Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1933, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.12.1933, Qupperneq 15
BJARMI 183 hinn mesti áhugamaður og hafði gott lag á að mæla með þessu fyrirtæki sínu í ræðu og riti. Streymdu að honum gjafir og fá- vitar voru sendir til hans frá Englandi, Fra'kklandi og Þýskalandi og auðvitað frá Sviss. En hann hafði g'jört sjer alltof miklar vonir um áhrif fjallaloftsins, og vakið von- ir rm 1 kningu fávita, sem ekki rættust, og auk þess þóttu fjármál hans í ólagi svo stofnunin fór á höfuðið og beið öll fávita- hjúkrun í Sviss við það hinn mesta hnekki um langt skeið á eftir. — — Samt sem áður höiðu rit og ræður Guggenbuhls vak- ið marga erlenda lækna og mannvini til að hugsa um málefni fávitanna. Á Þýskalandi voru það prestar og kenn- arar sem fyrstir stofnuðu fávitahæli árið 1840. Fyrsta hælið var skamt frá Leipzig og hvað standa enn og er elsta fávitahæli í heimi. 15 árum seinna kom fyrsta hæl- ið í Danmörku. Það er alment talið að Danir standi í fremstu röð um ýms mannúðarmál, og á það ekki síst heima þegar talað er um fávitahæli. Sá, sem þar braut ísinn, var góðkunn- ur geðveikralæknir og mannvinur, Jens Itassmussen Huberts að nafni. Ilælið, sem hann kom upp var kent við gamla Bakhahús á Sjálandi. Það byrjaði með fjórum fávitum, en nú eru þar á 3. hundrað og önnur fávitahæli í sambandi við það miklu stærri. Hælið var fyrst kallað >lækningastofn- un fyrir fábjána,« en heitir nú »Skóla- heimilið í gamla Bakkahúsi«. Það nafn, »Skolehjem« eða »Skólaheimili,« er alment notað á Norðurlöndum um öll hæli fyrir hálfvita, og' mun vera sprottið af nær- gætni við aðstandendur barnanna. — Það er nógu sárt fyrir foreldra að barnið þeirra sje fáviti, þótt þau sjeu ekki á það mint beinlínis í hvert skifti sem dvalarstaður barnsins er nefndur. Árið 1865 eða 10 árum eftir að fyrsta fávitahælið var stofnað í Danmörku, kom annað í viðbót Stofnandi þess var Jóhann Keller guðfræðiskandidat, áður formaður málleysingjaskóla. Fávitaskólinn sem Kell- er stofnaði var í fyrstu deild við málleys- ingjaskólann í Kaupmannahöfn, en fjekk brátt svo mikla aðsókn að hann varð sjálf- stæð stofnun. Jafnframt vann Keller að ])ví með óþreytandi áhuga að fá fjárveit- ingavaldið og alla mannvini til að sinna málefnum fávita. 1 dagblco, tímarit og smárit skrifaði hann seint og snemma um |>etta áhugamál sitt og' varð mikið ágengt bæði í Danmörku og annarsstaðar á Norð- urlöndum. Ilann bygg'ði enga loftkastala á uppeldi nje lækningum, en sá vel að það þurfti að aðgreina fávitana og hæli þeirra þannig', að þeir aumustu fengju hjúkrun í hælum, sem Danir kalla oft »Asyl«. Þeir næst lægstu áttu að fá vinnuhæli og' hálf- vitarnir skólaheimili, en svo bætti hann því við að þeir sem væru búnir að vera í skóla til 18 ára aldurs eða þar um bil þyrftu að komast á góð fámenn sveitheimili, með áframhaldandi eftirliti skóla þess sem þeir hefðu verið í. Hann sá að þetta eftirlit var nauðsynleg't m. k. fyrstu árin til þess að tryg'g'ja hálfvitum góða aðbúð og alla nærgætni. Gat hann komið því til vegar að ríkið lagði fram nokkurt fje til að gefa með slíkum hálfvitum. — Hefir það tíllag aukist síðan og- þetta fyrirkomulag reynst vel miklu víðar en í Danmörku. JÓhann Keller andaðist 1884, tæplega 54 ára að aldri og tók þá sonur hans, Christ- ian Keller við forstöðu íavitahælanna. Hann var læknir og' gat því hagnýtt lækna- vísindin en jafnframt reyndist hann fram- úrskarandi mannvinur og ákveðinn dugn- aðarmaður. Heilsa hans og' vinnuþrek ent- ist svo vel að hann hætti ekki störfum fyr en í fyrra vor. — Æfistarf hans varð svo mikið að nafn hans er nefnt um allan heim þegar rætt er um fávitahæli. Iíonum var mjög urn það hugað að allur aðbúnaður á fávitahælum væri svo vist-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.