann mátti að
mínu áliti kallast: In-
teger vitae, sceleris-
que purus“, skrifar
sra Bjarni. En sú lýs-
ing átti og heima um
hann sjálfan. Grandvar maður, laus
við lesti, var hann, og stórt er skarð-
ið orðið fyrir ástvini hans og söfnuði.
Merkur maður úr prestakalli hans ljet
svo um mælt í vetur, þegar einhver
mintist á, að sr. Bjarni gæti sjaldan
messað nú orðið vegna heilsunnar:
,,Jeg hika ekki við að telja hann með
langbestu og þörfustu prestum lands
ins, hvað sem messufjölda hans líð-
ur, tillögur hans og öll framkoma
utan kirkju eru söfnuðum hans til
sívaxandi blessunar“.
Barnavinur og barnafræðari var
hann góður, og gekk rækilega eftir
Sra Bjarni Símonarson.