Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.02.1934, Blaðsíða 5
BJARMI 23 það ekki nema einn og einn, af því að hitt heimilisfólkið þykist vaxið upp úr því að hlusta á þegar talað er um Guð og vilja hans. Ennfremur eru æðimargir sjúkling- ar hlustendur nú, og' hafa líklega sumir þeirra beðið Guð að gefa að ræðan yrði þeim styrkur, eða rjettara sagt flytti þeim orðsendingu frá Guði svo að kvíðafullum andvökunóttum fækkaði en vonin sæi geisla æðri heima. Jeg- veit það af í-eynslu, að Drottinn- get- ur sent hlustendum orð frá sjer upi út- varpið. Islenskt farþegaskip var á leið meðfram ströndum Englands liðið sumar fagran sunnudagsmorgun, og var þá vitanlega tækifæri til að hlusta á útvarpsguðsþjón- ústur úr ýmsum löndum. Ekki vissi jeg til að neinn hagnýiti sjcr það á þessu skipi nema skipstjórahjónin og einn farþegi, sem aleinn gekk um gólf í reyksalnum og' l lust- aði. Rösðan heyrðist engan veginn vel, trufl- anir voru miklar í viðtökutækinu, en samt tjekk farþeginn þá orðsendingu frá Drottni sem hann þurfti sjerstaklega í það skifti. Orðsendingin var í einni setningu, og þessi oina setning varð farþeganum meiri upp- hygging en mörg, góð og löng ræða. Guð gefi að eins megi einhver þreyttur veg'farandi á ólgusjó lífsins heyra í dag orðsendingu frá himnahæðum. Verið vissir um, þjer einstæðingar í trú- arlegu tilliti, að Drottinn man eftir yður. Þótt allii' vandamenn og nágrannar mis- shilji trúarþrá yðar, þá skilur Drottinn yð- ur og- getur blessað yður ríkulega. Drott- ]ún er öruggt athvarf einstæðingnum, sem ákallai- hann, og hann heyrir þögul bæn- arandvarp sjúklingsins, sem einmana horf- ú' á myrka framtíð. Verið viss um það, raunabörn fjær og nær, að það er óhætt að koma með raunir sínar til Drottins. Jeg ket borið um það af 30 ára reynslu, að það er dásamleg hjájp gagnvart öllum áhyggj- um og kvíða að segja við Drottin með barnslegu trausti eftir lýjandi störf og marg'skonar erfiðleika: Jeg í'el mig þinni föðurnáð, þú faðir elskulegi, ihitt líf, og eign, og allt mitt ráð, og alla mína vegi. Þú' rreður öllu og ræður vel af ríkdóm gæsku þinnar. Þín stjórn nær jafnt um himinhvel og hjólið auðnu minnar.« Þú andvarpar ef til vill: »Herra jeg trúi, en hjálpa þú trúarleysi mínu,« og' heldur að kjarkleysi þitt gjöri þig ófæran til allra framkvæmda. En Drottinn læknar þá meinsemd alveg' eins og' aðrar, þegar þú hættir að horfa á sjálfan þig, krafta þína og gáfur,, en treystir í þess stað Guði ein- um, og vilt ekkert vita þjer til hamingju fremur en Jesúm Krist og hann kross- festan. Það er baráttutími framundan er verð- ur með nokkru öðru móti en áður var hjer- lendis. Annars vegar verða gjörðar harðar árásir á kristnu trúna, og þá reynt ao sverta og ofsækja alla lærisveina Krists. Minnist þá þess, að Kristur sagði sjálfur: »SæIir eru þjer, þá er menn atyrða yður og ofsækja og' tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna«. (Matt. 5. 11.). Gætuni þess að liann sagði »tala ljúgandi allt illt um yður«. — Veitum óvinum Krists engan höggstað á oss með gálausri breytni, því að það er um leið skoðaður sem höggstaður á málefni Krists sjálfs. Hinsvegar munu ýmsar lítt kristnar trú- arstefnur reyna að fá lærisveina Krists til að þegja um aðal alvöruatriði kristinn- ar trúar og sætta sig við trúrækna velvild í garð guðstrúar almennt. »Stöndum sam- an, því að nú á að útrýma allri guðstrú,« er víða. sagt á vorum tímum, og' er eðlilegt að allir sanngjarnir guðstrúarmenn víkist vel undir þá áskorun, þegar um líf eða dauða allrar ytri guðsdýrkunar er að ræða. En kristnu trúnni er það óbætanleg't tjón,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.