Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 14
62 BJARMI flokkum á gripasöfnum sínum. Sjer- staklega hafa líffræðingarnir verið starfsamir á sínu sviði. Þeir hafa reynt að komast að skyldleika allra dýra — frá þeim lægstu (protozoans, amoeba, o. s. frv.) til hinna fullkomn- ustu (vertebrates, mammals o.s.frv.). Aðrir hafa verið að grafa í elstu rústum borganna í Austurlöndum og þeir hafa fundið þar margt, sem af- ar-fróðlegt og stórmerkilegt hefir reynst og sem varpar nýju og skæru ljósi á sögu mannlífsins. Enn aðrir eru að kafa djúpin og klifra upp hæð- irnar í heimi mannsandans sjálfs. Fá- ar námsgreinar eru jafn skemtilegar og sálarfræðin. Þetta er aðeins stutt yfirlit yfir brot af hinum svo kölluðu skýru vís- indum (pure science), en þar að auki má benda á heilan heim af verklegum vísindum (applied science). Menn ferðast nú ekki lengur á uxum eða hestum eins og í gamla daga, heldur ]>eytast þeir áfram 50—80 mílur á klukkustundinni á bifreiðum. Menn eiga samræður yfir hafið, senda hrað- skeyti í loftinu langar leiðir, og hlusta á ræður, hljóðfæraslátt og söng í þúsundum mílna fjarlægð. — Varla gjörist ]>örf að nefna hinar mörgu, margbrotnu og stórkostlegu vjelar, sem finnast víða í verkstæðum og annarsstaðar. Á meðal þessara verklegu vísinda skipar læknisfræðin ugglaust öndveg- ið, og margir hafa fulla ástæðu til að blessa ]mð mikla og góða líknar- starf. Enginn heilvita maður neitar gildi vísindanna, en menn rugla oft saman orðatækjunum ,,náttúru vísindi" og „vísindi". Hið fyrra fjallar eingöngu um það, sem er sýnilegt og áþreifan- legt, en hið síðara innibindur alla ]»ekkingu á öllum sviðum. Sjerfræðin er góð og nauðsynleg, en hún gjörir menn, því miður, oft og einatt, sorg- lega þröngsýna. Mönnum hættir til að sjá ekkert fyrir utan takmörk ]>eirrar fræði, sem þeir hafa lagt sjerstaklega fyrir sig. Sumir, sem mjög snjallir hafa reynst á hinum ýmsu sviðum náttúruvísindanna, gleyma ]>rásinnis að fyrir ofan hið sýnilega og áþreifanlega liggur ann- ar heimur, sem er jafn verulegur og miklu æðri en hinn. Til að geta skynj- að alheiminn, sem úr efni er gjörður hefir höfundur tilverunnar gefið öll- um mönnum líkamleg skilningarvit, en til að skynja veruleikann í æðri heimum hefir drottinn látið mönnum í tje önnur skilningarvit, sem í eðli sínu ei’u langt fyrir ofan þau líkam- legu. Þekkinga manna á verunum, sannindunum og áhrifunum frá þess- um æðra heimi er jafn vísindaleg og þekking hans á því, sem úr efni er gjört — og vísindalegri fyrir þá sök, að þessi sannindi eru þau allra dýpstu, háfleygustu og háleitustu, sem tilveran öll hefir að geyma. Náttúruvísindin hafa skapað and- rúmsloft, sem yfirleitt er heilnæjnt og gott. Þau hafa líka skapað aðferð- ir, lög og reglur, sem hafa reynst haldgóðar og áreiðanlegar í hvívetna. Stuttlega skulum vjer gera oss grein fyrir þessu. Yísindin byggja algjörlega á tvennu — staðreyndum og senniley- um tilc/átum (Facts and Working Hypotheses). Staðreynd er það, sem margir hafa íhugað, athugað og rannsakað með mestu vandvirkni og komist að þeirri niðurstöðu, að ])að sje raunveruleiki. Ekkert er samt á- litið staðreynd fyr en allir, eða nærri allir, hæfustu mennirnir á því sviði hafa ]>annig ályktað. Þessi rannsókn- arandi vísindanna hefir reynst mjög heilsusamlegur og affarasæll. Sagt er að hann eigi rót sína að rekja, að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.