Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 24
72 B J A R M I ]>egar svo er komið, að skoðanir manna eru mjög skiftar. Sam|>ykki kirkjulegs aðilja, biskups, prófasts og kirkjuráðs ætti að vera trygging ]>ess að söfnuðir legðu meiri alúð við val sitt, og enda rjettmætt, að álits ]>eirra gæti að einhverju, ef sundrung er inn- an safnaðanna. Þá virðist ]>að og til bóta, að prestar eða prestsefni hafi eigi lengur slíka hvöt til að fara I prestaköllin á meðan undirbúningur kosninga fer fram, eins og núgild- andi veitingalög gefa ]>eim. ]>að mun hugur manna innan prestastjettar- innar, að setja ]>að ákvæði í stjettar- reglur sínar (codex eticus), að prest- ar megi ekki fara í prestaköll fyr en köllunarfrestur er liðinn, nema ]>á eftir ósk sóknarnefnda. Frumvarp |>etta ætti einnig að stuðla að því, að vekja almennan á- huga um val sóknarnefnda, þar sem ]>ær fá meiri áhrif um val prests, og verður að telja ]>að framför. Að sjálf- sögðu verður að kjósa allar sóknar- nefndir að nýju, um leið og lög þessi koma til framkvæmda. Minningarorð. Frh. Mjer finst talsvert skylt með ]>ess- um musterisgesti í Jerúsalem, er varð að trú sinni á dásamlegan hátt og þeim vini Krists og vini vorum, sem kallaður var hjeðan og kveður oss nú um jólabil. Mjer virtist, ]>ann stutta tíma, er mjer varð auðið að kynnast og eiga tal við Einar í Blönduhlíð, að ]>ar væri trúmaður á all-háu stigi, þar væri fötlskvalaus Kristsvinur, er þráði eigi annað heit- ara nú á æfikvöldi en ]>að, að fá hvíld og finna frið þann, sem innilegt sam- fjelag við hann veitir og sú blessun og hugsvölun, er ]>ar er framrjett í náð — óverðskuldaðri náð — van- máttugum og sjálfum sjer ónógum börnum syndarinnar til handa. Hvort þessi þrá hans hefir verið svo rík og yfirgnæfandi í sálarlífi hans jafnan á liðinni æfi, er jeg sakir ókunnugleika eigi bær um að dæma. En hitt er mjer ljóst, að síðan jeg kom í þetta bygðarlag, fyrir hálfu öðru ári, hefi jeg vart fyrirfundið nje kynst neinum þeim, er væri jafnhugleikið og eiginlegt að ræða um andleg málefni, í anda hinnar eldri, evangelisk-lútersku stefnu, eins og Einari sáluga frá Blönduhlíð. Hver athöfn, sem fram fór á sviði kirkjulegrar starfsemi, var honum heilög og kær. Jafnvel upptaka hins saklausa ungbarns í kristinn söfnuð í' heilagri skírn, var honum hugvekja til andlegra iðk- ana, því með henni taldi hann sig og aðra vera minta á, hvert leið- inni væri komið hjá sjálfum þeim í skilningi trúarlærdómanna og í skóla lærasveinalífsins, undir leið- sögn Krists orða og anda. Honum var og mjög hugleikið, að æskan mætti sem best og sem fyrst kom- ast undir áhrifavald Krists, og harmaði það, hve örðugt er aðstöðu úti í sveitum landsins til slíkrar starfsemi, þeirrar, er lýtur að hinu andlega uppeldi hinna ungu. Leit hann því mjög hlýjum augum suð- ur til hinna nýju, andlegu fundar- halda í höfuðstað landsins á hausti hverju, og ljet sjer eitt sinn um munn fara, .að sóknirnar hjer ættu að styrkja menn til farar þangað til þátttöku í hinu andlega lífi. Hann var og einlægur vinur trú- málablaðsins ,,Bjarma“ og eindreg- ið fylgjandi þeirri stefnu, er það ræðir. Hann vildi að dæmi postul- ans ekkert vita ,,annað en Jesúm

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.