Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 6
24 BJARMI ef hennar menn, láta þá sameiginlegu baráttuna gegn trúarhatri verða til að lama vitnisburð sinn um þau meg'inatriði, sem aðgreinir sannan kristindóm frá öðr- um trúarbrögðum öllum. — Pað var ein- mitt eitt einkenni falsspámannanna forð- um daga í ísrael, að þeir gátu flutt þung- ar refsiræður gegn óvinum þjóðar sinnar, en þorðu ekki að flytja óvinsælt erindi Guðs gagnvart frændum, nágrönnum og löndum sínum. Fetum ekki í fótspor falsspámanna, en köllum syndina synd, glötunina glötun, og Satan fullu nafni, þótt trúarhatrið hlæi og óákveðna trúræknin hristi höfuðið. Vjer þekkjum enga leið til samfjelags við Drottinn allsherjar nema leiðina um hlið afturhvarfs og auðmýktar til Golgata. Og á þeirri leið er enginn friður við synd, hvorki hjá sjálfum oss nje öðrum. Sæki að oss óþolinmæði og gremja, þá minn- umst þess að baráttan er fyrst og fremst við syndina en ekki syndarana. Pað hafa fleiri ofsækjendur en Sál frá Tarsus snúið frá villu vegar síns og orðið síðan góðir liðsmenn krossins. Eins má vera að sumir þeirra, sem oss virðist ákveðnir andstæð- ingar trúar vorrar í dag, snúi við og verði oss fremri í kristilegum framkvæmdum. En vjer löðum þá aldrei að kristindóm með neinni hálfvelgju. Hálfvelgjuna í trúarefn- um sem Öðrum efnum, fyrirlíta allir þeir, sem nokkurn viljaþrótt eiga. Áfram því, kristnir menn og konur fjær og nær, í Jesú nafni til baráttu gegn öll- um þjóðarlöstum og ailri vantrú. Þótt taki fjendur fjeð, já, frelsi og llf vort með, það happ þeim ekkert er þvi arfi höldum vjer. Þeir ríki Guðs ei granda. í Jesá nafni. Amen. (Seinni hluti ræðunnar var fluttur blaðalaust og er þvi hjer nokkur orðamunur). frá fiTitin »i fáviiakælH. Niðurlag. F.yrsta fávitahælið á Islandi er um þetta leyti fullbúið. Ungfrú Sesselja Sigmunds- dóttir á Sólheimum í Grimsnesi hefir ráðist í að reisa það með nokkrum ríkisstyrk. Hún hefir áður kynnt sjer meðferð fávita á Pýskalandi og í Sviss. En byrjunarerfið- leikar eru margir og þá fyrst og fremst fjeleysi aðstandenda margra fávita. Ríkari þjóðir en íslendingar hafa rekið sig á það sker, og því taka margir ríkis- sjóðir nú orðið meiri eða minni þátt í með- gjöf með fávitum á viðurkendum fávita- hælum, — En hvergi hefir það gengið fyr- irhafnarlaust — og svo ætlar reynslan að verða hjerlendis. Frú Guðrún Lárusdótt- ir, sem borið hefir fávitamálið fram á Al- þingi hvað eftir annað, lagði til á Alþingi í vetur, að ríkið greiddi 500 kr. ársmeðlag með fátækum fávitum á fyrnefndu hæli, og að til þess mætti verja 12500 kr. á ári. Efri deild fjellst á það, en færði þó aðal- upphæðina niður í 10 þús. kr. En neðri deild vísaði málinu til stjórnarinnar, — og verður þá reynslan að skera úr hvað rík- isstjórnin telur sig hafa heimild til.*) BarnaveTndarráð Islands hefir farið fram á það við stjórnina að sett verði sjer- stök nefnd til að semja frumvarp til laga bæði vegna fávita og sömuleiðis vegna blindra og fatlaðra. Lögin um málleys- ingjaskólann veita daufdumbum talsverða hjálp frá ríkinu, en hin »olnboga börnin«, blindir, fatlaðir og fávitar njóta enn sem komið er engrar slíkrar hjálpar frá rík- inu að því fráteknu að fatlaðir menn geta fengið gervilimi. Meira að segja veit eng- *) Nýverið ákvað stjórnin að verja allt að 5000 kr. til að greiða meðgjöf með fávitum á hælinu til 1. okt. n. k., þó ekki meira en 40 kr, á mán- uði með hverjum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.