Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 15
BJAKMI 63 miklu leyti, til Lord Bacons á Eng- landi. Á hans tíð, og fyrir hans tíð, var heimurinn fullur af allskonar hjá- trú, bábiljum og hindurvitnum. — I'etta höfðu menn tekið í arf frá mið- öldunum. Menn gjörðu ]>á óteljandi og fráleitustu staðhæfingar, til dæm- is, eyddu miklum og dýrmætum tíma í að deila um, hvað margir englar kæmust fyrir á nálaroddi. I nafni besta andlega lífsins á sinni tíð, hróp- aði hann „stans“ við öllum ]>essum heilaspuna og hugmyndaflugi. Hann var eins og ný rödd á eyðimörku, sem kallaði hátt og snjalt: „Musteri |>ekk- ingarinnar |>arf að hreinsa af öllum skurðgoðum og hjegiljum. Alt |>arf að rannsaka sem ítarlegast, og ekk- ert má álítast staðreynd nema ]>að, sem staðist getur mjög gagnrýnandi rannsókn." Þessi andastefna Bacons og annara vísindafrömuða hefir lagt allan mentaða heiminn undir sig — öllum til mikillar blessunar. En fljótt ráku menn sig á |>ann raunveruleika að ótal margt í tilver- unni er fyrir ofan mannlegan skiln- ing — margt, sem ómögulegt er að sanna fullkomlega — ekki strax um hæl að minsta kosti. Þetta óskiljan- lega heillaði mannsandann einna West. Hann ]>ráði að skygnast inn í |>að og |>annig nema ný lönd og nýja heima. Hann var ekki ánægður að rannsaka eingöngu ]>að, sem var að öllu leyti ]>ekkjanlegt. Nýja aðferð ]>urfti að skapa til að höndla ]>essa hluti, og er hún kölluð „sennilegar til- gátur“ (Working Hypotheses). Þar sem ókleyft er að sanna að fullnustu, geta menn til. Þessar tilgátur bygg.i- ast á líkunum, sem felast í staðreynd- unum, sem búið er að sanna. Svo hegða menn sjer eins og ]>essar til- gátur væru sannar og íhuga vandlega afleiðingarnar, og ]>ær hljóta í öllurn tilfellum að segja til hvort tilgáturn- ar eru sannar eða ekki. Ef að afleið- ingarnar bera ótvíræðan vott um að ]>ær sjeu sannar, ]>á eru ]>ær álitnar sannar, og ]>eim er gefið nærri sarna gildi og staðreyndum. Með þessum hætti hafa vísindin uppgötváð ótal margt, sem annars hefði verið hulin ráðgáta, til eilífðar. Sagt er að þessi aðferð eigi rót sína að rekja til Sir Isaacs Newtons, kristna spekingsins mikla. Hún hefir fengið einróma við- urkenningu í öllum vísindaheiminum. Önnur kenning vísindanna nefnist „multiple hypotheses". Þegar menn verða varir við einhverja afleiðingu, gjöra ]xir allar hugsanlegar tilgátur henni viðvíkandi. Svo eru þær allar rannsakaðar mjög ítarlega og öllum ]>eim, sem standast ekki ]>essa rann- sókn, er varpað útbyrðis. Vísindin gera greinarmun á tilveru einhvers hlutar og eðli hans. Þekk- ingin getur verið fullkomin á ]>ví fyrrá, en mjög takmörkuð á því síð- ara. — Einnig kenna ]>au, að ]>egar eitt- hvað verkar á annað, verður afleið- ingin sú sama, hvar sem er í heimi. Sje þetta ekki tilfellið, ]>á er eitthvað bogið við rannsóknina. Þetta eru meginréglur náttúruvís- indanna. — En byggist ekki trúar- reynsla kristins manns á nákvæm- lega sama grundvelli? Kristinn mað- ur byggir líka á staðreynckmi, og sennilegum tilgátum (á trú). Hann lifir eftir trú sinni og afleiðingarnar hafa margsannað að hún er rjett. — Hann veit fyrir víst, að guð er per- sónuleg vera í alheiminum, vegna ]>ess að hann hefir verið í persónv- legu samfjelagi við hann. En hann játar auðmjúklega vanmátt sinn að vita alt um tilveru hans og eðli. Kristi lega reynslan, í öllum meginatriðum, er sú sama hvar í heimi sem er. Auð- vitað mótast hún af skapferli og eðl-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.