Bjarmi - 01.12.1933, Qupperneq 5
B J ARMI
173
eins og oft vill verða, að þar sem eymdin
er mest, þar eru börnin flest — og öfugt.
Árið 1909 voru t. d. safnaðarmeðlimirnir
alls 5289, þar af 2040 börn yng'ri en 15
ára (nærri 40%).
Þetta er akurinn, og' þá skulum vjer
snúa oss að verkamönnum Drottins á þess-
um vanhirta akri.
Presturinn, H. E. Wislöff, er ungur, and-
fyltur maður, sem gegnir starfi sínu í
krafti Drottins. En sjer við hlið hefjr hann
safnaðarsystur (diakonissu), sem hefir á
hendi framkvæmdirnar í líknarstarfinu.
Hún vitjar sjúkra, hún heimsækir fang-
ana, hún leiðbeinir og' hjálpar heimilun-
um, lítur eftir börnunum og er í öllu
sannkölluð systir safnaðarins. Göfugra
hlutverk er vart hægt að hugsa sjer f.yrir
unga stúlku. Jeg mun minnast nokkru nán-
ar á þessa systur aftur síðar.
Ennfremur hefir presturinn sjer viö
hlið 3 guðfræðisstúdenta, sem fá fæði og
húsnæði hjá söfnuðinum gegn því að taka
þátt í starfinu. Peir standa að mestu leyti
fyrir æskulýðsstarfinu.
Þá er starfið sjálft. Það er best að jeg
byrji á börnunum. Frá fæðingu þeirra og
þar til þau eru 9 mán. koma mæðurnar
með þau og' fá ókeypis læknisskoðun
á þeim og’ ráðleggingar um meðferð þeirra.
Þá eru stundum allt að 40 börn á þess-
um aldri samankomin í sömu stofunni,
og má nærri geta hve hljótt muni vera
þar!
Flestar mæðurnar vinna úti á daginn
og geta því ekki sint börnunum á meðan.
Og til að koma í veg fyrir, að annað hvort
verði móðirin að sleppa atvinnunni og líða
því meiri skort, eða að börnin sjeu látin
gæta sín sjálf, þá hefir söfnuðurinn ung-
barnáheimili, þar sem börnin fá alla þá
umönnun, sem þau þurfa. Móðirin kemur
með barnið um morgunin um leið og' hún
fer í vinnuna og tekur það svo aftur um
kvöldið um leið og hún fer heim. Á þessu
ungbarnaheimili eru aðeins börn yngri en
3 ára; eldri börn eru höfð á dagheimilum
svo nefndum.
Andlega starfið fyrir börnin byrjar í
sunnudagaskólanum. Það starf er rekið
með sama hætti og' heima á íslandi, svo
að jeg sleppi að lýsa því nánar. Þá taka
við biblíulestrarflokkar, bæði fyrir drengi
og stúlkur. Þá er líka barnakór, sem hefir
orðið til mikillar hjálpar og blessunar í
starfinu. Eftir fermingaraldur tekur æsku-
lýðsfjelagið við — þar hafa verið vakn-
ingar undanfarin ár. Innan þess er söng-
flokkurinn »Vorboðinn«. Af honum gæti
hinn kristni æskulýður heirna lært mikið.
Markmið kórsins er, skv. lögum hans, »að
syngja fagnaðarerindið í starfi Tóiensafn-
aðarins, og' sömuleiðis á sjúkrahúsum og
í fangelsum.« Á hverju liausti hefir flokk-
urinn basai', og rennur ágóðinn til að
kaupa fatnað handa fátækustu börnunum,
sem annars yrðu að ganga hálfnakin í
vetrarkuldanum. Auk þess hefir flokkur-
inn safnað inn talsverðu fje með söng sín-
um, og hefir það m. a. gengið til skreyt-
ingar á kirkjunni. - Auk þessa eru tvö
skátafjelög innan safnaðarins, annað fyrir
drengi og hitt fyrir stúlkur, bindindisfje-
lag fyrir börn og' ung'linga — og' svo að
lokum sumarstarfið, sem jeg- skal minn-
ast aftur á seinna.
Konurnar liggja ekki á liði sínu í Tóien-
söfnuði. Þar eru um 5 kvenfjelög, sem
livert hefir sitt hlutverk: saumafjelag, sem
lagar og' saumar fatnað handa þeim fátæk-
ustu, bindindisfjelag', sem aðstoðar »Bláa
kross«-starfsemina, innsöfnunarfjelög o.
s. frv. Eitt kvenfjelagið er fyrir þær kon-
ur, sem ekki geta mætt á kvöldfundum,
af því að þá eru þær að vinna, ýmist við
gólfþvott í skrifstofum og verslunum, eða
við blaða útburð o. s. frv. Þær halda fundi
sína frá 12—2. (Máltíðir eru hjer á öðr-
um tíma en venjulegt er heima). Einnig
hefir söfnuðurinn trúboðsfjelag, sem styrk-
ir heiðingjatrúboðið.
Áður en jeg lýk við að seg'ja frá fje-