Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 18
186 BJARMI Frá Lettlandi, ad mestu leyti eftir nýkomnum grein- um frá herra Kirsteins í Vent- spils á Lettlandi. I Lettlandi eða Latvíu eru lúterskir menn um 57% þjóðarinnar, 23% rómversk kaþólskir, 9% grísk-kaþólskir, 5% »gamal- trúaðir« Rússar (Staroverzi), 5% Gyðing- ar, og um 1% »utan flokka«. — Á meðan Lettland var í valdi Rússa . rjeðu þýskir aðalsmenn yfir lúterskum safnaðarmálum, þótt ekki væru þá nema 20 söfnuðir, sem mæltu á þýsku. Á ófriðarárunum fór allt kirkjulíf út um Jjúfur, og hnignun varð mikil í öllu siðferði. Árið 1919 var ríkið stofnað og var þá farið að endurreisa kirkjuna. En kirkju- lögin, sem nú er búið við, eru frá 1928. Söfnuðir Lúterskir eru alls 295, allir lett- neskir, hvað tungumál snertir, nema 47 Isýskír og 2 estneskir. Fullorðið safnaðar- fólk í lettnesku söfnuðunum er 'um 730 þús. og' í hinum um 8000. Prestarnir eru 293 fyrir þá c 1 100 000 íbúa, sem lút- erskum sið fylgja. Tveir l)iskupar voru kosnir árið 1922, Karlis Irbe fyrir Jettneska, en Poelchau fyrir þýska söfnuði. Söderblom Svíabisk- up vígði iv. Irbe með mikilli viðhöfn vor- ið 1922. Sýnodus kaus í fyrravor (1/4. ’32) Theodor Grunberg fyrir erkibiskup Lett- lands. Ilann var 25 ár prestur í Ventspils og síðan rektor menntaskólans í þeirri borg. Hann tók ekki biskupsvígslu fyr en í okt. s. 1. Hafði það dregist út af deilum um dómkirkjuna í Riga. Þýsku- mælandi söfnuður var sviftur yfirráðum hennar af J)jóðernisákafa lettnesku mæl- andi manna. Það er langveglegasta kirkja landsins, og þótti sjálfsag't að Griinberg tæki þar biskupsvígslu, — »en þá komum vjer ekki,« sögðu þýskumælandi menn. Kirkjan stjórnar sjálf öllum málum sínum. Innanríkisráðherrann getur aðeins andmælt þeim ákvæðum, sem hann tel- ur hættuleg ríkinu. Ríkið á I)ó að vernda kirkjuna, og' veitir henni árlegan styrlc, sem þó er 10 sinnum minni en tekjurnar voru af þeim jarðeignum sem ríkið tók af kirkjunni. Landbúnaðarlögin tóku 5/6 af öllum kirkjujörðum. Stjórnarfyrirkomulag' safnaða er í fám orðum þetta: Allir safnaðarmeðlimir 21 árs eða eldri velja 15—20 manna »kirkjuráð« í hverjum söfnuði; og' þetta ráð kýs 5 manna safnaðarstjórn og »kirkjuformann«. Safnaðarfólk ræður sjálft hvort það vilji borga kirkjuskatt, er um helmingur fermdra, sem tekur þátt í honum. Kirkjan hefir ekki að lögum neina þátt- töku í trúarbragðafræðslu skólanna, en samt er hún skyldugrein fyrir kennara, en ekki fyrir nemendur. Kirkjan gefur sjálf út 3 tímarit, 2 á lettnesku, »Sweht- deenas Rihts« (vikublað) og »Jaunatnes Selo« (mánaðarblað fyrir æskumenn). 3. blaðið er á þýsku. Kirkjusókn er betri í borgum en sveit- um, og er talið orsök þess hvað kirkjur eru fáar og kirkjuvegir langir í sveitum. Gyðingar eru margir í suðaustur hluta landsins, og telur Kirsteins að »þeir spilli siðferði gamla lettneska fólksins« og soc- íalistar og kommúnistar sjeu guðlausir. — »En þrátt fyrir allt er gamalt lettneskt sveitafólk sjerstaklega guðhrætt og sið- ferðisgott.« ----• -------- (J.iiifii' iiflicntiu' rltstj. ttjiii'iiia: Til ki'istniboðsstarfsemi: Sunnmýlingur »gamalt : heit« 100 kr., G. H. Brekku 13 kr., S. J. og l’jölskyida Skaftal'ells- sýslu 50 kr., sr. M. Bjarnarson 10 kr., Kona í Neskaupsíað 5 kr., Kvenfjelag Akurnesinga 80 kr. — Bestu þakkir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.