Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 12
B J A R M I 60 Guðs, en hann elskar okkur eigi að síður og þráir að við komum til sín eins og við erum, ]»ví hann veit að við getum aldrei rjettlætt okkur sjálf eða innunnið okkur blessun hans. Þess vegna gaf hann okkur „son sinn eingetinn til ]>ess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Og |>að er einmitt samfje- lag við Jesúm Krist, sem okkur er boðið í hinni heilögu kvöldmáltíð. — Komdu því ókvíðinn til hans; því hann sagði: „þann, sem til mín kem- ur, mun jeg alls ekki burtu reka“. (Jóh. 6, 35). Og það, að þú finnur óverðleika |>inn er nauðsynlegt skil- yrði til þess, að þú getir komið fram fyrir hann í sönnum iðrunaranda, og' beðið í auðmýkt: „Guð vertu mjer syndugum líknsamur". Margt annað en það, sem jeg nú hefi nefnt, getur verið þjer til hindr. unar, en hvað sem það annars er, ]>á bið þú Guð um hjálp til að yfir- vega það alt svo að þú þurfir ekki lengur að fara á mis við bikar bless- unarinnar. í dag er Pálmasunnudagur. Frá hönum skýrir heilög Ritning þannig að fjölmenni mikið fagnaði kom Krists til Jerúsalem og tignaði hann sem konung sinn. En hrifning þessa mikla skara og skyndilegt fráhvarf hans er raunaleg mynd af hverflyndi okkar mannnanna. Við innsetning heilagrar kvöldmáltíðar hinn fyrsta Skírdag, var aðeins fámennur læri- sveina hópur, og |>ar var sá, sem sveik Meistara sinn. 1 dag höfum við verið með í hin- um mikla skara, sem fagnar kon- unginum Kristi, sem einn er herra himins og jarðar. Erum við stöðug- lyndari en |>eir, sem hinn fyrsta Pálmasunnudag sögðu: „Blessaður sje sá, sem kemur í nafni Drottins?*' Næstkomandi skírdag er okkur boðið að taka þátt í náðarmáltíð hans. I»á fáum við tækifæri til að sýna honum kærleika og trygð. — Eigum við að hafna boði hans? Með hverju getur ]>ú afsakað þig? Jeg veit, að margir hafa afsakanir á reiðum höndum, en á bak við flest- ar ]>eirra l'elast aðeins fjögur orð, og ]>au eru þessi: Jey vil ekki koma. Kæru vinir! Er |>að skynsamlegt af okkur að kalla okkur kristna, og hafna boði Krists? — Nei, vissulega ekki. J>ess vegna skulum við með þakklæti og gleði ganga að borði Drottins til ]>ess að njóta blessunar hans. Já, gleymum því ekki, að í ]>eim eina tilgangi megum við koma þangað, ]>ví betra væri okkur að fara þangað ekki, en að koma þar með svik í huga, |>ví ]>ó við getum dulið óheilindi okkar hvert fyrir öðru, ]>á fáum við aldrei dulið |>au fyrir hon- um. Komum ]>ví til hans í sannleika og auðmýkt. Krefjumst þess ekki af Guði, að hann veiti okkur neitt, sem við sjálf ákveðum, því hann veit miklu betur en við sjálf, hvers við þörfnumst helst. Biðjum hann ]>ví að opna huga okkar fyrir |>eirri blessun, sem hann vill veita okkur, og að samfjelag okkar við Krist mætti tengja okkur saman í kær- leika hans, svo að við á allan hátt mættum reyna að hjálpa hvort öðru til þess að lifa í hlýðni við hann og í trú á kærleika og mátt hans. ------*><=><«---- Dálítið fer [>að í viixt að fólk fari til altaris á skírdag. í fyrra var blaðinu skrif- að af Austfjörðum eittlivað á [>essa leið: »I>að voru mikil viðbrigði og góð, er ungi presturinn okkar boðaði altarisgöngu á skírdag; við urðum íleiri en sumir ætluðu, sem hagnýttum okkur [>að og áttum dýr* mæta stund við náðarborð frelsarans. Pótt mér mislíki sumt af [>vi, sem presturinn segir í stólnum, blessa ég hann fyrir pessa nýbreytni*. — Ritstj.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.