Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 8
26 BJARMI minna hjá oss, og ættum vjer því að hafa hæli handa um 100 fávitum, ef sæmilegt ætti að vera. En þar sem ísl. fávitar eru á ýmsum aldri og ýmsu stigi í vitsmunalegu tilliti, — alveg eins og erlendis, þarf að stefna að því, að hjer verði 2 skólaheimili fyrir hálfvita, 2 lítil vinnuhæli, annað fyrir karla og hitt fyrir konur, og 2 hjúkrunar- hæli fyrir þá, sem eru alveg' ósjálfbjarga. Til sparnaðar um alla stjórn og læknis- eftirlit ættu þessi hæli öll að vera ekki víðar en á tveim stöðum, g'óðum jörðum í sveit, en kippkorn á milli húsanna, þar sem hver deild eða hæli væri. Að sjálf- sögðu er hverahiti æskilegur ekki ein- göngu til að hita húsin heldur og til þess að unt sje að kenna margbreytta garð- rækt. -- Hann er töluverður í Sólheimum. Þá er og álitamál, hvort ekki þyrfti heimildarlög til að gjöra þá fávita ófrjóa, sem miklar hafa kynferðishvatir eða lík- legir eru til að fjölga fávitum. Eru slík lög víða komin, t. d. í Bandaríkjunum, Sviss og' Danmörku, og nú síðast í Þýska- landi. Og' enda þótt almenningsálitið hafi verið víða og sje þeim andstætt, þá fjölg- ar þeim sífellt, sem sjá, að það er hvorki mannúð nje búmannshyggindi, að þjóðfje- lagið stuðli að því með aðgjörðaleysi sínu, að þeim vesalingum fjölgi, sem ekki eru annað en þung' byrði sjálfum sjer og öðr- um. Að endingu leyfi jeg mjer að skora á alla mannvini, sem þetta lesa, að stuðla að því, að fávitum sje komið sem allra fyrst að nýja hælinu á Sólheimum í Gríms- nesi. Persónulega lýt jeg svo á, að best væri að þangað kæmu hálfvitar einir, sem eitthvað væri hægt að kenna; sje jeg ekki annað en það væri g'óðverk gagnvart þeim börnum, sem ekkert er kennt heima, en mæta háði og ýmsu aðkasti í þjettbýli og bai'nahópum kaupstaða, eða lítil tök eru á að sinna í annríki og fámenni sveitanna. Vel skil jeg það, að góð móðir á erfitt með að láta »aumingjann sinn« fara frá sjer til ókunnugra. En sú móðir þarf að íhuga framtíð »aumingjans«, þegar dauð- inn kallar hana brott. Er ekki betra að ráðstafa honum nú þegar þangað, sem lík- indi eru mest til að hann geti eitthvað lært, og reynt verður að tryggja fram- tíð hans og góða líðan, eftir því sem unt er? - Ef einhver karl eða kona finnur kþílun hjá sjer til þess að gjöra meira fyrir fávita, t. d. að stofna annað hæli lianda þeim norðan lands, eða verða braut- ryðjandi til að kenna íötluðum ungling- um, þá er mjer óhætt að segja, að þeim yrði vel tekið við slík hæli erlendis, með- an Islendingurinn væri að læra af þeim, sem meiri reynslu hafa í þessum efnum. En meðmæli eru þó nauðsynleg' frá góð- kunnum mönnum hjerlendis. Engum vil jeg ráðlegg'ja að ráðast f þessháttar ferðalag, nema honum eða henni þyki vænt um bágstadda og viti af reynslu, hvert leita skal, þegar þolinmæði og meðfædd kærleikslund verður ráðþrota. Sannkristið fólk ætti að vera sjálfkjörið til forgöngu í líknarmálum. Líkn sálar- innar er »sálin« í ölhi liknarstarfi. Þar sem velferð sálarinnar gleymist, þar verð- ur líknarstarfið aldrei nema hálfverk. Reynslan sannar, að alúðleg rækt við tru- arhneigð leysir fjötra af ýmsum lömuð- um sálarkröftum. Bænrækni og trúar- traust sækir frá hæðum nærgætni og' þol- inmæði starfsfólkinu og hrekur þunglyndi frá »olnbogabörnunum«. Það á svo margur bágt af því að eng- inn, sem skilur sálarmein hans, vitjar hans. — En eiga y^eir ekki bágast, sem vantar vit til að kvarta? Gleymum þeim ekki. Munum heldur orð Krists: »Hver, sem tekur að sjer einn af þessum smæl- ingjum, ....« S. Á. Gíslason.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.