Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 7
BJARMI 55 C‘ii ræðuhöld og söng. peir neituðtí að vinmi eiö og fara í ófrið, nema til að lijúkra særðuin, höfðu enga presta nje kirkjur, og l>úuðu alla. Flokkur þeirra er tiltölulega mjög fá- inennur, um 20 þús. á Eriglandi, og 100 þtís. í Bandaríkjunum, og ekki nema nokk- tír hluti þeirra nú, sem fvlgir að öllu leyti elstu reglum þeirra. En ýmsir ágætismerin í þeirra hóp hafa mjög eflt vinsældir ]>eirra. Sumir hafa verið stóriðjuliöldar (t. d. Cadhury), er veitt hafa verkaíolki sínu svo góða hlutdeild í arði fyrirtækjanna, að öll „stjettabarátta" fór þar fyrir neðan garð. Aðrir unnu alþjóð gagn með mannúð- arstarfi, eins og t. d. William Penn (d. 1718), stofnandi Pennsylvaníuríkis vestra, Elísabet Fry (d. 1845) fangelsa-postnlinn frægi, og Herbert Hoover, ,.bryti Mið- 13vrópu“ um og eftir ófriðinn mikla og nú- Verandi forseti Bandaríkjanna. Fjöldi manna fer árlega utan til tíð kynnast ýmsum málum, en sjald- gæft er á voru landi, að bændur tak- ist slíka ferð á hendur til að kynnast kristindómsmálum, og jafn sjaldgæft að ]>eir fari síðan bæ frá bæ til að vitna um trú sína. Klemens í Ból- staðarhlíð hefir hvorttveggja gjört og á ]>ví virðingu skilið allra trú- manna. Hitt er alt annað, að Bjarmi telur ekki bætandi við sjerflokkana í fámenni voru, og telur hvern ]>ann einlægan prjedikara ]>arflegastan, sem beinir öllu starfsþreki sínu að l»ví eimi, að fá menn til að fylkja s.jer undir merki Krists, en er ekki að blanda ]>ar í beinum eða óbein- Urn árásum á ]>ær kenningar eða siði, sem meginþorra ]>jóðar vorrar eru kærir, og lútersk kristni um allar heim telur sig hafa jafn góða heim- ildir að, eða betri, en smáflokkarnir rið sínum siðum. Jeg vona, að vinur minn í Bólstað- arhlíð fylli aldrei flokk ágengu trú- boðanna, sem aldrei geta sjeð lút- erskar trúarskoðanir í friði. — — Það er löng bæjarleið frá Bólstað- arhlíð út að Æsustöðum í Langadal, ]>ar sem síra Gunnar Árnason býr, en fljótfarið er það í bifreið. Prest- urinn var heima og margt við hann að s'krafa. Prestssetrið var áður á Bergstöðum, langt inni í Svartárdal, og kirkjurnar lengi 2, á Bergstöðum og í Bólstaðarhlíð, en ]>egar Holta- staðasókn með Langadal og Laxár- dal var bætt við, urðu Bergstaðir ófært prestssetur. Æsustaðir eru miklu betur settir í því tilliti, en mjög er ]>ar illa hýst, og vonandi, að úr verði bætt bráðlega. Prestakallið er mjög víðlent, erfitt yfirferðar á vetrum og langur kirkju- vegur og erfiður fyrir flesta bæi í Laxárdal. En lánsamt er fólkið, að eiga þann áhugamann fyrir prest, sem fer heim til þessi með ræður sín- ar, og leggur kapp á, að húsvitjanir verði annað og betra en manntal og kaffidrykkja. Kært hefði mjer verið að geta heilsað góðkunningjum mínum á Holtastöðum og Geitaskarði í Langa- dal, en nú var dagur að kvöldi kom- inn, svo að við urðum að fara við- stöðulaust til Blönduóss. I>ar varð Ingibjörg Johnsen eftir, en Ágúst bif- reiðarstjóri flutti okkur hin út að Höskuldsstöðum til prófastshjónanna Jóns Pálssonar og Margrjetar Sig- urðardóttur; dvöldum við ]>ar í besta yfirlæti til hádegis daginn eftir. Höskuldsstaðabærinn gamli brann í stórhríð fyrir nokkrum árum, eins og mörgum er minnisstætt. Nú er ]>ar reisulegt steinhús, en gestrisnin ó- breytt, enda munu ]>eir ferðamenn æðimargir, sem eiga ]>aðan góðar minningar. Framliald.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.