Bjarmi - 01.12.1933, Síða 11
B J ARMI
179
lítið (að ekki sje sagt eftirlitslaust) hafa
þau verið reist sumstaðar, enda reynast
þau að sumu leyti vart hæf til íbúðar.
Pað má þykja eðlilegt, að í fjölbygðum
kaupstöðum, eins og Reykjavík t. d., sje
það skilið sem skylt að reisa einvörðungu
steinhús á aðalbæjarsvæðinu, vegna bruna-
hættu og fleira.; þar eru og best tök á
að gjöra þau vel úr garði og að öllu við-
unanlega, eftir því sem á stendur. En jeg
tel varlesra í það farandi að gjöra slíkt að
skvldu upp um hjeruð. Þó hefir enn ver-
ið vegið í þann sama knjerunn í lögunum
frá 1931 um hýsing prestssetra. Og eins
munu kirkjuvöld, ráðuneyti, biskup,
menntamálaráð (sem samkv. lögum frá ’28
hefir nokkurt ályktunarvald í þessu efni)
algjört nú orðið vilja áskilja, að því
er bygging kirkna snertir, að þær skúli
gjörðar af steini (steinsteypu), þótt engan
hljóti þær opinberan styrk, heldur aðeins
naumt lán af kirknafje; svo mjög hefir
að þessu kveðið á síðkastið, að dæmi er
til þess, að í stappi hefir gengið (fyrir
2—3 árum) að fá að gjöra upp timbur-
kirkju úr sama efni, enda þótt sú kirkja
ætti sjálf eign fyrir sínum kostnaði og
þ.vrfti ekki að fá lán úr kirkjusjóði (hin-
um almenna). — Er þetta rjettmætt? Er
það hyggilegt og heppilegt?
Á kosti og ókosti steinhúsa (og stein-
kirkna) hefir áður lítillega verið minst.
Þau geta verið góð, — og það er vitað,
að steinhús gjörð með tvöföldum veggjum
og tróði í milli, reynast allvel, ef til alls
er vandað (en einmitt þar er sjerstakur
vandi á ferðum, eigi alt vel að fara); en
þannig eru kirkjur ekki bygðar. En sem
sagt, er steinhús mistakast, eru þau raun-
verulega slæm. Með þessu er ekki verið
að neita, að einhverjar steinkirkjur kunni
að hafa reynst sæmilega, nje að svo verði
áfram. Ef menn gjöra sjer alt far um,
þar sem kirkjur eru í smíðum eða verða
reistar úr steini, að vanda til þeirra í hví-
vetna, að allri gerð, umbúnaði og upphit-
un, mega menn vissulega vænta góðs af
húsinu. En fyrirkomulagið er jafn var-
hugavert fyrir því, alment tekið, ef ein-
strengingslega er á málum haldið. — Menn
tala um að miklar byggingar eigi að vera
»varanlegar«, hús reist fyrir lánsfje lögum
samkvæmt (og fyrir lánsskuldinni eiga
þau að standa að veði); opinberar bygg-
ingar eigi að endast og — umfram alt
kirkjur að haldast jafnvel öld eftir öld.
En hví skyldu kirkjur endast öðru framar?
Víst er reyndar um það, að hinar frægu
kirkjur ýmsar út um lönd hafa vel staðist
tímans tönn, en þeim er nú ekki saman
að jafna við kirkjur hjer á landi, enda eru
hinar gömlu kirkjur ekki gerðar úr hinni
nýrri steinsteypu. En steinkirkjur höfum
vjer. Lítum nú á málið og gerum saman-
burð, til almennara yfirlits. Steinhús
standa lengur en timburhús (ef þau ekki
hrynja, sem er mjög sjaldgæft, en gæti
borið við t. d. í jarðskjálftum); en er alt
fengið með Idví? Segjum, að sæmileg stein-
kirkja í hjeraði kosti 20 þúsund kr.; timb-
urkirkju (í bráðina eins góða) megi reisa
fyrir helmingi minna verð, 10 þús. kr. Sú
kirkja yrði ágæt til að byrja með, vel bygð
úr g'óðum trjávið, og fólkið kynni henni
að ýmsu leyti betur (sbr. áður sagt), en
þyrfti auðvitað eitthvað meira viðhald,
og' þó getur oi'ðið spurning um það, ef ekki
tækist vel til með steinsteypuna í hinni
o. s. frv. Timburkirkjuna þarf að gjöra
upp, ef til vill eftir 40 50 ár, eða jafn-
vel byggja nýja kirkju (og gæti þó verið,
að ekki þyrfti þess fyr en eftir 60- -70
ár). Þá stendur steinkirkjan enn •— en
hvérnig er hún? Þær eru að vísu ekki
sjerlega fallegar kirkjurnar eins og húsa-
meistarar vorir nú tpikna þær, en hvað
munu þær þykja eftir hálfa öld? Hver
veit, hvernig menn þá una húsagerð, eða
úr hverju efni þá verður bygt? Munu menn
þá una sjer í þessum — að vísu helga
steini? Og mun þá auðgjört að breyta
til um steininn? Nei, ekki nema með því