Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1934, Side 4

Bjarmi - 01.02.1934, Side 4
22 BJARMI dís á jörðu, en loka ríki himnanna. Heims- kreppann og hatrið kom þó í stað sælu Paradísar,, og sýndi greinilega óllum þeim, sem ekki voru alveg blindir, að manneðlió var jafnspilt, hvernig sem stjórnarfyrir- komulagið var, og það var brýnni nauð- syn að skipa sannkristnum athafnamönn- um í leiðtogasætin en að gjöra byltingar eða setja einhverjar smáar nýjar bætur á fúið fyrirkomulag. - En blindni og hatur halda víða enn um stjórnartauma og því vofir kreppa, atvinnuleysi og ófriðar- hætta yfir allri jörð.----- Vjer íslendingar erum fámennir og af- skekktir, og ófriðurinn mikli varð oss í svip fremur til fjárgróða en þrenginga. Sá gróði hvarf þó von bráðar hjerlendis sem annars staðar; en illar fylgjur ófriðarins komust hingað og hurfu ekki með gróðan- um. Áratugum saman hafði verið boðuð hjer, sem víða annars staðar, trú á mann- eðlið, og vantraust á Kristi. »Trúarmeðvit- undin« svo nefnda var sett í dómarasæti, Guðs orð lokað niðri í gömlum kistum. Kristindómsfræðslan var lítilsvirt, en ým- iskonar fræðslukák átti að skapa nýja og betri kynslóð, sem afturhvarf og' endur- fæðing ætti ekki annað erindi til en að verða til athlægis. Verklegar framkvæmdir hafa verið stór- stígar og lífsþægindi hafa aukist stórum hjá flestum, en ánægjan og guðstraustið hefir ekki aukist að sama skapi. Miklu fremur hefir stjetta- og flokkahatur vax- ið, viðskiftalífið samvtinnast svikum, hjóna- tryg'ð dvmað, taumlaust nautnalíf með drykkjuskap og lauslæti vaxið og í för með því ægileg kynferðisveikindi og allskonar vandræði. í f'lestum kaupstöðum og kauptúnum hefir komist á skipulagður fjelagsskapur guðleysingja. Og' þótt mikill meiri hluti þjóðar vorrar telji sig' kristinn, er lotning- in fyrir skapara himins og jarðar. víða harla lítil, eins og sjá, má meðal annars af því að jólahátíðin er svívirt með svalli og drykkjumannaáflog'um og ekkí er traustið meira en svo, að þorri manna held- ur að helgidagavinna sje gróðavegur - - en fáviska »að lána Drottni«, eða verja fje til eflingar ríki hans á jörðu. Múhameðs- menn og heiðing'jar telja sjer sóma að trú- rækni og lotningu fyrir helgum siðum en hjer út á íslandi telja svo kallaðir kristn- ir menn sjer sóma að hæðast að Guðsorði og öllu heilögu. Pað eru nýafstaðnar kosningar bæði hjer í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum, menn skiftust í harðsnúna flokka og' sóttu mál sín af kappi, en vopnin voru óvíg'ð, og vopnaburðurinn hefði fremur hæft heið- ingjum en þeim, sem kenna sig við Krist. Hræddur er jeg um að þeir hafi verið fáir, sem fóru með kosningarnar fyrir aug- lit Guðs í einlægri bæn, til að biðja hann um að kosningarnar yrðu ekki til þess að hindra ríki hans með bæjarf jelaginu, held- ur því til sannrar blessunar. Pyki einhverj- um það ofmælt, getur hann prófað sjálfan sig og vini sína í því efni. Annars er það ekkert einstakt fyrir- brigði, hitt er venjan að skoða trúna sem sunnudagaflík eða líkblæju við jarðarfarir, en láta hana engin áhrif hafa á dagleg störf og alla breytni, og' hæða þá sem full- yrða að hamingjuleiðin liggi um Golgata og þaðan í sterkviðri hvítasunnu til kristilegra framkvæmda með krossfánann hátt og bænarandvörp lág. En hvað eigum vjer þá að segja og' gjöra, vjer sem sjáum voðann, og' erum því af spilltu almenningsáliti sett á bekk bölsýnis og þröngsýnis svipað og Jeremías forðum? Eigum vjer að leggja árar í bát og' loka oss inni með trú vora? — Nei, því fer fjarri. Aldrei er brýnni ástæða til að setja ekki ljós sitt undir mæliker en á tímum spillingar og vantrúar. Jeg býst við að ýmsir heyri orð mín um útvarpið hjer og hvar um land allt. Sum- staðar sitja menn margir saman og veita því eftirtekt sem sagt er. Sumstaðar er

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.