Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 3
BJARMI 21 Ofmetnaðurinn treystir sjálfum sjer, trúir á manneðlið en hirðir ekki um Guð, enda þótt Drottinn allsherjar hafi marg oft sýnt hverri kynslóð, að allur ofmetn- aður mannanna er sem fis á metaskálum Guðs, og' þá er jafnan hrun fyrir dyrum, þegar hrokinn er mestur. Sjaldan eða aldrei hefir þessi ofmetn- aður verið jafn almennur meðal svo kall- aðra kristinna þjóða eins og um og eftir síðustu aldamót. Stprstígar framfarir í verklegum vísind- um mikluðust stórum og smáum, og þó þeim mest, sem minst skyn báru á, að öll mannleg þekking var ekki nema sem smá- eyja í úthafi óvissunnar, eða alls þess, sem menn vissu ekkert um. Heimspekin, sem alla jafna hefir verið dramblát gagnvart Guði, ljet sem Guð væri óþörf, ókunn stærð í líkingum háspekilegra fræða, og andlegir leiðtogar þjóðanna, sem settir liöfðu verið til að vera vottar Krists, gerðust margir hikandi og efablandnir, og sneru baki að frelsara mannkynsins. Að nafninu til kváð- ust þeir trúa á Guð, en sýndu þó í allri kenningu sinni, að traust þeirra var á mannlegu eðli en ekki á Guð. Samkvæmt þeirra boðskap var ekki nema stigmunur milli Guðs og manna. Mennirnir voru svo góðir og fróðir, að það mátti ekki tala við þá um synd, nje minn- ast á neitt óskiljanlegt í opinberun Guðs nje hjálpræðisráðstöfunum hans. Þá var úrelt að segja með Páli postula: »Hvílíkt djúp ríkdóms speki og þekkingar Guðs. Hversu órannsakanlegir eru dómar hans og órekjandi vegir hans.« Nei, vísindin mannlegu voru svo »himin há« að þau áttu að vera fær um að rekja vegi Guðs, og telja allt ósannindi, sem þau S'átu ekki skýrt í hjálpræðissögu ritning- arinnar. Iíefði Jeremías verið uppi í byrjun þess- arar aldar, er hætt við að hann hefði mælt svipað og stendur í 8. kap. 9. versi bókar hans: »Hvernig getið þjer sagt: Vjer erum vitrir og lögmál Drottins er hjá oss? Víst er svo, en lygapenni fræðimannanna hefir breytt þvi í lygi. Hinir vitru verða til skammar, þeir skelfast og verða gripnir; sjá þeir hafa hafnað orði Drottins, hvaða visku hafa þeir þá?« Þegar »vökumenn« þjóðanna sváfu fast á svæfli ofmetnaðar og dreymdi að menn- irnir væru orðnir svo miklir og góðir að Drottinn alheims mætti þakka fyrir að þeir væru þó enn við og við með ýmsa ytri guðs- dýrkun, — þá kom ófriðurinn mikli. Flóð- bylgja manndrápa og haturs fór um heim- inn og skolaði brott þunnri skel hræsnis- fullrar menningar. Milljónir manna á besta skeiði fjellu í valinn, og enn fleiri urðu ör- kumla menn æfilangt. »Hefðu 5 eða 6 aðalvaldamenn stórþjóð- anna verið sannkristnir menn, hefði vel verið unnt að komast hjá þeim ófriði,« segja fróðir menn nú, en þá sem oftar höfðu þjóðirnar ekkert hirt um hvort leið- togarnir ættu nokkra trú eða enga, — og urðu nú að sæta afleiðingum þess hirðu- leysis. Ófriðurínn sýndi hvað í óendurfæddu manneðli bjó, sýndi þar svo hræðilegt spill- ingardjúp, að mörgum sortnaði fyrir aug- um. Voru þá skrifaður stórar bækur um tortímingu hvítra manna og ormsmoginn- ar menningar þeirra og margir sóttu sjer aldurtila eða vitfirring í híbýli örvænting- ar. Hinir voru færri, sem leituðu hjálpar í bústöðum trúarinnar. Krossinn á Golgata hjelt áfram að vera ásteytingarsteinninn mikli. »Burt með ki’ossmerkið! Hættum að dýrka liðið lík!« hrópaði vantrúarhrokinn. »Nýtt þjóðskipulag, það er björgunarleið- in,« hrópaði lýðurinn. »Trúin er ópíum fyr- ir fólkið,« varð heróp skipulagðrar guðleys- isfylkingar með flestum þjóðum, og í víð- lendasta Norðurálfuríkinu hófst grimmileg sókn gegn allri guðstrú. Sá flokkur þóttist ætla að stofna Para-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.