Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.02.1934, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.02.1934, Qupperneq 12
30 BJARMI Kristilegt bókmentafjelag. Kristilegt bókmenntaf.jelag, sem stofnað var 16. febr. 1932 af fáeinum áhugamönn- um í Keykjavík, hefir þegar gefið út nokkrar verulega g-óðar bækur, harla ólík- ar meg'inþorra allra þeirra mörgu bóka, rem prentaðar hafa veriö hjerlendis und- anfarin 2 ár. Áskrifendur fengu fyrra árið Árbókina 1932, fyrra hindi skáldsög- unnar Hallarklukkan og Móðir og barn, ágætt rit um uppeldismál. Rjett fyrir jólin í vetur komu út aðrar 3 hækur. Árbókin 1933, Trúrækni og krist- indómur, eftir prófessor Halleshy, og síð- ari hluti Hallarklukkunnar. Árhókin flytur að þessu sinni erindið »Meginatriðin«, eftir sr. Sigurjón Árnason, greinar með myndum um sr. Friðrik Frið- riksson (eftir Ingvar Árnason), S gurhjörn Á. Gíslason (eftir sr. Sigurð Pálsson), Ricard og Lúther, báðar eftir sr. Bj. Jóns- son. Ennfremur er þar grein um Aðvent- ista og ýms innlendur og erlendur fróð- leikur um kirkjumál, eftir Valgeir Skag- fjörð, guðfr. kandidat. Trúrœkni og kristindómur er langveiga- mesta bókin (244 bls. i allstóru hroti). Prófessor Hallesby skrifar þar vel og greinilega um hið mikla vandamál allra tíma, og vorra tíma ekki síst, þar sem ýmist er reynt að jafna alla trú, kristna trú sem aðra, eða »jafna yfir« þær allar. Bókin er í 8 aðalköflum, er heita: Pver- stæður kristindómsins, Hlýðni trúarinnar, Á freistingarstundinni, Karimannlegur kristindómur, Hneyksli krossins, Af náð, Sundurkramið hjarta, Trúrækni og krist- indómur. Væri æskilegt að hún kæmist til allra trúrækinna manna þessa lands. Ötrúlegt að hún yrði þeim ekki allflestum að ein- hverju liði, ef þeir íhuguðu efni hennar vel. Valgeir Skagfjörð hefir unnið hið mesta þarfaverk með því að koma henni á góða íslensku. Nýir styrktarfjelagar K. B. F. geta fengið allar bækurnar frá 1932 og 1933, sex alls, (4834 592 bls.) fyrir einar 15 kr. Annars er árstillag 10 kr. Utanáskrift fjelagsins er: Kristilegt Bókmenntaf iclag, Póstlwlf 12, Reykjavílc. ------------ Himneski vinurinn. Á himni er vinur, sem hjálpar mjer, í heimi’ eru vinir fciir, því vandfundið hjarta einlœgt er, sem 'ónd mín þó heitast þráir. En lieimur á dyr þá hrindir mjer, á Mmni minn einkavinur er. Já, vinskapur manna. yaltur er, , en vinur minn bregst m.jer eigi; hann hraðar sjer til að hjálpa mjer á hrellandi neyðardegi; jeg bið, þá lítur hann Ijúft til mm og laðar mig, einstætt barn; til sín. Af auði heims ef áttu gnótt, þú álit og vini hreppir; en vit þú, þeir vinir fara fljótt, ef fjeleysið að þjer kreppir. Já, svona er hviladl heimurinn á himni er einkavinurinn minn, Á krossinum lilcn hann keypti mjer með kvölum og blóði sínu;• í heill og nauðum liann h já mjer er og hyggur að ráði minu; hver getur elskað mig, eins og hann, sem ekkert á skilið; sekan mann? Á himni er vinur, sem lijálpar mjer, hann huggar og Uknar sinum; þk lieimur! svo máttu hrósa þjer af hverflyndum vinum þínum. Minn Guð er mjer æ og hirðir hjá og hann mun œ veí fyrir 'öllu sjá. (B. J. þýddi).

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.