Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 2
20 BJARMI sögðu þá oft fyrir aðkomandi voða frá fjandsamlegum nágrannaþjóðum. En perla allra spádómanna voru fyrirheitin um Messías. Þá sögðu þeir margt, sem síðar rættist svo bókstaflega, að Messíasarspá- dómarnir eru enn í dag erfitt úrlausnar- efni fyrir Gyðinga og gyðinglega vantrú hjá illa kristnu fólki. Margoft var staða spámannanna ærið erfið. Þeir voru einlægir ættjarðarvinir, en ættjarðarást þeirra var heilög, gagn- tekin viðbjóði á þjóðarlöstum og skarp- skygn gagnvart ógæfunni, sem fylgir löst- um eins og skuggi. Nauðugir, viljugir urðu þeir að boða refsidóma Drottins á vantrú- ar og lastatimum og ganga í berhögg við þjóðarmetnað og hroka valdamanna, sem skákuðu i því skjóli, að þjóðin væri »útval in þjóð Guðs«, og' því væri henni óhætt hvað sem breytni hennar liði. Þar skildi með sönnum spámönnum og falsspámönnum, mönnunum sem löguðu boðskap sinn að vilja þjóðarinnar en ekki að vilja Guðs, og prjedikuðu meðal ann- ars: Friður, friður og öllu óhætt þar sem enginn friður var«, — en hræðilegar af- leiðingar syndanna stóðu fyrir dyrum. Ef til vill átti enginn spámanna Guðs með ísraelsþjóð jafn erfiða aðstöðu í þess- um efnum og Jeremías spámaður. Norðurríkið, Israelsríkið var liðið undir lok á dögum hans, en Suðurríkið, Júða- ríki, ljet sjer þó ekki segjast. Allskonar spilling hjelt þar áfram og þjóðarhrokinn uggði ekki að sjer, þótt ríkið væri uinsetið á alla vegu af voldugum óvinum. Ádeilur Jeremíasar og alvarlegar aðvar- anir um algjört þjóðarhrun mættu háði og ofsóknum. Jeremías var sakaður um land- ráð, þegar hann sagði, að lastafull þjóð gæti ekki búist við sjerstakri vernd Drottins, og valda mennirnir ætluðu hvað eftir ann- að að ráoa hann af dögum. Og þó skín brennheit ættjarðarást út úr öllum ræðum hans. Það var Jeremías, sem óskaði að hann hefði aldrei fæðst, til þess að þurfa ekki að boða elskaðri þjóð sinni glötun- ina, herleiðinguna miklu, sem vofði yfir henni. Og það var hann, sem sagði: »Ó, að höfuð mitt væri vatn og augu mín tára- lind, þá skyldi jeg gráta daga og nætur þá er fallið hafa af þjóð minni« (Jer. 9, 1.). Bráðum eru 26 aldir liðnar síðan Jer- emías var uppi, — og ótal margt hefir breytst síðan. En enn t dag eru hjörtu mannanna og hneigðir þeirra harla svip- aðar og þá var. , Enn í dag er syndin aðalböl þjóða og einstaklinga. Enn í dag er orð Drottins sumum mönnum að háði, og’ enn fíeiri hafa engar mætur á því. Enn í dag er fjöldi falsspámanna, sem þykjast geta grætt sár þjóðlífsins með hægu móti og prjedika: »Friður, friður og öllu óhætt,« þar sem þjóðarhrun vofir yfir. Enn í dag lætur Drottinn segja eins og þá: Nemfð staðar og litist um, og spyrjið um gömlu göturnar, hver sje liamingjuleiðin,« — og enn er svarað æði víða eins og þá: »Vjer viljum ekki fara hana.« öll saga Gyðinga, þjóðar sem einstakl- inga hafði sýnt öllum, sem vildu sjá, að sönn guðrækni var hamingjuleiðin, en syndin mikla, vantrúin, eða hirðuleysið um vilja Guðs, var glötunarleið. Miklu skýrar hefir þó saga kristninnai undanfarnar 19 aldir sýnt að lifandi krist- indómur, innilegt samfjelag við Krist, hef- ir verið blessunarlind einstaklinga og heilla þjóða, en hirðuleysið um hann orðið marg þætt böl. Hvar sem það hirðuleysi hefir gagnsýrt mestan hluta heillar þjóðar, hefir öll sönn þjóðarvelferð hrakist brott, og' þjóðinni komið að litlu haldi, þótt hún væri að nafninu kristin, alveg eins og Israels- þjóð missti hvað eftir annað sjálfstæði sitt og varð að síðustu alveg landflótta, er hún hirti ekkert um1 dýrleg- fyrirheiti Drottins nema til að ofmetnast af þeim. Það eru göm- ul og' ný sannindi, þótt blindir menn sjái þau ekki.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.